Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. september 2020 15:29 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, telur það skyldu sína að skipa nýjan hæstaréttardómara áður en kjörtímabili hans lýkur. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. Lengi hafi það verið talið að skipun nýs dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna sé eitt mikilvægasta hlutverk forsetans og því megi ekki bíða með það. Þetta skrifaði Donald Trump á Twitter fyrr í dag en greint var frá því í gærkvöldi að Ruth Bader Ginsburg væri látin, 87 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. .@GOP We were put in this position of power and importance to make decisions for the people who so proudly elected us, the most important of which has long been considered to be the selection of United States Supreme Court Justices. We have this obligation, without delay!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2020 Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur þegar sagt að tilnefni Donald Trump dómaraefni til að taka við sæti Ginsburg muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. Demókratar hafa brugðist reiðir við og kalla nú eftir því að enginn verði skipaður í embættið fyrr en eftir embættistöku nýs forseta í janúar. Dæmi eru um að beðið sé með að skipa nýjan dómara þar til eftir forsetakosningar ef stutt er í lok kjörtímabils en í febrúar árið 2016 lést hæstaréttardómarinn Antonin Scalia og neitaði McConnel, sem þá var einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar. Hann sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að kjörtímabili Obama, en árið 2016 var kosið til forseta í nóvember líkt og nú. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. 17. júlí 2020 17:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. Lengi hafi það verið talið að skipun nýs dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna sé eitt mikilvægasta hlutverk forsetans og því megi ekki bíða með það. Þetta skrifaði Donald Trump á Twitter fyrr í dag en greint var frá því í gærkvöldi að Ruth Bader Ginsburg væri látin, 87 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. .@GOP We were put in this position of power and importance to make decisions for the people who so proudly elected us, the most important of which has long been considered to be the selection of United States Supreme Court Justices. We have this obligation, without delay!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2020 Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur þegar sagt að tilnefni Donald Trump dómaraefni til að taka við sæti Ginsburg muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. Demókratar hafa brugðist reiðir við og kalla nú eftir því að enginn verði skipaður í embættið fyrr en eftir embættistöku nýs forseta í janúar. Dæmi eru um að beðið sé með að skipa nýjan dómara þar til eftir forsetakosningar ef stutt er í lok kjörtímabils en í febrúar árið 2016 lést hæstaréttardómarinn Antonin Scalia og neitaði McConnel, sem þá var einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar. Hann sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að kjörtímabili Obama, en árið 2016 var kosið til forseta í nóvember líkt og nú.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. 17. júlí 2020 17:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30
Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42
Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. 17. júlí 2020 17:51