Séra Davíð Þór sakar ríkisstjórn Katrínar um hræsni og harðneskju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 16:30 Séra Davíð Þór gagnrýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur harðlega í predikun um helgina og sakar hana um skinnhelgi. visir/vilhelm/Caravaggio/Vilhelm Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir óbilgirni og hræsni í málefnum innflytjenda. Hann leggur út af málefnum sem snúa að egypsku fjölskyldunni sem til stóð að senda af landi brott í síðustu viku en er nú í felum á Íslandi. Þetta gerði hann í predikun á laugardaginn en ræðu sína hefur hann birt á vef kirkjunnar undir yfirskriftinni Heildstæðir verkferlar skinhelginnar. Séra Davíð Þór segir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur uppvísa að hræsni í máli egypsku fjölskyldunnar. „Því miður virðist það vera að nú sem fyrr sé skinhelgin það eina í samfélagi manna sem í raun styðst við heildstæða verkferla,“ segir Séra Davíð og talar þar um viðbrögð æðstu ráðamanna þjóðarinnar við stöðu mála: Tölvan segir nei. Hin gapandi og hræsnisfullu stjórnvöld „Kerfið gerir ekki ráð fyrir mannúð og miskunnsemi, rétt eins og kerfið sé ekki smíðað af mönnum til að þjóna þeim, heldur séum við hér til að þjóna sálarlausu kerfi sem fundið hefur það upp hjá sjálfu sér að svívirða mannréttindi barna og mylja drauma þeirra, vonir og þrár, án þess að við fáum rönd við reist eða ættum yfirhöfuð að setja spurningarmerki við það.“ Að sögn Davíðs Þórs er fullyrðing um að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur á Íslandi „argasta kjaftæði“, orð sem presti er ekki ljúft að nota því „orð eins og „ósannindi“ eða „vafasöm fullyrðing“ ná ekki að fanga skinhelgina og hræsnina sem í því felst að stjórnmálamenn skuli ítrekað voga sér flagga þessari staðhæfingu, sem ekkert er á bak við, til að fegra sjálfa sig. Döngunarleysi þeirra til að leiðrétta ranglætið sem nauðstatt fólk er kerfisbundið beitt hér á landi, þar sem siðferðiskennd alls þorra þjóðarinnar er með reglulegu millibili gersamlega misboðið, hefur reynst algert.“ Það eina sem stjórnvöld gera er að „gapa að þeir hafi gert eitthvað sem dæmin sanna að þeir hafa alls ekki gert: Að lögfesta í raun barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem tryggir að allar ákvarðanir sem varða heill og velferð barna skuli teknar með það sem þeim er fyrir bestu að leiðarljósi.“ Eins og Vísir hefur greint frá hafa ýmsir fett fingur út í skýringar Katrínar Jakobsdóttur á því að Vinstri grænir hafi staðið fyrir sínu í málefnum flóttafólks. Gefur lítið fyrir gagnrýni á Trans-Jesú Fyrr í predikun sinni hafði séra Davíð Þór vikið að öðru hitamáli í samfélaginu, nefnilega því sem nefnt hefur verið mál Trans-Jesú; umdeilt kynningarefni kirkjunnar þar sem getur að líta teikningu af Jesú Kristi með kvenmannsbrjóst. Kirkjan hefur beðist afsökunar á því en Séra Davíð Þór er ekki á þeim buxunum. Og færir rök fyrir þeirri afstöðu sinni í predikun. Hann vitnar í heimildir sem greina frá því að hinn krossfesti hafi einatt verið hafður nakinn á krossinum, honum til háðungar. En þannig myndir sáum við ekki heldur er hann yfirleitt hafður í lendarskýlu. Davíð Þór spyr hvers vegna við fölsum mynd af Jesú á krossinum og svarar sér sjálfur: Því allar myndir okkar af Jesú eru táknmyndir. Þannig er táknheimur okkar, hinn menningarlegi tilvísunarrammi, að hann tengir nekt ekki auðmýkingu og niðurlægingu, berskjöldun og varnarleysi. „Við höfum afhent lostanum nektina,“ segir Séra Davíð Þór. Og hann hélt ótrauður áfram í predikunarstóli sínum: „Hið sama gerðist með brjóst Jesú. Á miðöldum var ekki fátítt að Jesús væri sýndur með kvenmannsbrjóst á myndum. Þá táknuðu brjóstin umhyggju og mýkt, vernd og næringu. En svo afhenti menning okkar lostanum brjóstin og það sem þau höfðu táknað öldum saman hvarf í gleymsku. Og nú verður allt vitlaust ef Jesús er teiknaður með brjóst.“ Rómverskir hermenn nauðguðu Jesú Enn vék Séra Davíð Þór að sögulegum heimildum, að fræðimönnum beri almennt saman um að þeir sem krossfestir hafi verið á þeim tíma sem um ræðir, þeim hafi yfirleitt verið nauðgað einnig. „Þrátt fyrir allt er þessi tegund ofbeldis nefnilega enn svo mikið tabú, skömmin er enn svo mikið fórnarlambsins en ekki gerendanna í menningu okkar, að myndin af Jesú sem rómverskir hermenn eru að nauðga, samræmist ekki trúarvitund okkar. Sú mynd særir okkur of mikið. Það er of vont að horfa á hana. Jafnvel þeir sem lagt hafa mest upp úr að sýna aftöku Jesú í sem grimmilegustu og blóðugustu ljósi hafa látið það alfarið eiga sig að svo mikið sem gefa í skyn að þetta gæti hafa átt sér stað. Nauðgun Jesú er svo mikið hómófóbískt tabú að eftir fimm ára háskólanám í akademískri guðfræði, sex ára starf sem prestur og lestur fjölda bóka um guðfræði og líf og dauða Jesú frá Nasaret, þá var athygli mín vakin á þessu í fyrsta skipti nú í vikunni.“ Davíð Þór gengst við því að hafa fengið hroll og fórn Jesú og þjáning fékk enn dýpri og magnaðari merkingu í hjarta hans. Þjóðkirkjan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hinsegin Tengdar fréttir Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir óbilgirni og hræsni í málefnum innflytjenda. Hann leggur út af málefnum sem snúa að egypsku fjölskyldunni sem til stóð að senda af landi brott í síðustu viku en er nú í felum á Íslandi. Þetta gerði hann í predikun á laugardaginn en ræðu sína hefur hann birt á vef kirkjunnar undir yfirskriftinni Heildstæðir verkferlar skinhelginnar. Séra Davíð Þór segir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur uppvísa að hræsni í máli egypsku fjölskyldunnar. „Því miður virðist það vera að nú sem fyrr sé skinhelgin það eina í samfélagi manna sem í raun styðst við heildstæða verkferla,“ segir Séra Davíð og talar þar um viðbrögð æðstu ráðamanna þjóðarinnar við stöðu mála: Tölvan segir nei. Hin gapandi og hræsnisfullu stjórnvöld „Kerfið gerir ekki ráð fyrir mannúð og miskunnsemi, rétt eins og kerfið sé ekki smíðað af mönnum til að þjóna þeim, heldur séum við hér til að þjóna sálarlausu kerfi sem fundið hefur það upp hjá sjálfu sér að svívirða mannréttindi barna og mylja drauma þeirra, vonir og þrár, án þess að við fáum rönd við reist eða ættum yfirhöfuð að setja spurningarmerki við það.“ Að sögn Davíðs Þórs er fullyrðing um að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur á Íslandi „argasta kjaftæði“, orð sem presti er ekki ljúft að nota því „orð eins og „ósannindi“ eða „vafasöm fullyrðing“ ná ekki að fanga skinhelgina og hræsnina sem í því felst að stjórnmálamenn skuli ítrekað voga sér flagga þessari staðhæfingu, sem ekkert er á bak við, til að fegra sjálfa sig. Döngunarleysi þeirra til að leiðrétta ranglætið sem nauðstatt fólk er kerfisbundið beitt hér á landi, þar sem siðferðiskennd alls þorra þjóðarinnar er með reglulegu millibili gersamlega misboðið, hefur reynst algert.“ Það eina sem stjórnvöld gera er að „gapa að þeir hafi gert eitthvað sem dæmin sanna að þeir hafa alls ekki gert: Að lögfesta í raun barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem tryggir að allar ákvarðanir sem varða heill og velferð barna skuli teknar með það sem þeim er fyrir bestu að leiðarljósi.“ Eins og Vísir hefur greint frá hafa ýmsir fett fingur út í skýringar Katrínar Jakobsdóttur á því að Vinstri grænir hafi staðið fyrir sínu í málefnum flóttafólks. Gefur lítið fyrir gagnrýni á Trans-Jesú Fyrr í predikun sinni hafði séra Davíð Þór vikið að öðru hitamáli í samfélaginu, nefnilega því sem nefnt hefur verið mál Trans-Jesú; umdeilt kynningarefni kirkjunnar þar sem getur að líta teikningu af Jesú Kristi með kvenmannsbrjóst. Kirkjan hefur beðist afsökunar á því en Séra Davíð Þór er ekki á þeim buxunum. Og færir rök fyrir þeirri afstöðu sinni í predikun. Hann vitnar í heimildir sem greina frá því að hinn krossfesti hafi einatt verið hafður nakinn á krossinum, honum til háðungar. En þannig myndir sáum við ekki heldur er hann yfirleitt hafður í lendarskýlu. Davíð Þór spyr hvers vegna við fölsum mynd af Jesú á krossinum og svarar sér sjálfur: Því allar myndir okkar af Jesú eru táknmyndir. Þannig er táknheimur okkar, hinn menningarlegi tilvísunarrammi, að hann tengir nekt ekki auðmýkingu og niðurlægingu, berskjöldun og varnarleysi. „Við höfum afhent lostanum nektina,“ segir Séra Davíð Þór. Og hann hélt ótrauður áfram í predikunarstóli sínum: „Hið sama gerðist með brjóst Jesú. Á miðöldum var ekki fátítt að Jesús væri sýndur með kvenmannsbrjóst á myndum. Þá táknuðu brjóstin umhyggju og mýkt, vernd og næringu. En svo afhenti menning okkar lostanum brjóstin og það sem þau höfðu táknað öldum saman hvarf í gleymsku. Og nú verður allt vitlaust ef Jesús er teiknaður með brjóst.“ Rómverskir hermenn nauðguðu Jesú Enn vék Séra Davíð Þór að sögulegum heimildum, að fræðimönnum beri almennt saman um að þeir sem krossfestir hafi verið á þeim tíma sem um ræðir, þeim hafi yfirleitt verið nauðgað einnig. „Þrátt fyrir allt er þessi tegund ofbeldis nefnilega enn svo mikið tabú, skömmin er enn svo mikið fórnarlambsins en ekki gerendanna í menningu okkar, að myndin af Jesú sem rómverskir hermenn eru að nauðga, samræmist ekki trúarvitund okkar. Sú mynd særir okkur of mikið. Það er of vont að horfa á hana. Jafnvel þeir sem lagt hafa mest upp úr að sýna aftöku Jesú í sem grimmilegustu og blóðugustu ljósi hafa látið það alfarið eiga sig að svo mikið sem gefa í skyn að þetta gæti hafa átt sér stað. Nauðgun Jesú er svo mikið hómófóbískt tabú að eftir fimm ára háskólanám í akademískri guðfræði, sex ára starf sem prestur og lestur fjölda bóka um guðfræði og líf og dauða Jesú frá Nasaret, þá var athygli mín vakin á þessu í fyrsta skipti nú í vikunni.“ Davíð Þór gengst við því að hafa fengið hroll og fórn Jesú og þjáning fékk enn dýpri og magnaðari merkingu í hjarta hans.
Þjóðkirkjan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hinsegin Tengdar fréttir Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58