Rúmenar mæta kokhraustir til Íslands | Nýr þjálfari blæs til sóknar með „næsta Mbappé“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 07:30 Rúmenar eru væntanlegir til landsins snemma í október. VÍSIR/GETTY Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið. EM 2021 í Englandi Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Sjá meira
Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Sjá meira