Gengið til kjörklefa Helgi Týr Tumason skrifar 17. september 2020 12:00 Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun