Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. september 2020 11:45 Michelle Ballarin var með fjólubláan varalit þegar hún kom til landsins á sínum tíma í þeim tilgangi að endurvekja WOW air. Vísir/Baldur Hrafnkell Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi í Borgartúni í gær um sólarhring eftir komuna. Hlutafjárútboðið hófst í gærmorgun og lýkur klukkan fjögur í dag. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Lögmaður Ballarin segir sóttvarnalög hafa verið brotin sökum misskilings. „Ég get staðfest að hún kom til landsins til þess að skoða mögulega á því að taka þátt í þessu hlutafjárútboði. Til þess að gera það hefur hún þurft að tala við fullt af fólki og sömuleiðis að átta sig á ýmsum stærðargráðum í hugsanlegri þátttöku hlutafjárútboðs af þessu tagi,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem aðstoðað hefur Ballarin hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu sat Ballarin á Te og Kaffi í Borgartúni í gær ásamt Gunnari Steini. Samkvæmt sóttvarnareglum eiga allir þeir sem koma til landsins að undirgangast tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. „Ég leyfi mér að fullyrða að Michele var í góðri trú um undanþágur sínar frá sóttvarnarreglum enda hefðum við ella aldrei sest niður á opinberum veitingastað,“ segir Gunnar Steinn. Á meðan þau sátu á kaffihúsinu fékk Gunnar Steinn símtal með ábendingu um að Ballarin ætti að vera í sóttkví og skömmu síðar fóru þau af kaffihúsinu. „Auðvitað myndi aldrei hvarfla að henni að brjóta þessar reglur í allra augnsýn og ennþá síður verandi í þessum flugtengdu erindagjörðum til landsins. Við yfirgáfum veitingastaðinn að sjálfsögðu samstundis og fundum síðar út að um ákveðinn misskilning hefði verið að ræða,“ segir Gunnar Steinn. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, segist hafa haft milligöngu um að Ballarin fengi undanþágu til að koma til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboðinu. „Hún fór í próf áður en hún kom sem var neikvætt og einnig við komuna til landins. Úr því kom niðurstaða nokkrum tímum síðar,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Hann segist bera ábyrgð á mistökum Ballarin. „Í hraða leiksins þá var hún búin að fara í tvær prufur og ég taldi að hún væri búin að uppfylla þær sóttvarnareglur sem giltu en síðan um leið og okkur var bent á að reglurnar væru með öðrum hætti þá brugðumt við strax við. Þá fór hún beint aftur á hótelið,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Páll vill ekki svara því hvort Ballarin hafi hitt fleiri eða farið á fleiri staði þegar hún átti að vera í sóttkví. Í fyrri útgáfu fréttarinnar birtust myndir af Ballarin á Te & kaffi í Borgartúni ásamt Gunnari Steini aðstoðarmanni hennar. Myndirnar voru birtar án leyfis höfundar og hafa að hans ósk verið fjarlægðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07 Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi í Borgartúni í gær um sólarhring eftir komuna. Hlutafjárútboðið hófst í gærmorgun og lýkur klukkan fjögur í dag. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Lögmaður Ballarin segir sóttvarnalög hafa verið brotin sökum misskilings. „Ég get staðfest að hún kom til landsins til þess að skoða mögulega á því að taka þátt í þessu hlutafjárútboði. Til þess að gera það hefur hún þurft að tala við fullt af fólki og sömuleiðis að átta sig á ýmsum stærðargráðum í hugsanlegri þátttöku hlutafjárútboðs af þessu tagi,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem aðstoðað hefur Ballarin hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu sat Ballarin á Te og Kaffi í Borgartúni í gær ásamt Gunnari Steini. Samkvæmt sóttvarnareglum eiga allir þeir sem koma til landsins að undirgangast tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. „Ég leyfi mér að fullyrða að Michele var í góðri trú um undanþágur sínar frá sóttvarnarreglum enda hefðum við ella aldrei sest niður á opinberum veitingastað,“ segir Gunnar Steinn. Á meðan þau sátu á kaffihúsinu fékk Gunnar Steinn símtal með ábendingu um að Ballarin ætti að vera í sóttkví og skömmu síðar fóru þau af kaffihúsinu. „Auðvitað myndi aldrei hvarfla að henni að brjóta þessar reglur í allra augnsýn og ennþá síður verandi í þessum flugtengdu erindagjörðum til landsins. Við yfirgáfum veitingastaðinn að sjálfsögðu samstundis og fundum síðar út að um ákveðinn misskilning hefði verið að ræða,“ segir Gunnar Steinn. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, segist hafa haft milligöngu um að Ballarin fengi undanþágu til að koma til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboðinu. „Hún fór í próf áður en hún kom sem var neikvætt og einnig við komuna til landins. Úr því kom niðurstaða nokkrum tímum síðar,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Hann segist bera ábyrgð á mistökum Ballarin. „Í hraða leiksins þá var hún búin að fara í tvær prufur og ég taldi að hún væri búin að uppfylla þær sóttvarnareglur sem giltu en síðan um leið og okkur var bent á að reglurnar væru með öðrum hætti þá brugðumt við strax við. Þá fór hún beint aftur á hótelið,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Páll vill ekki svara því hvort Ballarin hafi hitt fleiri eða farið á fleiri staði þegar hún átti að vera í sóttkví. Í fyrri útgáfu fréttarinnar birtust myndir af Ballarin á Te & kaffi í Borgartúni ásamt Gunnari Steini aðstoðarmanni hennar. Myndirnar voru birtar án leyfis höfundar og hafa að hans ósk verið fjarlægðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07 Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07
Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35