Bílaleigur nýskráðu 57% minna af bílum í mars Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. apríl 2020 07:00 Bílaleigur hafa verið umsfvifamiklir viðskiptavinir bílaumboða í langan tíma. Vísir/Hanna Bílaleigur nýskráðu í mars síðastliðnum 211 fólks- og sendibíla en í mars á síðasta ári nýskráðu bílaleigur 486 fólks- og sendibíla. Samdrátturinn nemur því 57%. Alls voru 1165 fólks- og sendibílar nýskráðir í liðnum marsmánuði. Það er rúmum 5,3% minna en í sama mánuði í fyrra. Samtals hafa verið nýskráðir 2784 fólks- og sendibílar frá áramótum og til loka mars. Það er samdráttur um 327 bíla eða 10,2%.Nýskráningar bílaleigubíla í mars.Vísir/Samgöngustofa.Meginmarkaðirnir þrírSé litið til meginmarkaðanna þriggja, það er einstaklingsmarkaðar, fyrirtækjamarkaðar og bílaleigumarkaðar, hefur hlutdeild einstaklinga í nýskráningum fólks- og sendibíla vaxið um 23,9% það sem af er árinu. Alls hafa einstaklingar keypt 1.524 nýja fólks- og sendibíla á árinu samanborið við 1.230 á sama tímabili 2019. Fyrirtæki landsins hafa keypt 659 nýja fólks-og sendibíla á árinu. Bílaleigurnar hafa sem áður segir nýskráð 601 fólks- og sendibíl á árinu. Mikið af nýskráðum Tesla bifreiðum kann að skýra ágæta skráningu í mars þrátt fyrir samkomubann sem ríkti megnið af mánuðinum og harðnandi efnahagsástand sem hefur fylgt COVID-19. Bílaleigur Bílar Tengdar fréttir Aldrei meiri samdráttur í umferðinni Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent í mars samanborið við mars í fyrra. Þá var samdráttur mestur við Mýrdalssand eða 52,3 prósent. 3. apríl 2020 07:00 Tesla mest seldi bíll ársins á Íslandi Tesla hóf í febrúar afhendingu á fyrstu bílum framleiðandans síðan umboð var formlega opnað hérlendis í lok síðasta árs. Tesla hefur nú nýskráð 396 bíla það sem af er árinu 2020 sem er meira en nokkur annar framleiðandi getur státað af. 1. apríl 2020 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Bílaleigur nýskráðu í mars síðastliðnum 211 fólks- og sendibíla en í mars á síðasta ári nýskráðu bílaleigur 486 fólks- og sendibíla. Samdrátturinn nemur því 57%. Alls voru 1165 fólks- og sendibílar nýskráðir í liðnum marsmánuði. Það er rúmum 5,3% minna en í sama mánuði í fyrra. Samtals hafa verið nýskráðir 2784 fólks- og sendibílar frá áramótum og til loka mars. Það er samdráttur um 327 bíla eða 10,2%.Nýskráningar bílaleigubíla í mars.Vísir/Samgöngustofa.Meginmarkaðirnir þrírSé litið til meginmarkaðanna þriggja, það er einstaklingsmarkaðar, fyrirtækjamarkaðar og bílaleigumarkaðar, hefur hlutdeild einstaklinga í nýskráningum fólks- og sendibíla vaxið um 23,9% það sem af er árinu. Alls hafa einstaklingar keypt 1.524 nýja fólks- og sendibíla á árinu samanborið við 1.230 á sama tímabili 2019. Fyrirtæki landsins hafa keypt 659 nýja fólks-og sendibíla á árinu. Bílaleigurnar hafa sem áður segir nýskráð 601 fólks- og sendibíl á árinu. Mikið af nýskráðum Tesla bifreiðum kann að skýra ágæta skráningu í mars þrátt fyrir samkomubann sem ríkti megnið af mánuðinum og harðnandi efnahagsástand sem hefur fylgt COVID-19.
Bílaleigur Bílar Tengdar fréttir Aldrei meiri samdráttur í umferðinni Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent í mars samanborið við mars í fyrra. Þá var samdráttur mestur við Mýrdalssand eða 52,3 prósent. 3. apríl 2020 07:00 Tesla mest seldi bíll ársins á Íslandi Tesla hóf í febrúar afhendingu á fyrstu bílum framleiðandans síðan umboð var formlega opnað hérlendis í lok síðasta árs. Tesla hefur nú nýskráð 396 bíla það sem af er árinu 2020 sem er meira en nokkur annar framleiðandi getur státað af. 1. apríl 2020 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Aldrei meiri samdráttur í umferðinni Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent í mars samanborið við mars í fyrra. Þá var samdráttur mestur við Mýrdalssand eða 52,3 prósent. 3. apríl 2020 07:00
Tesla mest seldi bíll ársins á Íslandi Tesla hóf í febrúar afhendingu á fyrstu bílum framleiðandans síðan umboð var formlega opnað hérlendis í lok síðasta árs. Tesla hefur nú nýskráð 396 bíla það sem af er árinu 2020 sem er meira en nokkur annar framleiðandi getur státað af. 1. apríl 2020 07:00