Fjögur lið jöfn á toppnum í League of Legends Vodafonedeildinni Snorri Már Vagnsson skrifar 28. september 2020 18:00 Staðan í Vodafonedeildinni 29/09/20 Í gær fóru fram fjórir leikir í 4. umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends. Þar sem lið XY Esports hafði betur gegn KR. Fylkismenn sigruðu lið VITA og Excess Success og komu sér aftur toppbaráttuna síðasti leikur kvöldsins var leikur VITA gegn MIQ þar sem VITA náði að sigra MIQ í æsispennandi leik. Hægt er að fylgjast með umferð kvöldsins klukkan 20:00 á twitch.tv/siggotv Fyrsti leikur var á milli XY Esports og KR LoL, þar sem KR-ingar ætluðu að reyna að finna sigur eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum í síðustu umferð. Leikurinn togaðist heldur betur fram og til baka í byrjun en XY náðu tveimur afar góðum fights um miðjan leik. Oktopus og Bad Habit fyrir XY og Horror Master og Hauslaus fyrir KR voru mikilvægustu spilarar liðanna en liðin voru hnífjöfn fram að 35. mínútu þegar Sissa, leikmanni KR tókst að stela Baróninum af XY. Í kjölfarið náðu þeir að drepa 2 leikmenn XY og taka drekann til að koma KR á sálarstigið sem XY hafði verið á frekar lengi. Bæði lið vissu að næsti drekaslagur myndi útkljá leikinn en XY náðu góðu pikki á Horror Master á miðjunni áður en drekinn kom. Í kjölfarið braust út slagur sem XY hreinsuðu upp og felldu alla liðsmenn KR. Rétt fyrir drekaslaginn náðu XY að drepa Hauslausan og Horror Master, sem leiddi að því að lítið stóð fyrir XY Esports til að klára leikinn, sem og þeir gerðu. Þriðja tap KR-inga í röð orðin staðreynd og XY Esports löbbuðu burt með sigurinn. Fylkismenn höfðu betur gegn VITA í annarri viðureign kvöldsins. Fylkir áttu fyrsta val leiksins og tóku Hecarim, sem hefur verið áberandi val síðustu vikur. Leiftur og Hyperactive, Top-spilarar Fylkis og VITA slógust vel snemma leiks sem leiddi til að Hyperactive náði að drepa Leiftur tvisvar. Hyperactive spilaði afar vel og komst langt á undan Leiftri fyrir 10. mínútu. Fylkismenn náðu þó að halda í við VITA hinum megin á vellinum og drápu alls fimm sinnum fyrir 10. mínútu. Á 12. mínútu höfðu Fylkir tekið einn turn og tvo dreka en VITA voru með einu fleiri kills og liðin voru jöfn í gulli. Þá fóru Fylkir að svara fyrir sig og Gadget, jungler Fylkis, var þar fremstur í flokki. Fylkir náðu þriðja dreka til að komast á sálarstigið og unnu næsta slag sem kom þeim í afar þægilega stöðu. Fylkir tóku Baróninn og fjórða drekann sinn, sem þýddi eldsál fyrir Fylki. Í kjölfarið tóku Fylkir niður einn turn og komust þar með í fimm turna forystu og leikurinn leit heldur betur vel út fyrir Fylki. Eftir örlitla tæknilega örðugleika og nokkurra mínutna pásu á leiknum hélt Fylkir áfram að herja á base VITA og náðu tveimur inhibitors. Gadgeto reyndist mikilvægur Fylki þegar þeir náðu að drepa alla leikmenn VITA meðan Leiftur herjaði á nexusinn og Fylkir sigraði leikinn með yfirburðum. Þriðja viðureign kvöldsins var æsispennandi slagur milli Fylkis og Excess Success. Gadget spilaði Hecarim aftur, sem hefur reynst honum gott val hingað til. Tediz, top-spilari Excess Success á Rumble, og Tartaran, miðjuspilari Fylkis á Cassiopeia, áttu báðir góða byrjun í leiknum og voru hvor um sig komnir með tvö kills á fimmtu mínútu. Tartaran komst þó á undan hinum spilurum með 6 kills á tólftu mínútu sem hann má þakka Jenk, support spilara Fylkis fyrir. Fylkismenn tóku þriðja dreka á 19. mínútu og þrjú kills á meðan Excess Success náðu að drepa Tartaran. Liðin voru enn hnífjöfn í gulli á 20. mínútu en Fylkismenn tóku Barón og ætluðu að reyna að ýta Excess Success enn aftar. Allt benti til að Excess væri að fara að snúa leiknum við þegar þeir náðu að vinna drekaslaginn til að seinka sál Fylkismanna, en Tartaran með 10 kills á Cassiopeiu var ekki á sömu nótum. Með Tartaran í fararbroddi völtuðu Fylkismenn yfir næsta slag og unnu loks leikinn. Fylkismenn geta verið sáttir með þessa umferð þar sem þeir ná að halda sér í baráttunni um annað sætið í deildinni. Síðustu viðureign kvöldsins áttu VITA og Make it Quick. Enn og aftur fengum við að sjá hrossið ógurlega; Hecarim, en að þessu sinni var það Svavar, jungler VITA, sem tók hann að sér. VITA fóru betur af stað og voru með fjögur kill gegn tveimur killum VITA. Hyperactive á Fioru átti afar góðan leik og var með þrjú kill snemma í leiknum. Skaufur og Candicef sem prýða bot lane MIQ spiluðu vel úr aðstæðum og héldu bot lane VITA, Aqua Umbrella og Rat í skefjum snemma leiks. Þó varð sú forysta skammvinn þar sem bot lane VITA fóru að taka yfirhöndina. VITA virtust vera komnir í nokkuð þægilega stöðu þrátt fyrir þriggja manna gank bot lane þar sem MIQ náðu tveimur kills. Með sexþúsund gulli meira en MIQ, þrjá turna og tvo dreka þóttust VITA ætla að taka auðveldan sigur en MIQ vann stóran slag þar sem þeir fengu fjögur kills gegn einu killi VITAmanna. Stuttu síðar unnu MIQ annan slag og koma gullmuninum í tæplega þúsund gull. Þó hélt Hyperactive áfram að sýna hæfileika sína á Fioru og pressaði á turnana á topnum í von um að VITA gæti tekið dreka en MIQ tók hann og seinkuðu cloud-sálinni hjá VITA. VITAmenn ætluðu þó ekki að deyja ráðalausir og unnu slag á miðjunni og tóku dreka í kjölfarið sem þýddi cloud-sál á leikmenn VITA. Stuttu seinna tóku VITA Barón og reydu að brjóta niður base MIQ. Eftir að herja á MIQ-menn lengi vel náði VITA loks að eyðileggja nexusinn og hrifsa sigurinn eftir spennandi leik. Eftir fyrri hluta umferðarinnar eru Dusty Academy, Fylkir Esports, VITA LoL og XY Esports jöfn á toppnum með 10 stig en Dusty Academy eiga 2 leiki til góða meðan XY Esports eiga einn leik inni. Í kvöld fer fram seinni hluti umferðarinnar sem hefst um kl. 20:00. Excess Success menn munu vilja ná að halda sér í baráttunni um 2. sæti í leik þeirra gegn Dusty Academy og XY Esports munu reyna að saxa niður forskot Dusty. Hægt er að fylgjast með leikjunum í kvöld í beinni klukkan 20:00 á www.twitch.tv/siggotv. Fylkir Dusty League of Legends Vodafone-deildin KR Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Í gær fóru fram fjórir leikir í 4. umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends. Þar sem lið XY Esports hafði betur gegn KR. Fylkismenn sigruðu lið VITA og Excess Success og komu sér aftur toppbaráttuna síðasti leikur kvöldsins var leikur VITA gegn MIQ þar sem VITA náði að sigra MIQ í æsispennandi leik. Hægt er að fylgjast með umferð kvöldsins klukkan 20:00 á twitch.tv/siggotv Fyrsti leikur var á milli XY Esports og KR LoL, þar sem KR-ingar ætluðu að reyna að finna sigur eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum í síðustu umferð. Leikurinn togaðist heldur betur fram og til baka í byrjun en XY náðu tveimur afar góðum fights um miðjan leik. Oktopus og Bad Habit fyrir XY og Horror Master og Hauslaus fyrir KR voru mikilvægustu spilarar liðanna en liðin voru hnífjöfn fram að 35. mínútu þegar Sissa, leikmanni KR tókst að stela Baróninum af XY. Í kjölfarið náðu þeir að drepa 2 leikmenn XY og taka drekann til að koma KR á sálarstigið sem XY hafði verið á frekar lengi. Bæði lið vissu að næsti drekaslagur myndi útkljá leikinn en XY náðu góðu pikki á Horror Master á miðjunni áður en drekinn kom. Í kjölfarið braust út slagur sem XY hreinsuðu upp og felldu alla liðsmenn KR. Rétt fyrir drekaslaginn náðu XY að drepa Hauslausan og Horror Master, sem leiddi að því að lítið stóð fyrir XY Esports til að klára leikinn, sem og þeir gerðu. Þriðja tap KR-inga í röð orðin staðreynd og XY Esports löbbuðu burt með sigurinn. Fylkismenn höfðu betur gegn VITA í annarri viðureign kvöldsins. Fylkir áttu fyrsta val leiksins og tóku Hecarim, sem hefur verið áberandi val síðustu vikur. Leiftur og Hyperactive, Top-spilarar Fylkis og VITA slógust vel snemma leiks sem leiddi til að Hyperactive náði að drepa Leiftur tvisvar. Hyperactive spilaði afar vel og komst langt á undan Leiftri fyrir 10. mínútu. Fylkismenn náðu þó að halda í við VITA hinum megin á vellinum og drápu alls fimm sinnum fyrir 10. mínútu. Á 12. mínútu höfðu Fylkir tekið einn turn og tvo dreka en VITA voru með einu fleiri kills og liðin voru jöfn í gulli. Þá fóru Fylkir að svara fyrir sig og Gadget, jungler Fylkis, var þar fremstur í flokki. Fylkir náðu þriðja dreka til að komast á sálarstigið og unnu næsta slag sem kom þeim í afar þægilega stöðu. Fylkir tóku Baróninn og fjórða drekann sinn, sem þýddi eldsál fyrir Fylki. Í kjölfarið tóku Fylkir niður einn turn og komust þar með í fimm turna forystu og leikurinn leit heldur betur vel út fyrir Fylki. Eftir örlitla tæknilega örðugleika og nokkurra mínutna pásu á leiknum hélt Fylkir áfram að herja á base VITA og náðu tveimur inhibitors. Gadgeto reyndist mikilvægur Fylki þegar þeir náðu að drepa alla leikmenn VITA meðan Leiftur herjaði á nexusinn og Fylkir sigraði leikinn með yfirburðum. Þriðja viðureign kvöldsins var æsispennandi slagur milli Fylkis og Excess Success. Gadget spilaði Hecarim aftur, sem hefur reynst honum gott val hingað til. Tediz, top-spilari Excess Success á Rumble, og Tartaran, miðjuspilari Fylkis á Cassiopeia, áttu báðir góða byrjun í leiknum og voru hvor um sig komnir með tvö kills á fimmtu mínútu. Tartaran komst þó á undan hinum spilurum með 6 kills á tólftu mínútu sem hann má þakka Jenk, support spilara Fylkis fyrir. Fylkismenn tóku þriðja dreka á 19. mínútu og þrjú kills á meðan Excess Success náðu að drepa Tartaran. Liðin voru enn hnífjöfn í gulli á 20. mínútu en Fylkismenn tóku Barón og ætluðu að reyna að ýta Excess Success enn aftar. Allt benti til að Excess væri að fara að snúa leiknum við þegar þeir náðu að vinna drekaslaginn til að seinka sál Fylkismanna, en Tartaran með 10 kills á Cassiopeiu var ekki á sömu nótum. Með Tartaran í fararbroddi völtuðu Fylkismenn yfir næsta slag og unnu loks leikinn. Fylkismenn geta verið sáttir með þessa umferð þar sem þeir ná að halda sér í baráttunni um annað sætið í deildinni. Síðustu viðureign kvöldsins áttu VITA og Make it Quick. Enn og aftur fengum við að sjá hrossið ógurlega; Hecarim, en að þessu sinni var það Svavar, jungler VITA, sem tók hann að sér. VITA fóru betur af stað og voru með fjögur kill gegn tveimur killum VITA. Hyperactive á Fioru átti afar góðan leik og var með þrjú kill snemma í leiknum. Skaufur og Candicef sem prýða bot lane MIQ spiluðu vel úr aðstæðum og héldu bot lane VITA, Aqua Umbrella og Rat í skefjum snemma leiks. Þó varð sú forysta skammvinn þar sem bot lane VITA fóru að taka yfirhöndina. VITA virtust vera komnir í nokkuð þægilega stöðu þrátt fyrir þriggja manna gank bot lane þar sem MIQ náðu tveimur kills. Með sexþúsund gulli meira en MIQ, þrjá turna og tvo dreka þóttust VITA ætla að taka auðveldan sigur en MIQ vann stóran slag þar sem þeir fengu fjögur kills gegn einu killi VITAmanna. Stuttu síðar unnu MIQ annan slag og koma gullmuninum í tæplega þúsund gull. Þó hélt Hyperactive áfram að sýna hæfileika sína á Fioru og pressaði á turnana á topnum í von um að VITA gæti tekið dreka en MIQ tók hann og seinkuðu cloud-sálinni hjá VITA. VITAmenn ætluðu þó ekki að deyja ráðalausir og unnu slag á miðjunni og tóku dreka í kjölfarið sem þýddi cloud-sál á leikmenn VITA. Stuttu seinna tóku VITA Barón og reydu að brjóta niður base MIQ. Eftir að herja á MIQ-menn lengi vel náði VITA loks að eyðileggja nexusinn og hrifsa sigurinn eftir spennandi leik. Eftir fyrri hluta umferðarinnar eru Dusty Academy, Fylkir Esports, VITA LoL og XY Esports jöfn á toppnum með 10 stig en Dusty Academy eiga 2 leiki til góða meðan XY Esports eiga einn leik inni. Í kvöld fer fram seinni hluti umferðarinnar sem hefst um kl. 20:00. Excess Success menn munu vilja ná að halda sér í baráttunni um 2. sæti í leik þeirra gegn Dusty Academy og XY Esports munu reyna að saxa niður forskot Dusty. Hægt er að fylgjast með leikjunum í kvöld í beinni klukkan 20:00 á www.twitch.tv/siggotv.
Fylkir Dusty League of Legends Vodafone-deildin KR Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira