Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 18:11 Kári Árnason biðlar til dómarans eftir að víti var dæmt á Ísland sem reyndist ráða úrslitum í leiknum við England. vísir/hulda margrét „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. Þetta segir Kári í viðtali sem birtist í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport fyrir leikinn sem hefst þar í beinni útsendingu kl. 18.45. Erik Hamrén ákvað að taka Kára ekki með til Belgíu en hann átti frábæran leik í 1-0 tapinu gegn Englandi á laugardag. Búast má við enn erfiðari leik í kvöld: „Mér hefur alltaf þótt enska landsliðið frekar ofmetið. Þeir eru með nokkra leikmenn á heimsmælikvarða, en Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við,“ segir Kári. „Þeir eru með miðju sem er með svo gríðarleg gæði í að finna sendingar inn fyrir varnir,“ bætir hann við en innslagið má sjá hér að neðan. Leikirnir við Belgíu og England í Þjóðadeildinni eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu 8. október. Ísland er án margra lykilmanna frá síðustu árum í kvöld en Kári vonar að staðan verði önnur eftir mánuð. Má vera leiðinlegt og ljótt ef við vinnum Rúmeníu „Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið. Menn áttu stórleiki þarna inni á milli, og það verður mjög áhugavert hvernig það kemur út. En við viljum hafa sem flesta tilbúna, sem flesta af okkar burðarásum klára í þetta, og þá getur allt gerst, sérstaklega á heimavelli. Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út, verjast vel og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn. Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður,“ segir Kári, og ítrekar að hann sé ánægður með margt sem sást í Englandsleiknum: „Það var kominn tími til að menn sýndu hvað í þeim býr í alvöru leik á móti alvöru liði. Það er ekki nóg að spila vel á móti liðum sem eru töluvert neðar en við á styrkleikalistanum. Að geta skilað varnarvinnu í 90 mínútur er bara lykilatriði í þessum fótbolta.“ Klippa: Kári Árna í upphitunarþætti fyrir Belgíuleik Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Sjá meira
„Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. Þetta segir Kári í viðtali sem birtist í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport fyrir leikinn sem hefst þar í beinni útsendingu kl. 18.45. Erik Hamrén ákvað að taka Kára ekki með til Belgíu en hann átti frábæran leik í 1-0 tapinu gegn Englandi á laugardag. Búast má við enn erfiðari leik í kvöld: „Mér hefur alltaf þótt enska landsliðið frekar ofmetið. Þeir eru með nokkra leikmenn á heimsmælikvarða, en Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við,“ segir Kári. „Þeir eru með miðju sem er með svo gríðarleg gæði í að finna sendingar inn fyrir varnir,“ bætir hann við en innslagið má sjá hér að neðan. Leikirnir við Belgíu og England í Þjóðadeildinni eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu 8. október. Ísland er án margra lykilmanna frá síðustu árum í kvöld en Kári vonar að staðan verði önnur eftir mánuð. Má vera leiðinlegt og ljótt ef við vinnum Rúmeníu „Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið. Menn áttu stórleiki þarna inni á milli, og það verður mjög áhugavert hvernig það kemur út. En við viljum hafa sem flesta tilbúna, sem flesta af okkar burðarásum klára í þetta, og þá getur allt gerst, sérstaklega á heimavelli. Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út, verjast vel og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn. Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður,“ segir Kári, og ítrekar að hann sé ánægður með margt sem sást í Englandsleiknum: „Það var kominn tími til að menn sýndu hvað í þeim býr í alvöru leik á móti alvöru liði. Það er ekki nóg að spila vel á móti liðum sem eru töluvert neðar en við á styrkleikalistanum. Að geta skilað varnarvinnu í 90 mínútur er bara lykilatriði í þessum fótbolta.“ Klippa: Kári Árna í upphitunarþætti fyrir Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Sjá meira
Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00
Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30
De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28
Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19
Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00