Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera úr um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. Trump, sem er sagður ætla að tilkynna hvern hann mun tilnefna á laugardaginn, sagði á blaðamannafundi í dag að tilnefningarferlið yrði stutt. Þingmaðurinn Lindsey Graham, sem stýrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þyrfti ekki einu sinni að halda nefndarfund vegna tilnefningarinnar. Forsetinn sagðist þó eiga von á því að það yrði gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram að svindlað verði á honum í kosningunum í nóvember og hefur hann vísað til aukinnar notkunar póstatkvæða, sem má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Trump sjálfur hefur notað póstatkvæði til að taka þátt í kosningum í Flórída, þar sem hann er skráður til heimilis. Hann gerði það sama fyrir kosningarnar 2016 og í rauninni síðan þá. Hann hefur einnig ítrekað haldið því fram á undanförnum árum að svindlað hafi verið á honum 2016. Hann hefði í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans sem fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Forsetinn og bandamenn hans hafa aldrei getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum. Hann hélt ásökununum áfram í kvöld. „Þetta svindl sem Dómkratar eru að framkvæmda, þetta er svindl, svindlið mun fara fyrir Hæstarétt,“ sagði Trump. Trump openly says that he wants to approve RBG's replacement before the election so SCOTUS will have his back when he challenges mail voting"This scam that the Democrats are pulling ... will be before SCOTUS, and I think having a 4-4 situation is not a good situation." pic.twitter.com/8d08UjzrZK— Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2020 Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að Repúblikanar muni tilnefna dómara til Hæstaréttar og eiga í engum vandræðum með að staðfesta viðkomandi á öldungadeildinni. Demókratar geta engar varnir veitt. Þetta verður þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump tilnefnir á kjörtímabilinu. Eftir það munu sex dómarar hafa verið tilnefndir af Repúblikana og þrír af Demókrata. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári fyrir forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið en ekki þáverandi forseti Barack Obama. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar, segir McConnell að staðan sé önnur og það sé skilda Repúblikana að skipa nýjan dómara í embætti og hefur hann heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu Trump fari fram. Demókratar bundu vonir við að einhverjir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins sem standa höllum fæti í kosningabaráttu gætu snúist gegn McConnell en það rættist ekki. Sjá einnig: Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump McConnell stöðvaði einnig tilnefningar allra alríkisdómara á síðasta ári Obama. Um markvissa áætlun Repúblikana er að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Árið 2017 sagði Trump á ríkisstjórnarfundi að þessi áætlun myndi hafa áhrif áratugi fram í tímann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera úr um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. Trump, sem er sagður ætla að tilkynna hvern hann mun tilnefna á laugardaginn, sagði á blaðamannafundi í dag að tilnefningarferlið yrði stutt. Þingmaðurinn Lindsey Graham, sem stýrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þyrfti ekki einu sinni að halda nefndarfund vegna tilnefningarinnar. Forsetinn sagðist þó eiga von á því að það yrði gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram að svindlað verði á honum í kosningunum í nóvember og hefur hann vísað til aukinnar notkunar póstatkvæða, sem má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Trump sjálfur hefur notað póstatkvæði til að taka þátt í kosningum í Flórída, þar sem hann er skráður til heimilis. Hann gerði það sama fyrir kosningarnar 2016 og í rauninni síðan þá. Hann hefur einnig ítrekað haldið því fram á undanförnum árum að svindlað hafi verið á honum 2016. Hann hefði í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans sem fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Forsetinn og bandamenn hans hafa aldrei getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum. Hann hélt ásökununum áfram í kvöld. „Þetta svindl sem Dómkratar eru að framkvæmda, þetta er svindl, svindlið mun fara fyrir Hæstarétt,“ sagði Trump. Trump openly says that he wants to approve RBG's replacement before the election so SCOTUS will have his back when he challenges mail voting"This scam that the Democrats are pulling ... will be before SCOTUS, and I think having a 4-4 situation is not a good situation." pic.twitter.com/8d08UjzrZK— Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2020 Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að Repúblikanar muni tilnefna dómara til Hæstaréttar og eiga í engum vandræðum með að staðfesta viðkomandi á öldungadeildinni. Demókratar geta engar varnir veitt. Þetta verður þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump tilnefnir á kjörtímabilinu. Eftir það munu sex dómarar hafa verið tilnefndir af Repúblikana og þrír af Demókrata. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári fyrir forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið en ekki þáverandi forseti Barack Obama. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar, segir McConnell að staðan sé önnur og það sé skilda Repúblikana að skipa nýjan dómara í embætti og hefur hann heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu Trump fari fram. Demókratar bundu vonir við að einhverjir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins sem standa höllum fæti í kosningabaráttu gætu snúist gegn McConnell en það rættist ekki. Sjá einnig: Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump McConnell stöðvaði einnig tilnefningar allra alríkisdómara á síðasta ári Obama. Um markvissa áætlun Repúblikana er að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Árið 2017 sagði Trump á ríkisstjórnarfundi að þessi áætlun myndi hafa áhrif áratugi fram í tímann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21
Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48