Þegar staðreyndir víkja fyrir málstaðnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. september 2020 14:30 Þann 20. október næstkomandi verða átta ár liðin frá því að fram fór ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um plagg sem í daglegu tali hefur verið nefnt „nýja stjórnarskráin“. Þegar þetta er ritað hafa ríflega 22 þúsund manns sett nafn sitt á undirskriftarlista til að skora á Alþingi að lögfesta plaggið. Velunnarar hennar hafa vakið athygli á undirskriftasöfnuninni og hvatt fólk til að sýna stuðning sinn í verki. Það er svo sem gott og blessað – hverjum og einum er að sjálfsögðu heimilt að tjá sína skoðun og sannfæringu – en það er miður að í þessu tilfelli virðist tilgangurinn helga meðalið. Við skulum nefna af handahófi nokkrar fullyrðingar sem hafa birst. Nærtækast er þar að byrja á þeim spjótum sem Samherji beindi að blaðamönnum. Um svipað leyti og það PR-klúður poppaði upp á vefnum birtist mynd á Twitter frá @nyjastjornarskr, sem hefur verið í broddi fylkingar, þar sem sagði meðal annars: „Nýja stjórnarskráin verndar fjölmiðla gegn ofsóknum yfirvalda eða annarra.“ Gott og vel. Frumvarp stjórnlagaráðs geymir vissulega ákvæði sem segir að „vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara [skuli] tryggja í lögum“ en það girðir tæplega fyrir það að fjársterkir aðilar setji róg á netið. Þaðan af síður kemur það í veg fyrir að fyrrverandi rannsóknarlögreglumenn í spæjaraleik sendi blaðamönnum smáskilaboð eða standi yfir þeim meðan þeir sötra morgunbollann. Þess í stað er þetta gott dæmi um það þegar skröki er haldið fram til að vinna fólk á sitt band. Rakaleysa í stað raka Annað mál úr umræðunni í sumar varðaði afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Málið dagaði á endanum uppi þegar þingið fór í sumarfrí og þótti mörgum það miður. En slökum á og örvæntum ekki, samkvæmt stjórnendum herferðarinnar er nýja stjórnarskráin að sjálfsögðu með svarið. „Það stenst ekki nýju stjórnarskrána að sekta/fangelsa fólk fyrir að vera með efni á sér til eigin neyslu vegna ákvæðis sem segir að allir eigi rétt á að njóta andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.“ Líkt og í fyrra dæmi virðist einhvers staðar verða smá obbossí í röksemdafærslunni. Jú, 26. grein frumvarpsins kveður á um að með lögum skuli tryggja öllum rétt til að njóta „andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er“ og „réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu“. Hvorki greinin sjálf né athugasemdir við hana geyma ummæli um fíkn eða neysluskammta. Hins vegar er þar að finna langa romsu um það hvað ákvæðið felur í sér áður en klikkt er út með að „almenni löggjafinn hafi töluvert svigrúm“ til að ákveða útfærsluna nánar. Til viðbótar er þvert á móti í 11. grein frumvarpsins, þeirri er lýtur að persónufrelsi, áfengis- og eiturlyfjafíkn sérstaklega taldar upp sem mögulegar ástæður sem réttlætt geta frelsissviptingu einstaklings. Frelsissvipting er vissulega ekki það sama og refsing en hvað sem því líður virðist herferðin hafa ofmetið þýðingu stjórnarskrárinnar við afglæpavæðingu fíkniefna. Stokkið á popúlistavagninn Enn skal tekið dæmi. Fréttaflutningur af egypskri fjölskyldu, sem hvorki hlaut náð hjá Útlendingastofnun né fyrir kærunefnd útlendingamála, ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Það var að sjálfsögðu dauðafæri fyrir umsjónarmenn Instagram-síðunnar nyjastjornarskrain. Nýja stjórnarskráin segir nefnilega að „með lögum skuli kveða á um rétt flóttamanna og hælisleitenda til réttlátrar málsmeðferðar“. Það gleymist hins vegar að í greinargerð frumvarps stjórnlagaráðs segir meðal annars: „Þær reglur sem hér eru settar fram eru í samræmi við V. kafla núgildandi laga um útlendinga nr. 96/2002 og ættu því ekki að leiða til breyttra réttaráhrifa.“ Glöggir lesendur gera sér kannski einnig grein fyrir því að 1. mgr. 2. gr. núgildandi laga um útlendinga á nú þegar að tryggja þessi réttindi. Í sama pósti er vikið að því að nýja stjórnarskráin geymi ákvæði um að það sem sé barninu fyrir bestu skuli vera að leiðarljósi í við ákvarðanatöku í málefnum þeirra. Þar er stefnt að því að festa í stjórnarskrá grundvallarreglu sem um áratugaskeið hefur verið rauður þráður í gegnum öll stjórnsýslu- og dómsmál sem varða börn. Myndi lögfesting orðalags, sem um árabil hefur verið í almennum lögum, duga til að málið hefði farið á annan veg? Um það er gífurlegur vafi. Stjórnarskrárherferðin nú virðist falla í sömu gildru og langavitleysa Orkunnar okkar um þriðja orkupakkann. Sömu sögu má finna í nafnlausu síðunum sem spruttu upp kringum síðustu þingkosningar sem virtust hafa þann tilgang einan að dreifa rógi og ferskasta dæmið er þáttagerð Samherja. Allar þessar herferðir hafa átt það sammerkt að staðreyndir hafa verið látnar víkja fyrir markmiðinu. Orkupakkamenn sáu djöfla og sæstrengi í hverju skúmaskoti og stjórnarskrárfélagsmenn virðast telja nýju stjórnarskrána vera patentlausn allra þrætumála þjóðarinnar. Reynslan hefur kennt okkur að það þýðir lítið að mæta slíkri rakaleysu með rökum, ofstækisfólkinu verður ekki snúið. En því má mögulega forða að fjölgi um of í þeirra hópi. Atvinnuskapandi réttaróvissa og spilltir þingmenn Hægt væri að telja upp mýmörg dæmi að auki úr þessari átt. Látið verður duga að nefna tvö til viðbótar. Í vikunni ætlaði netið á hliðina eftir myndband um auðlindaákvæðið. Án þess að ætla að dýfa sér á bólakaf í rekstur sjávarútvegs landsins er þó rétt að minna á að eignarétturinn yrði ennþá stjórnarskrárvarinn undir nýja plagginu. Þó þjóðin eigi miðin og fiskurinn sé þjóðareign (en enginn sé sammála um hvað þýði), þá eru skip, önnur tæki og rekstur útgerðanna það ekki. Það þarf varla að hafa mörg orð um að upptaka alls hagnaðar fyrirtækja er eignarnám, enda eru réttindi hluthafa vernduð af stjórnarskránni - bæði gömlu og nýju. Skiptir þá engu þótt markmiðið sé göfugt, til að mynda að byggja fleiri Hörpur eða halda tíu Eurovision á ári. Í öðru kynningarmyndbandi fyrir herferðina segir landsþekktur einstaklingur meðal annars að „um 80% af gömlu stjórnarskránni sé í nýju stjórnarskránni. Hún [sé] bara uppfærð til nútímans og [innihaldi] viðbætur um lýðræði, mannréttindi og náttúruvernd sem meika sense fyrir nútíma lýðræðisríki.“ Að vísu er svolítið skrítið að segja í einu myndbandi að sú nýja sé 80% sú gamla en í því næsta að stjórnarskráin sé úrelt, danskt plagg en látum það liggja milli hluta. Þótt þessi 80% fullyrðing stæðist skoðun breytir það því ekki að þar er á ferðinni talsvert stökk. Við þekkjum dæmi þess, frá stjórnarskrárbreytingunni 1995, að örlitlar orðalagsbreytingar, sem áttu ekki að fela í sér stórkostlega réttindabreytingu, hafi verið litla þúfan sem velti þunga hlassinu. Frumvarp stjórnlagaráðs inniheldur töluvert breytt orðalag og víða má finna ákvæði sem eru nýmæli. Umræðan holl, ósannindin ekki Gott dæmi um þetta er til að mynda 8. greinin: „Allir hafa rétt til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.“ Greinargerðin virðist bera með sér að um markmið sé að ræða og virðist sérstaklega hafa verið horft til þýsku stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu í þessum efnum. Gott og vel. Hvaða skyldur skapar ákvæðið ríkinu? Hvaða réttindi býr það borgurunum? Einhver? Engin? Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem plaggið er í besta falli loðið. Fullyrða má að ef allir lögmenn væru jafn miklir eiginhagsmunaseggir og kommentakerfin halda fram, þá væru þeir helstu klappstýrur nýju stjórnarskrárinnar. Hvers vegna? Jú, réttaróvissan sem henni fylgir myndi tryggja að þeir hefðu nóg að gera næstu áratugina við að láta reyna á hvert eitt og einasta orð hennar til að leiða í ljós hvað í þeim felst. Einnig má benda á að væru þingmenn jafn spilltir og margir halda fram þá ættu þeir allir að sjá hérna dauðafæri. 99. grein kveður nefnilega á um að 3/5 hlutar þingheims geti ákveðið að tilteknar stofnanir, „sem gegna mikilvægu eftirliti eða afla upplýsinga sem nauðsynlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi“, njóti sérstaks stjórnarskrárvarins sjálfstæðis. Ákvæðið kveður einnig á um að nokkuð erfitt verði að afnema téð sjálfstæði. Klókur, spilltur þingmeirihluti myndi að sjálfsögðu búa til „Eftirlitsstofnun með spillingu“, eða annað álíka batterí og tryggja síðan sér og þeim sem á eftir koma há laun og litla vinnu í hinni mikilvægu stofnun í ljósi þess að gífurlega erfitt yrði að bola honum í burtu. Að öllu gríni slepptu þá liggur í augum uppi að það er mjög margt í „nýju stjórnarskránni“ sem mætti betur fara. Því fer fjarri að hún sé alslæm og að þar sé ekkert að finna sem gæti verið til bóta. Þótt stjórnarskrár eigi almennt að standa af sér helstu storma tíðarandans er hverju lýðræðisríki hollt að ræða reglulega innihald þeirra, hvað sé gott, hvaða vankanta megi sníða af og hverju megi bæta við. Hávær minnihluti, sem vill eingöngu „nýju stjórnarskrána“, sama hversu bagaleg hún er, getur farið langleiðina með að eyðileggja þá umræðu. Sér í lagi þegar hryggjarstykkið í málflutningi hans er lýðskrum og blekbull. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Stjórnarskrá Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þann 20. október næstkomandi verða átta ár liðin frá því að fram fór ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um plagg sem í daglegu tali hefur verið nefnt „nýja stjórnarskráin“. Þegar þetta er ritað hafa ríflega 22 þúsund manns sett nafn sitt á undirskriftarlista til að skora á Alþingi að lögfesta plaggið. Velunnarar hennar hafa vakið athygli á undirskriftasöfnuninni og hvatt fólk til að sýna stuðning sinn í verki. Það er svo sem gott og blessað – hverjum og einum er að sjálfsögðu heimilt að tjá sína skoðun og sannfæringu – en það er miður að í þessu tilfelli virðist tilgangurinn helga meðalið. Við skulum nefna af handahófi nokkrar fullyrðingar sem hafa birst. Nærtækast er þar að byrja á þeim spjótum sem Samherji beindi að blaðamönnum. Um svipað leyti og það PR-klúður poppaði upp á vefnum birtist mynd á Twitter frá @nyjastjornarskr, sem hefur verið í broddi fylkingar, þar sem sagði meðal annars: „Nýja stjórnarskráin verndar fjölmiðla gegn ofsóknum yfirvalda eða annarra.“ Gott og vel. Frumvarp stjórnlagaráðs geymir vissulega ákvæði sem segir að „vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara [skuli] tryggja í lögum“ en það girðir tæplega fyrir það að fjársterkir aðilar setji róg á netið. Þaðan af síður kemur það í veg fyrir að fyrrverandi rannsóknarlögreglumenn í spæjaraleik sendi blaðamönnum smáskilaboð eða standi yfir þeim meðan þeir sötra morgunbollann. Þess í stað er þetta gott dæmi um það þegar skröki er haldið fram til að vinna fólk á sitt band. Rakaleysa í stað raka Annað mál úr umræðunni í sumar varðaði afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Málið dagaði á endanum uppi þegar þingið fór í sumarfrí og þótti mörgum það miður. En slökum á og örvæntum ekki, samkvæmt stjórnendum herferðarinnar er nýja stjórnarskráin að sjálfsögðu með svarið. „Það stenst ekki nýju stjórnarskrána að sekta/fangelsa fólk fyrir að vera með efni á sér til eigin neyslu vegna ákvæðis sem segir að allir eigi rétt á að njóta andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.“ Líkt og í fyrra dæmi virðist einhvers staðar verða smá obbossí í röksemdafærslunni. Jú, 26. grein frumvarpsins kveður á um að með lögum skuli tryggja öllum rétt til að njóta „andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er“ og „réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu“. Hvorki greinin sjálf né athugasemdir við hana geyma ummæli um fíkn eða neysluskammta. Hins vegar er þar að finna langa romsu um það hvað ákvæðið felur í sér áður en klikkt er út með að „almenni löggjafinn hafi töluvert svigrúm“ til að ákveða útfærsluna nánar. Til viðbótar er þvert á móti í 11. grein frumvarpsins, þeirri er lýtur að persónufrelsi, áfengis- og eiturlyfjafíkn sérstaklega taldar upp sem mögulegar ástæður sem réttlætt geta frelsissviptingu einstaklings. Frelsissvipting er vissulega ekki það sama og refsing en hvað sem því líður virðist herferðin hafa ofmetið þýðingu stjórnarskrárinnar við afglæpavæðingu fíkniefna. Stokkið á popúlistavagninn Enn skal tekið dæmi. Fréttaflutningur af egypskri fjölskyldu, sem hvorki hlaut náð hjá Útlendingastofnun né fyrir kærunefnd útlendingamála, ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Það var að sjálfsögðu dauðafæri fyrir umsjónarmenn Instagram-síðunnar nyjastjornarskrain. Nýja stjórnarskráin segir nefnilega að „með lögum skuli kveða á um rétt flóttamanna og hælisleitenda til réttlátrar málsmeðferðar“. Það gleymist hins vegar að í greinargerð frumvarps stjórnlagaráðs segir meðal annars: „Þær reglur sem hér eru settar fram eru í samræmi við V. kafla núgildandi laga um útlendinga nr. 96/2002 og ættu því ekki að leiða til breyttra réttaráhrifa.“ Glöggir lesendur gera sér kannski einnig grein fyrir því að 1. mgr. 2. gr. núgildandi laga um útlendinga á nú þegar að tryggja þessi réttindi. Í sama pósti er vikið að því að nýja stjórnarskráin geymi ákvæði um að það sem sé barninu fyrir bestu skuli vera að leiðarljósi í við ákvarðanatöku í málefnum þeirra. Þar er stefnt að því að festa í stjórnarskrá grundvallarreglu sem um áratugaskeið hefur verið rauður þráður í gegnum öll stjórnsýslu- og dómsmál sem varða börn. Myndi lögfesting orðalags, sem um árabil hefur verið í almennum lögum, duga til að málið hefði farið á annan veg? Um það er gífurlegur vafi. Stjórnarskrárherferðin nú virðist falla í sömu gildru og langavitleysa Orkunnar okkar um þriðja orkupakkann. Sömu sögu má finna í nafnlausu síðunum sem spruttu upp kringum síðustu þingkosningar sem virtust hafa þann tilgang einan að dreifa rógi og ferskasta dæmið er þáttagerð Samherja. Allar þessar herferðir hafa átt það sammerkt að staðreyndir hafa verið látnar víkja fyrir markmiðinu. Orkupakkamenn sáu djöfla og sæstrengi í hverju skúmaskoti og stjórnarskrárfélagsmenn virðast telja nýju stjórnarskrána vera patentlausn allra þrætumála þjóðarinnar. Reynslan hefur kennt okkur að það þýðir lítið að mæta slíkri rakaleysu með rökum, ofstækisfólkinu verður ekki snúið. En því má mögulega forða að fjölgi um of í þeirra hópi. Atvinnuskapandi réttaróvissa og spilltir þingmenn Hægt væri að telja upp mýmörg dæmi að auki úr þessari átt. Látið verður duga að nefna tvö til viðbótar. Í vikunni ætlaði netið á hliðina eftir myndband um auðlindaákvæðið. Án þess að ætla að dýfa sér á bólakaf í rekstur sjávarútvegs landsins er þó rétt að minna á að eignarétturinn yrði ennþá stjórnarskrárvarinn undir nýja plagginu. Þó þjóðin eigi miðin og fiskurinn sé þjóðareign (en enginn sé sammála um hvað þýði), þá eru skip, önnur tæki og rekstur útgerðanna það ekki. Það þarf varla að hafa mörg orð um að upptaka alls hagnaðar fyrirtækja er eignarnám, enda eru réttindi hluthafa vernduð af stjórnarskránni - bæði gömlu og nýju. Skiptir þá engu þótt markmiðið sé göfugt, til að mynda að byggja fleiri Hörpur eða halda tíu Eurovision á ári. Í öðru kynningarmyndbandi fyrir herferðina segir landsþekktur einstaklingur meðal annars að „um 80% af gömlu stjórnarskránni sé í nýju stjórnarskránni. Hún [sé] bara uppfærð til nútímans og [innihaldi] viðbætur um lýðræði, mannréttindi og náttúruvernd sem meika sense fyrir nútíma lýðræðisríki.“ Að vísu er svolítið skrítið að segja í einu myndbandi að sú nýja sé 80% sú gamla en í því næsta að stjórnarskráin sé úrelt, danskt plagg en látum það liggja milli hluta. Þótt þessi 80% fullyrðing stæðist skoðun breytir það því ekki að þar er á ferðinni talsvert stökk. Við þekkjum dæmi þess, frá stjórnarskrárbreytingunni 1995, að örlitlar orðalagsbreytingar, sem áttu ekki að fela í sér stórkostlega réttindabreytingu, hafi verið litla þúfan sem velti þunga hlassinu. Frumvarp stjórnlagaráðs inniheldur töluvert breytt orðalag og víða má finna ákvæði sem eru nýmæli. Umræðan holl, ósannindin ekki Gott dæmi um þetta er til að mynda 8. greinin: „Allir hafa rétt til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.“ Greinargerðin virðist bera með sér að um markmið sé að ræða og virðist sérstaklega hafa verið horft til þýsku stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu í þessum efnum. Gott og vel. Hvaða skyldur skapar ákvæðið ríkinu? Hvaða réttindi býr það borgurunum? Einhver? Engin? Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem plaggið er í besta falli loðið. Fullyrða má að ef allir lögmenn væru jafn miklir eiginhagsmunaseggir og kommentakerfin halda fram, þá væru þeir helstu klappstýrur nýju stjórnarskrárinnar. Hvers vegna? Jú, réttaróvissan sem henni fylgir myndi tryggja að þeir hefðu nóg að gera næstu áratugina við að láta reyna á hvert eitt og einasta orð hennar til að leiða í ljós hvað í þeim felst. Einnig má benda á að væru þingmenn jafn spilltir og margir halda fram þá ættu þeir allir að sjá hérna dauðafæri. 99. grein kveður nefnilega á um að 3/5 hlutar þingheims geti ákveðið að tilteknar stofnanir, „sem gegna mikilvægu eftirliti eða afla upplýsinga sem nauðsynlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi“, njóti sérstaks stjórnarskrárvarins sjálfstæðis. Ákvæðið kveður einnig á um að nokkuð erfitt verði að afnema téð sjálfstæði. Klókur, spilltur þingmeirihluti myndi að sjálfsögðu búa til „Eftirlitsstofnun með spillingu“, eða annað álíka batterí og tryggja síðan sér og þeim sem á eftir koma há laun og litla vinnu í hinni mikilvægu stofnun í ljósi þess að gífurlega erfitt yrði að bola honum í burtu. Að öllu gríni slepptu þá liggur í augum uppi að það er mjög margt í „nýju stjórnarskránni“ sem mætti betur fara. Því fer fjarri að hún sé alslæm og að þar sé ekkert að finna sem gæti verið til bóta. Þótt stjórnarskrár eigi almennt að standa af sér helstu storma tíðarandans er hverju lýðræðisríki hollt að ræða reglulega innihald þeirra, hvað sé gott, hvaða vankanta megi sníða af og hverju megi bæta við. Hávær minnihluti, sem vill eingöngu „nýju stjórnarskrána“, sama hversu bagaleg hún er, getur farið langleiðina með að eyðileggja þá umræðu. Sér í lagi þegar hryggjarstykkið í málflutningi hans er lýðskrum og blekbull. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun