Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 09:43 John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA, segir núverandi yfirmann leyniþjónustumála beita sérstaklega völdum upplýsingum, án semhengis, í kosningabaráttu Trump. EPA/Shawn Thew John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Málið snýr sérstaklega að minnisblaði sem Brennan skrifaði árið 2016 og sneri að' Hillary Clinton og Rússlandi. Í blaðinu skrifaði Brennan um það að leyniþjónusta Rússlands héldi því fram að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016, ætlaði sér að skapa vandræði fyrir Trump með því að saka hann um að starfa með Rússum í að hafa afskipti af kosningunum. Markmiðið væri að hylma yfir tölvupóstskandal hennar. Í viðtali á CNN í gærkvöldi gagnrýndi Brennan Ratcliffe fyrir að opinbera sérvalin leynileg gögn og án samhengis. „Þetta er hannað til að hagnast pólitískum hagsmunum Donald Trump og bandamönnum hans í Repúblikanaflokknum,“ sagði Brennan. Hann sagði enn fremur að umrætt minnisblað sneri að fundi Brennan með Barack Obama, þáverandi forseta, sem fjallaði um hvað yfirvöld í Rússlandi væru að gera í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Brennan sagði sömuleiðis að umræddar upplýsingar um ásakanir Rússa gegn Clinton hafi verið til að sýna að Bandaríkjamenn hefðu góðan aðgang að leyniþjónustusamfélagi Rússlands og væri til marks um hvað þeir væru að tala um. Hann ítrekaði einnig að þó Hillary Clinton hafi ætlað sér að beina sjónum Bandaríkjamanna að tengslum milli Trump og Rússa, væri ekkert ólöglegt við það. „John Ratcliffe og aðrir eru að reyna að stilla þessu upp sem ólöglegu athæfi sem Alríkislögregla Bandaríkjanna eigi að rannsaka. Nei, þetta var kosningabarátta,“ sagði Brennan. Fmr. CIA director Brennan: DNI made selective declassification of my handwritten notes @JohnBrennan discusses pic.twitter.com/4LZzv82l5r— The Lead CNN (@TheLeadCNN) October 6, 2020 Trump skipaði Ratcliffe í stöðuna í fyrrasumar. Hann hafði enga reynslu af leyniþjónustumálum og var áður þingmaður frá Texas. Ratcliffe hefur þar að auki verið ötull stuðningsmaður og málsvari Trump. Hann segist hafa opinberað umrædd gögn að skipun Trump. Trump-liðar hafa stokkið á opinberanir Ratcliffe og notað þær til að halda því fram að ALríkislögregla Bandaríkjanna ætti að rannsaka samsæriskenningar sem snúa að Clinton og því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Sömuleiðis hafa upplýsingarnar verið notaðar til að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að Rússar hafi hjálpað Trump í forsetakosningunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Málið snýr sérstaklega að minnisblaði sem Brennan skrifaði árið 2016 og sneri að' Hillary Clinton og Rússlandi. Í blaðinu skrifaði Brennan um það að leyniþjónusta Rússlands héldi því fram að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016, ætlaði sér að skapa vandræði fyrir Trump með því að saka hann um að starfa með Rússum í að hafa afskipti af kosningunum. Markmiðið væri að hylma yfir tölvupóstskandal hennar. Í viðtali á CNN í gærkvöldi gagnrýndi Brennan Ratcliffe fyrir að opinbera sérvalin leynileg gögn og án samhengis. „Þetta er hannað til að hagnast pólitískum hagsmunum Donald Trump og bandamönnum hans í Repúblikanaflokknum,“ sagði Brennan. Hann sagði enn fremur að umrætt minnisblað sneri að fundi Brennan með Barack Obama, þáverandi forseta, sem fjallaði um hvað yfirvöld í Rússlandi væru að gera í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Brennan sagði sömuleiðis að umræddar upplýsingar um ásakanir Rússa gegn Clinton hafi verið til að sýna að Bandaríkjamenn hefðu góðan aðgang að leyniþjónustusamfélagi Rússlands og væri til marks um hvað þeir væru að tala um. Hann ítrekaði einnig að þó Hillary Clinton hafi ætlað sér að beina sjónum Bandaríkjamanna að tengslum milli Trump og Rússa, væri ekkert ólöglegt við það. „John Ratcliffe og aðrir eru að reyna að stilla þessu upp sem ólöglegu athæfi sem Alríkislögregla Bandaríkjanna eigi að rannsaka. Nei, þetta var kosningabarátta,“ sagði Brennan. Fmr. CIA director Brennan: DNI made selective declassification of my handwritten notes @JohnBrennan discusses pic.twitter.com/4LZzv82l5r— The Lead CNN (@TheLeadCNN) October 6, 2020 Trump skipaði Ratcliffe í stöðuna í fyrrasumar. Hann hafði enga reynslu af leyniþjónustumálum og var áður þingmaður frá Texas. Ratcliffe hefur þar að auki verið ötull stuðningsmaður og málsvari Trump. Hann segist hafa opinberað umrædd gögn að skipun Trump. Trump-liðar hafa stokkið á opinberanir Ratcliffe og notað þær til að halda því fram að ALríkislögregla Bandaríkjanna ætti að rannsaka samsæriskenningar sem snúa að Clinton og því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Sömuleiðis hafa upplýsingarnar verið notaðar til að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að Rússar hafi hjálpað Trump í forsetakosningunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira