Burn-Out Gunnar Dan Wiium skrifar 14. september 2020 12:00 Í kringum mig sé ég manneskjur í bugun. Kulnun, burn out, kvíða, hraða og ráðaleysi. Manneskjur í fullri vinnu með menntun á bakinu detta í veikindarleyfi hægri vinstri með vottorð sér til stuðnings. Í örvæntingu leita þessar manneskjur úræða í því formi sem við lítum á sem okkar ytri raunveru. Formið gefur ástandinu nafn og við skýlum okkur þar eftir bakvið spjaldið sem stimplað er. Við kennum vinnuálagi um, skilnuðum, covid eða bara einfaldlega að við kannski höfum óvart eignast of mörg börn. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessu? Því þetta virðist einstaklingsbundið. Sumir virðast missa stjórnina á meðan aðrir virðast halda henni, og þá meina ég ekki að haldið sé fast heldur laflaust í tauminn með bros á vör. Þar liggur kannski svarið, lauflétt haldið um tauminn? Svarið liggur náttúrulega í nálgun og getu hvers og eins til að upplifa það sem kemur, það sem er. Getan er svo ástand innan vitundar hvers og eins. Þarna stoppa flestir, við nennum ekkert að hlusta á né lesa svona djöfulls rugl, innan vitundar hvað?!? Hvað er maðurinn að tala um! En ef svo ólíklega vill til að þú sért en að lesa þá vill ég meina að vitundin sé ramminn sem hýsir efnið í háréttu hlutfalli við rýmið, no-matter. Hlutfallið er gullið ef geta til afgreiðslu hverrar eindar fyrir sig er möguleg með rými allt um kring. Sjúkt vitundarástand sem úumflýjanlega drífur okkur í burn out ef ekki er slakað á taumnum, lýsir sér í raun sem skörum einda innan vitundar og fyrir vikið gerir afgreiðslu, athygli, meltingu ómögulega. Í dag, nútíma heimi, er svo margt sem kallar. Gríðarlegur hraði í samfélagi hvað varðar magn og ferðatíma upplýsinga. Ofan á þessar veldisaukningu í upplýsingarflæði leggst ofan á boðefnasvindlið sem svo margir eru orðnir háðir í einhverju formi, sem eru samfélagsmiðlar, fréttamiðlar, tölvuleikir osfr. Við segjum söguna um okkur í gegnum gerviheim sem hylur raunina eins og mara pensluð með micróskópískum dropa af dópamini. Athygli okkar eða athyglisgáfa er sprengd og sjáum við það best í börnunum okkar sem mörg hver samkvæmt hinum og þessum könnunum eiga erfiðara og erfiðara að lesa til dæmis. Við þurfum að sporna á móti þessu ástandi sem er orðið. Við gerum það með að endurtengja okkur við það sem er, náttúru, andardrátt. Hugmyndin um það eitt og sér er næs en það er svo ekki nóg. Við þurfum kerfisbundið að fara inn í raunverulega iðkun. Iðkun sem snýr að kyrjun með innhverfri íhugun. Við verðum að þvinga okkur með ákvörðun og miklum viljastyrk í iðkun sem leiðréttir þessa vitundarskekkju. Mantran verður bolurinn sem við göngum eftir, bolurinn sem ég sný tilbaka til er greinin er farin að svigna undan fótum mér. Mantran, sem getur verið andardráttur, orð eða setning síendurtekin í hljóði eða upphátt, er sú sem endurstillir getu manneskjunar til að gefa gaum. Ensk þýðing á orðinu meditation er to ponder, virða fyrir sér, to contemplate. Umhverfis hverja eind skapast rými til afgreiðslu, til meltingar. Svona verður allt okkar líf að vera, allar eindir verða að njóta sín án skörunar annara einda nema að um beinan, raunverulegan tilgang skörunar sé um að ræða. Svo ég fullyrði hér með að kulnun, burn out, eru bara orð, ekki fyrirbæri eða sjúkdómur. Bara orð sem lýsa vitundarástandi. Vitundarástandi sem skapast af of mikilli hugsun, of miklu stöffi. Vitundar ástand sem ekki er leiðrétt með auknum aðferðum, flokkunum á þeim eindum sem eru. Vitundarástandi sem ekki lagast við að tala og tala og tala. Vitundarástand sem ekki er lagað með lyfjum nema sem tímabundin lausn undan einkennum. Það eina sem réttir okkur af er kerfisbundin mantra sem og uppgjör fortíðar í kjölfarið. Leggjum frá okkur síman, leggjum frá okkur taumhald hvítra hnúa og sleppum tökunum. Kreppa-sleppa. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í kringum mig sé ég manneskjur í bugun. Kulnun, burn out, kvíða, hraða og ráðaleysi. Manneskjur í fullri vinnu með menntun á bakinu detta í veikindarleyfi hægri vinstri með vottorð sér til stuðnings. Í örvæntingu leita þessar manneskjur úræða í því formi sem við lítum á sem okkar ytri raunveru. Formið gefur ástandinu nafn og við skýlum okkur þar eftir bakvið spjaldið sem stimplað er. Við kennum vinnuálagi um, skilnuðum, covid eða bara einfaldlega að við kannski höfum óvart eignast of mörg börn. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessu? Því þetta virðist einstaklingsbundið. Sumir virðast missa stjórnina á meðan aðrir virðast halda henni, og þá meina ég ekki að haldið sé fast heldur laflaust í tauminn með bros á vör. Þar liggur kannski svarið, lauflétt haldið um tauminn? Svarið liggur náttúrulega í nálgun og getu hvers og eins til að upplifa það sem kemur, það sem er. Getan er svo ástand innan vitundar hvers og eins. Þarna stoppa flestir, við nennum ekkert að hlusta á né lesa svona djöfulls rugl, innan vitundar hvað?!? Hvað er maðurinn að tala um! En ef svo ólíklega vill til að þú sért en að lesa þá vill ég meina að vitundin sé ramminn sem hýsir efnið í háréttu hlutfalli við rýmið, no-matter. Hlutfallið er gullið ef geta til afgreiðslu hverrar eindar fyrir sig er möguleg með rými allt um kring. Sjúkt vitundarástand sem úumflýjanlega drífur okkur í burn out ef ekki er slakað á taumnum, lýsir sér í raun sem skörum einda innan vitundar og fyrir vikið gerir afgreiðslu, athygli, meltingu ómögulega. Í dag, nútíma heimi, er svo margt sem kallar. Gríðarlegur hraði í samfélagi hvað varðar magn og ferðatíma upplýsinga. Ofan á þessar veldisaukningu í upplýsingarflæði leggst ofan á boðefnasvindlið sem svo margir eru orðnir háðir í einhverju formi, sem eru samfélagsmiðlar, fréttamiðlar, tölvuleikir osfr. Við segjum söguna um okkur í gegnum gerviheim sem hylur raunina eins og mara pensluð með micróskópískum dropa af dópamini. Athygli okkar eða athyglisgáfa er sprengd og sjáum við það best í börnunum okkar sem mörg hver samkvæmt hinum og þessum könnunum eiga erfiðara og erfiðara að lesa til dæmis. Við þurfum að sporna á móti þessu ástandi sem er orðið. Við gerum það með að endurtengja okkur við það sem er, náttúru, andardrátt. Hugmyndin um það eitt og sér er næs en það er svo ekki nóg. Við þurfum kerfisbundið að fara inn í raunverulega iðkun. Iðkun sem snýr að kyrjun með innhverfri íhugun. Við verðum að þvinga okkur með ákvörðun og miklum viljastyrk í iðkun sem leiðréttir þessa vitundarskekkju. Mantran verður bolurinn sem við göngum eftir, bolurinn sem ég sný tilbaka til er greinin er farin að svigna undan fótum mér. Mantran, sem getur verið andardráttur, orð eða setning síendurtekin í hljóði eða upphátt, er sú sem endurstillir getu manneskjunar til að gefa gaum. Ensk þýðing á orðinu meditation er to ponder, virða fyrir sér, to contemplate. Umhverfis hverja eind skapast rými til afgreiðslu, til meltingar. Svona verður allt okkar líf að vera, allar eindir verða að njóta sín án skörunar annara einda nema að um beinan, raunverulegan tilgang skörunar sé um að ræða. Svo ég fullyrði hér með að kulnun, burn out, eru bara orð, ekki fyrirbæri eða sjúkdómur. Bara orð sem lýsa vitundarástandi. Vitundarástandi sem skapast af of mikilli hugsun, of miklu stöffi. Vitundar ástand sem ekki er leiðrétt með auknum aðferðum, flokkunum á þeim eindum sem eru. Vitundarástandi sem ekki lagast við að tala og tala og tala. Vitundarástand sem ekki er lagað með lyfjum nema sem tímabundin lausn undan einkennum. Það eina sem réttir okkur af er kerfisbundin mantra sem og uppgjör fortíðar í kjölfarið. Leggjum frá okkur síman, leggjum frá okkur taumhald hvítra hnúa og sleppum tökunum. Kreppa-sleppa. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar