Hafið skellti Fylki Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 21:18 Í kvöld fór fram níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Úrvalsliðin HaFiÐ og Fylkir mættust í mikilvægri viðureign. HaFiÐ var á heimavelli og völdu þeir kortið Overpass. Leikmenn Fylkis stilltu upp í vörn (counter-terrorist) og HaFiÐ í sókn (terrorist). Viðureignin hófst heldur betur kröftuglega. Í fyrstu lotu stimplaði viruz (Magnús Árni Magnússon) sig inn þegar hann felldi alla fimm leikmenn Hafsins. Bar þessi lota leikmenn ekki Fylkis langt því HaFiÐ brá fætinum fyrir þá strax í annari lotu. Þegar þeir léku leik sem þeir eru þekktir fyrir, þvinguðu kaup á deiglum (skammbyssa - deagle) og stálu lotunni. Sjaldan er ein báran stök Eftir að skiptast á lotum í byrjun leiksins endurtók HaFiÐ leikinn og náði Fylki aftur með deiglum. Sló þessi skellur leikmenn Fylkis út af laginu. Við tók frjálslegur sóknarleikur hjá Hafinu sem augljóslega var slípaður af gífurlegri reynslu. Þar sem leikmenn Hafsins fundu ítrekað opnur á vörn Fylkis eða spiluðu sig einfaldlega í gegnum hana. Tókst þeim að tengja saman 6 lotur í röð og koma sér í sterka stöðu. Staðan í hálfleik HaFiÐ 11 - 4 Fylkir. HaFiÐ virtist ætla að ljúka þessum leik snögglega þegar þeir opnuðu seinni hálfleikinn með því að taka fyrstu tvær loturnar. En leikmenn Fylkis stálu af þeim stígandanum. Með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi fann Fylkir taktinn aftur og tók 4 spennandi lotur í röð. Fljótt dró þó fyrir sólu hjá Fylkismönnum þegar leikmenn Hafsins munduðu hamarinn, tóku tvær lotur í röð og ráku síðasta naglann í kistu Fylkismanna. Lokastaða HaFiÐ 16 - 8 Fylkir Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Í kvöld fór fram níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Úrvalsliðin HaFiÐ og Fylkir mættust í mikilvægri viðureign. HaFiÐ var á heimavelli og völdu þeir kortið Overpass. Leikmenn Fylkis stilltu upp í vörn (counter-terrorist) og HaFiÐ í sókn (terrorist). Viðureignin hófst heldur betur kröftuglega. Í fyrstu lotu stimplaði viruz (Magnús Árni Magnússon) sig inn þegar hann felldi alla fimm leikmenn Hafsins. Bar þessi lota leikmenn ekki Fylkis langt því HaFiÐ brá fætinum fyrir þá strax í annari lotu. Þegar þeir léku leik sem þeir eru þekktir fyrir, þvinguðu kaup á deiglum (skammbyssa - deagle) og stálu lotunni. Sjaldan er ein báran stök Eftir að skiptast á lotum í byrjun leiksins endurtók HaFiÐ leikinn og náði Fylki aftur með deiglum. Sló þessi skellur leikmenn Fylkis út af laginu. Við tók frjálslegur sóknarleikur hjá Hafinu sem augljóslega var slípaður af gífurlegri reynslu. Þar sem leikmenn Hafsins fundu ítrekað opnur á vörn Fylkis eða spiluðu sig einfaldlega í gegnum hana. Tókst þeim að tengja saman 6 lotur í röð og koma sér í sterka stöðu. Staðan í hálfleik HaFiÐ 11 - 4 Fylkir. HaFiÐ virtist ætla að ljúka þessum leik snögglega þegar þeir opnuðu seinni hálfleikinn með því að taka fyrstu tvær loturnar. En leikmenn Fylkis stálu af þeim stígandanum. Með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi fann Fylkir taktinn aftur og tók 4 spennandi lotur í röð. Fljótt dró þó fyrir sólu hjá Fylkismönnum þegar leikmenn Hafsins munduðu hamarinn, tóku tvær lotur í röð og ráku síðasta naglann í kistu Fylkismanna. Lokastaða HaFiÐ 16 - 8 Fylkir
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira