Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 20:15 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2 Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Sjá meira
Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Sjá meira
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33