Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 14:01 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjametið þegar hún mætti Svíþjóð í gær, og átti stórleik. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska.
Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Sjá meira
Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16