Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið í netöryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2020 19:20 Öll fjarskipti Íslendinga fara um þrjá sæstrengi sem allir fara um danskt yfirráðasvæði. Danir hafa veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sínum kerfum. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa verið sofandi í netöryggismálum. En þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í dag að Danir hefðu veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sæstrengjum sem tengdust öllum netsamskiptum Íslendinga. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að þessar nýlegu upplýsingar um samantekin ráð tveggja vinaþjóða væru óþægilegar fréttir þar sem málið snerti Íslendinga beint. Smári McCarthy segir Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir séu tilbúnir til að hlera vini sína og Íslendingar ættu ekki að halda að þeir væru þar undanskildir.Vísir/Vilhelm „Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi,“ sagði Smári. Bandaríkjamenn hafi sýnt að þeir væru tilbúnir til að njósna um vini sína eins og kanslara Þýskalands. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið á verðinum í netöryggismálum. Auðvelt getur verið að hlera öll samskipti Íslendinga að mati Smára McCarthy.Getty/Christoph Burgstedt „Þannig að mér finnst eðlilegt að spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra: Hefur hann rætt við dönsk eða bandarísk stjórnvöld um þessar tilteknu njósnir. Hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að fá að njósna hér á landi með beinum hætti eins og þau hafa gert í Danmörku. Og hefur hann leitast eftir upplýsingum um þessa áhættu og hvernig hægt sé að meta hana til að koma í veg fyrir hana,“ spurði Smári. „Þetta einstaka mál sem háttvirtur þingmaður nefnir hér er því miður ekkert einsdæmi. Maður þarf að fá betri upplýsigar hvað það varðar. Ég þarf ekki að taka fram að það hefur enginn komið til mín, hvorki frá því landi sem háttvirtur þingmaður nefndi eða öðrum, og beðið mig um að fá að njósna um Íslendinga. Þa hefur ekki dottið inn hjá mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslandi mikinn áhug undanfarin misseri eins og heimsóknir Mike Pence varaforseta og Mike Pompeo uranríkisráðherra eru til staðfestingar um.Vísir/ Vilhelm Framundan væru fundir með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem þessi mál verði rædd. Íslendingar hafi ekki verið nógu vakandi í þessum málaflokki sem ætti að vera í forgangi. „Og ég hef vakið athygli á því hvað eftir annað að þetta eru mikilvæg mál. Öryggismál eru ekki bara þessi hefðbundnu öryggismál sem við þekkjum síðustu áratugi. Heimurinn er að breytast. Tækninni hefur fleygt mjög fram og við erum að sjá ógnir sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Guðlaugur Þór. Bandaríkin Danmörk Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa verið sofandi í netöryggismálum. En þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í dag að Danir hefðu veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sæstrengjum sem tengdust öllum netsamskiptum Íslendinga. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að þessar nýlegu upplýsingar um samantekin ráð tveggja vinaþjóða væru óþægilegar fréttir þar sem málið snerti Íslendinga beint. Smári McCarthy segir Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir séu tilbúnir til að hlera vini sína og Íslendingar ættu ekki að halda að þeir væru þar undanskildir.Vísir/Vilhelm „Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi,“ sagði Smári. Bandaríkjamenn hafi sýnt að þeir væru tilbúnir til að njósna um vini sína eins og kanslara Þýskalands. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið á verðinum í netöryggismálum. Auðvelt getur verið að hlera öll samskipti Íslendinga að mati Smára McCarthy.Getty/Christoph Burgstedt „Þannig að mér finnst eðlilegt að spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra: Hefur hann rætt við dönsk eða bandarísk stjórnvöld um þessar tilteknu njósnir. Hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að fá að njósna hér á landi með beinum hætti eins og þau hafa gert í Danmörku. Og hefur hann leitast eftir upplýsingum um þessa áhættu og hvernig hægt sé að meta hana til að koma í veg fyrir hana,“ spurði Smári. „Þetta einstaka mál sem háttvirtur þingmaður nefnir hér er því miður ekkert einsdæmi. Maður þarf að fá betri upplýsigar hvað það varðar. Ég þarf ekki að taka fram að það hefur enginn komið til mín, hvorki frá því landi sem háttvirtur þingmaður nefndi eða öðrum, og beðið mig um að fá að njósna um Íslendinga. Þa hefur ekki dottið inn hjá mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslandi mikinn áhug undanfarin misseri eins og heimsóknir Mike Pence varaforseta og Mike Pompeo uranríkisráðherra eru til staðfestingar um.Vísir/ Vilhelm Framundan væru fundir með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem þessi mál verði rædd. Íslendingar hafi ekki verið nógu vakandi í þessum málaflokki sem ætti að vera í forgangi. „Og ég hef vakið athygli á því hvað eftir annað að þetta eru mikilvæg mál. Öryggismál eru ekki bara þessi hefðbundnu öryggismál sem við þekkjum síðustu áratugi. Heimurinn er að breytast. Tækninni hefur fleygt mjög fram og við erum að sjá ógnir sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Danmörk Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira