Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 13:16 Herdís Sigurjónsdóttir og dóttir hennar, Ásdís Magnea, urðu nærri því fyrir barðinu á innbrotsþjófi sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar. úr einkasafni/vísir/egill Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð. Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39