Það vill enginn nýju stjórnarskrána Ingólfur Hermannsson skrifar 17. september 2020 11:00 Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun