InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 22:30 Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. IPGP/Nicolas Sarter Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira