Skotið fram hjá Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 30. september 2020 13:30 Mér finnst stundum eins og stjórnvöld geri eins lítið og þau komast upp með. Og þegar þau gera eitthvað þá missir það oft marks. Það er svo hættulegt í svona djúpri kreppu. Förum yfir nokkrar staðreyndir: 1. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið útgjöld til að mæta að Covid. Hið rétta er að heildarútgjöld ríkisins milli fyrri árshelminga ´19 og ’20 jukust um 47 milljarða kr. Það er 1,5% af landsframleiðslu eða 5% af fjárlögum. Finnst fólki það nóg til að mæta dýpstu kreppu lýðveldissögunnar og 20.000 manna atvinnuleysi? 2. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið fjárfestingar vegna Covid. Hið rétta er að þegar þjóðhagsreikningar eru skoðaðir þá „minnkaði“ opinber fjárfesting eftir að veiran skall á. Hagfræðideild Landsbankans skrifaði í vikunni: „Fjárfesting ríkissjóðs minnkaði um 17,1% milli fyrri árshelminga 2019 og 2020“ og „Sé litið á heildarmyndina er samt nokkuð ljóst að áform síðustu missera um stóraukna opinbera fjárfestingu hafa ekki náðst enn sem komið er, hvort sem litið er á opinberar tölur um þjóðhagsreikninga eða tölur um fjármál hins opinbera“. 3. Ríkisstjórnin segist hafa sett nýsköpun í forgang. Hið rétta er að nýsköpun hefur fengið undir 10% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar (þar með talið þeim aðgerðum sem voru tilkynntar í gær). Og nú er fókusinn hjá ríkisstjórninni að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem mun spara 300 milljónir kr. á kostnað nýsköpunar. Breytingar á umhverfi nýsköpunar verða að vera til að bæta núverandi ástand, ekki til að spara. Of lítið, of seint 4. Aðrar aðgerðir hafa verið misheppnaðar. a. Íslenska ríkisstjórnin er örugglega eina ríkisstjórnin í heiminum sem kaus að niðurgreiða uppsagnir í stað þess að búa til störf og verja þau. b. Brúarlánin sem áttu að vera 80 milljarðar en voru orðin rúmlega einn milljarður í byrjun september og nánast eini lántakandinn enn sem komið er Icelandair. c. Frestun skattgreiðslna varð einn fimmti af því sem til stóð. d. Lokunarstyrkirnir voru í lok sumars einungis um 8% af því sem til stóð og afgreidd stuðningslán um 11%. e. Ferðagjöfin varð alltof lítil og endaði stundum hjá fyrirtækjum sem þurftu ekki sérstakan stuðning vegna Covid. f. Markaðsátakið fór fyrir lítið þegar landinu var lokað. g. Teknar voru fyrirhugaðar 400 milljónir kr. af stuðningi til fjölmiðla sem áttu að renna til þeirra óháð Covid. Það sem þó var sett til fjölmiðla vegna Covid rann mest til Morgunblaðsins sem virðist ekki skorta styrktaraðila. h. Þær fjárhæðir sem ríkisstjórnin hefur sett í „félagslegar“ aðgerðir vegna Covid eru lægri en sem nemur fyrirhugaðri lækkun veiðileyfagjaldsins á kjörtímabilinu. i. Nýjasta tillaga ríkisstjórnarinnar frá því í gær um að hvetja til þátttöku almennings með kaupum á hlutabréfum sýnir kannski vel hvar fókusinn liggur hjá ríkisstjórninni. Virkaði eitthvað? 5. Sumt gekk þó ágætlega. Hlutabótaleiðin, sem var leið sem síðasta stjórn Samfylkingarinnar bjó til, virkaði ágætlega og varð að raunverulegu björgunarneti fyrir fólk og fyrirtæki eftir þverpólitíska samvinnu í velferðarnefnd Alþingis. „Allir vinna“-átakið, kreppuúrræði sem er líka fengið að láni frá Jóhönnustjórninni, hefur skilað sér í auknum efnahagsumsvifum og bætt kaupmátt þeirra sem hafa getað nýtt sér það. Listamannalaunum var fjölgað að tillögu okkar í Samfylkingunni en þó alltof lítið og enn eru skemmtikraftar og listafólk skildir eftir á köldum klaka. 6. Eftir stendur að 20.000 Íslendingar eru atvinnulausir og þeim fer fjölgandi. Nánast hvergi er að sjá þau störf sem ríkisstjórnin ætti að vera að skapa. En ríkisstjórnin hélt auðvitað fullt af blaðamannafundum. Kannski var það atvinnuskapandi. Á morgun kynnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun til næstu ára. Ég vona innilega að nú verði skipt um kúrs og ráðist í kraftmeiri aðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki en ekki enn eitt skot sem lendir langt utan vallar og gagnast fáum. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að standa vaktina, leggja til lausnir og benda á það sem betur má fara. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Mér finnst stundum eins og stjórnvöld geri eins lítið og þau komast upp með. Og þegar þau gera eitthvað þá missir það oft marks. Það er svo hættulegt í svona djúpri kreppu. Förum yfir nokkrar staðreyndir: 1. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið útgjöld til að mæta að Covid. Hið rétta er að heildarútgjöld ríkisins milli fyrri árshelminga ´19 og ’20 jukust um 47 milljarða kr. Það er 1,5% af landsframleiðslu eða 5% af fjárlögum. Finnst fólki það nóg til að mæta dýpstu kreppu lýðveldissögunnar og 20.000 manna atvinnuleysi? 2. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið fjárfestingar vegna Covid. Hið rétta er að þegar þjóðhagsreikningar eru skoðaðir þá „minnkaði“ opinber fjárfesting eftir að veiran skall á. Hagfræðideild Landsbankans skrifaði í vikunni: „Fjárfesting ríkissjóðs minnkaði um 17,1% milli fyrri árshelminga 2019 og 2020“ og „Sé litið á heildarmyndina er samt nokkuð ljóst að áform síðustu missera um stóraukna opinbera fjárfestingu hafa ekki náðst enn sem komið er, hvort sem litið er á opinberar tölur um þjóðhagsreikninga eða tölur um fjármál hins opinbera“. 3. Ríkisstjórnin segist hafa sett nýsköpun í forgang. Hið rétta er að nýsköpun hefur fengið undir 10% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar (þar með talið þeim aðgerðum sem voru tilkynntar í gær). Og nú er fókusinn hjá ríkisstjórninni að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem mun spara 300 milljónir kr. á kostnað nýsköpunar. Breytingar á umhverfi nýsköpunar verða að vera til að bæta núverandi ástand, ekki til að spara. Of lítið, of seint 4. Aðrar aðgerðir hafa verið misheppnaðar. a. Íslenska ríkisstjórnin er örugglega eina ríkisstjórnin í heiminum sem kaus að niðurgreiða uppsagnir í stað þess að búa til störf og verja þau. b. Brúarlánin sem áttu að vera 80 milljarðar en voru orðin rúmlega einn milljarður í byrjun september og nánast eini lántakandinn enn sem komið er Icelandair. c. Frestun skattgreiðslna varð einn fimmti af því sem til stóð. d. Lokunarstyrkirnir voru í lok sumars einungis um 8% af því sem til stóð og afgreidd stuðningslán um 11%. e. Ferðagjöfin varð alltof lítil og endaði stundum hjá fyrirtækjum sem þurftu ekki sérstakan stuðning vegna Covid. f. Markaðsátakið fór fyrir lítið þegar landinu var lokað. g. Teknar voru fyrirhugaðar 400 milljónir kr. af stuðningi til fjölmiðla sem áttu að renna til þeirra óháð Covid. Það sem þó var sett til fjölmiðla vegna Covid rann mest til Morgunblaðsins sem virðist ekki skorta styrktaraðila. h. Þær fjárhæðir sem ríkisstjórnin hefur sett í „félagslegar“ aðgerðir vegna Covid eru lægri en sem nemur fyrirhugaðri lækkun veiðileyfagjaldsins á kjörtímabilinu. i. Nýjasta tillaga ríkisstjórnarinnar frá því í gær um að hvetja til þátttöku almennings með kaupum á hlutabréfum sýnir kannski vel hvar fókusinn liggur hjá ríkisstjórninni. Virkaði eitthvað? 5. Sumt gekk þó ágætlega. Hlutabótaleiðin, sem var leið sem síðasta stjórn Samfylkingarinnar bjó til, virkaði ágætlega og varð að raunverulegu björgunarneti fyrir fólk og fyrirtæki eftir þverpólitíska samvinnu í velferðarnefnd Alþingis. „Allir vinna“-átakið, kreppuúrræði sem er líka fengið að láni frá Jóhönnustjórninni, hefur skilað sér í auknum efnahagsumsvifum og bætt kaupmátt þeirra sem hafa getað nýtt sér það. Listamannalaunum var fjölgað að tillögu okkar í Samfylkingunni en þó alltof lítið og enn eru skemmtikraftar og listafólk skildir eftir á köldum klaka. 6. Eftir stendur að 20.000 Íslendingar eru atvinnulausir og þeim fer fjölgandi. Nánast hvergi er að sjá þau störf sem ríkisstjórnin ætti að vera að skapa. En ríkisstjórnin hélt auðvitað fullt af blaðamannafundum. Kannski var það atvinnuskapandi. Á morgun kynnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun til næstu ára. Ég vona innilega að nú verði skipt um kúrs og ráðist í kraftmeiri aðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki en ekki enn eitt skot sem lendir langt utan vallar og gagnast fáum. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að standa vaktina, leggja til lausnir og benda á það sem betur má fara. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar