Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. september 2020 13:09 Þórdís Kolbrún og Bjarni Benediktsson við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Sigurjón Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til en grípa að öðru leyti ekki til hertra aðgerða. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfeðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru ekki á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Katrín og Svandís fara í sýnatöku í dag til að gæta fyllstu varúðar. Lilja er með kvef og vinnur að heiman. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti heldur ekki fundinn í morgun, en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Ekki tilefni til hertra aðgerða Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fór yfir minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundinum. Hann segir einhug hafa verið innan ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar fela það í sér að lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu er framlengd til 27. september. Þá sé ekki tilefni til hertra aðgerða vegna þess hve markvisst smitrakningu og sóttkví er beitt. „Þetta var í raun til kynningar á ákvörðun sem heilbrigðisráðherra tók í gær og ég fór bara yfir þetta í ríkisstjórninni. Það var alveg einhugur um að þetta væri það rétta í stöðunni núna.“ Skiptar skoðanir eru í þjóðfélaginu um hvort að þörf sé á hertum aðgerðum. Guðmundur Ingi segir sóttvarnayfirvöld og sóttvarnalæknir þó senda þessar leiðbeiningar til ríkisstjórnar, það er að áhersla skuli lögð á rakningu. „Við erum að fara eftir þeim leiðbeiningum líkt við höfum gert hingað til. Auðvitað er þetta áhyggjuefni þessi fjölgun smita sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Það er verið að taka á því, meðal annars með þessu. Maður hvetur líka fólk til að vera áfram á varðbergi, fara varlega, stunda sínar eigin sóttvarnir og hugsa um það að taka þátt í þessu að taka á þessu saman sem samfélag.“ „Ég er sammála því mati,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Undanfarnir sólarhringar hafa verið þannig að við virðumst vera að ná stjórn á því. Smitum að fækka og fjölgar hjá þeim sem eru í sóttkví. Vonandi tekst okkur að ná utan um það.“ Stíga skref meðalhófs Áslaug Arna dómsmálaráðherra tekur undir með Guðmundi. „Við erum auðvitað alltaf að reyna að stíga þetta meðalhóf. Hafa ákveðið frelsi innanlands þó að veiran sé einhvers staðar í gangi. Það skilar árangri að beita sóttkví og skimun. Það hefur sýnt sig til þessa. Við treystum þeim ráðleggingum sem við höfum fengið,“ segir Áslaug Arna. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur til lengri tíma af því við vitum það lítið um veiruna. Vitum þó meira nú en áður. Reynum að nýta þá reynslu í ákvarðanir sem við tökum dags daglega.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ástandið í þjóðfélaginu vera erfitt, nú þegar smitum hafi fjölgað svo mikið síðustu daga líkt og raun ber vitni. Hann segir þetta eitthvað sem við höfum allan tímann vitað, að smit gætu gengið svona fram og til baka. „Mér sýnist að það sem við erum að gera– og marka þá orð sóttvarnayfirvalda – að það sé margt sem bendi til að við erum að ná utan um þetta. Með því að tryggja þessar einstaklingsbundnu sóttvarnir þá náum við árangri. Ég hef trú á því.“ Opnara samfélag en víðast Sigurður Ingi segist telja það óhjákvæmilegt að stjórnvöld fylgi þeirri leið sem sóttvarnalæknir leggi til, til að ná utan um smitin. „Læra af reynslunni og þeim staðreyndum sem eru uppi og reyna að bregðast við því til að ná árangri. Við höfum sýnt það að það er hægt og ég hef trú á að við náum því aftur.“ Ráðherrann segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki hafi verið lagt til að gripið yrði til harðari. „Í samanburði við önnur lönd erum við með miklu opnara samfélag og gerum kröfur til okkar sjálfra að við berum öll ábyrð á þessu. Við erum öll almannavarnir.“ Sigurður Ingi sagði jafnframt að það hafi verið einhugur um tillögur sóttvarnalæknis innan ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til en grípa að öðru leyti ekki til hertra aðgerða. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfeðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru ekki á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Katrín og Svandís fara í sýnatöku í dag til að gæta fyllstu varúðar. Lilja er með kvef og vinnur að heiman. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti heldur ekki fundinn í morgun, en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Ekki tilefni til hertra aðgerða Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fór yfir minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundinum. Hann segir einhug hafa verið innan ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar fela það í sér að lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu er framlengd til 27. september. Þá sé ekki tilefni til hertra aðgerða vegna þess hve markvisst smitrakningu og sóttkví er beitt. „Þetta var í raun til kynningar á ákvörðun sem heilbrigðisráðherra tók í gær og ég fór bara yfir þetta í ríkisstjórninni. Það var alveg einhugur um að þetta væri það rétta í stöðunni núna.“ Skiptar skoðanir eru í þjóðfélaginu um hvort að þörf sé á hertum aðgerðum. Guðmundur Ingi segir sóttvarnayfirvöld og sóttvarnalæknir þó senda þessar leiðbeiningar til ríkisstjórnar, það er að áhersla skuli lögð á rakningu. „Við erum að fara eftir þeim leiðbeiningum líkt við höfum gert hingað til. Auðvitað er þetta áhyggjuefni þessi fjölgun smita sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Það er verið að taka á því, meðal annars með þessu. Maður hvetur líka fólk til að vera áfram á varðbergi, fara varlega, stunda sínar eigin sóttvarnir og hugsa um það að taka þátt í þessu að taka á þessu saman sem samfélag.“ „Ég er sammála því mati,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Undanfarnir sólarhringar hafa verið þannig að við virðumst vera að ná stjórn á því. Smitum að fækka og fjölgar hjá þeim sem eru í sóttkví. Vonandi tekst okkur að ná utan um það.“ Stíga skref meðalhófs Áslaug Arna dómsmálaráðherra tekur undir með Guðmundi. „Við erum auðvitað alltaf að reyna að stíga þetta meðalhóf. Hafa ákveðið frelsi innanlands þó að veiran sé einhvers staðar í gangi. Það skilar árangri að beita sóttkví og skimun. Það hefur sýnt sig til þessa. Við treystum þeim ráðleggingum sem við höfum fengið,“ segir Áslaug Arna. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur til lengri tíma af því við vitum það lítið um veiruna. Vitum þó meira nú en áður. Reynum að nýta þá reynslu í ákvarðanir sem við tökum dags daglega.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ástandið í þjóðfélaginu vera erfitt, nú þegar smitum hafi fjölgað svo mikið síðustu daga líkt og raun ber vitni. Hann segir þetta eitthvað sem við höfum allan tímann vitað, að smit gætu gengið svona fram og til baka. „Mér sýnist að það sem við erum að gera– og marka þá orð sóttvarnayfirvalda – að það sé margt sem bendi til að við erum að ná utan um þetta. Með því að tryggja þessar einstaklingsbundnu sóttvarnir þá náum við árangri. Ég hef trú á því.“ Opnara samfélag en víðast Sigurður Ingi segist telja það óhjákvæmilegt að stjórnvöld fylgi þeirri leið sem sóttvarnalæknir leggi til, til að ná utan um smitin. „Læra af reynslunni og þeim staðreyndum sem eru uppi og reyna að bregðast við því til að ná árangri. Við höfum sýnt það að það er hægt og ég hef trú á að við náum því aftur.“ Ráðherrann segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki hafi verið lagt til að gripið yrði til harðari. „Í samanburði við önnur lönd erum við með miklu opnara samfélag og gerum kröfur til okkar sjálfra að við berum öll ábyrð á þessu. Við erum öll almannavarnir.“ Sigurður Ingi sagði jafnframt að það hafi verið einhugur um tillögur sóttvarnalæknis innan ríkisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48