Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2020 12:19 Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta. Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta.
Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14
Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19