Dreifing á bílum BL til allra helstu kaupendahópanna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. febrúar 2020 07:00 Nýr Hyundai Ioniq Vísir/BL Í janúar voru 838 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 14% færri en í fyrra. Af þeim voru 280 af merkjum frá BL og var markaðshlutdeild BL 33,4% á markaðnum í heild, samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Hér er yfirlit yfir nákvæma skiptingu seldra bíla.Hyundai söluhæstur Af einstökum merkjum var Hyundai söluhæsta merki BL í janúar með alls 91 nýskráningu. Renault var í öðru sæti með 54 sölur og Nissan í því þriðja með 50 bíla. Renault, Nissan og Hyundai komust jafnframt á „topp tíu“ lista mánaðarins á innanlandsmarkaði, þar sem BL náði góðum árangri á öllum helstu kaupendamörkuðunum. Þannig nam hlutdeild fyrirtækisins 26,2% á einstaklingsmarkaði, þar sem Hyundai Kona var vinsælasta merki BL. Á fyrirtækjamarkaði nam hlutdeild BL 32,5% í janúar, en þau keyptu meðal annars 50 fólksbíla frá BL, aðallega Hyundai, Renault, Land Rover, BMW og Nissan. Þá voru Nissan e-NV200 og Renault Trafic jafnframt söluhæstir á markaði lítilla og meðalstórra sendibíla.BMW söluhæsti lúxusbíllinn hjá BL Á lúxusbílamarkaði voru 134 bílar nýskráðir í janúar, þar af 43 frá BMW Group, Jaguar og Land Rover. Af merkjum BL var BMW söluhæstur með átján nýskráningar. Hlutdeild BL á lúxusbílamarkaði var rúmlega 32% í janúar. Nýr Hyundai i10Vísir/BL 99 umhverfismilsvænni bílar Af heildarnýskráningum BL í janúar voru 99 bílar búnir rafmótor. Nýskráðir voru 67 rafbílar, 14 Nissan Leaf, 12 e-NV200 sendibílar, 21 Hyundai Kona og Ioniq auk 20 rafbíla frá Renault, Jaguar, BMW og MINI. Þá voru einnig nýskráðir 24 tengiltvinnbílar, 10 BMW auk 8 Hyundai og 6 Land Rover, auk átta tvinnbíla frá Subaru og Range Rover. Þegar litið er til nýskráninga grænna bíla á markaðnum í heild í janúar kemur í ljós að einstaklingar keyptu langflesta rafbílana sem nýskráðir voru enda litu 61,4% þeirra sem keyptu bíl í janúar fram hjá hinu hefðbundna jarðefnaeldsneyti. Hlutdeild raf- og tengiltvinnbíla í heildarsölu fólks- og sendibíla BL í janúar var 32,9%.40 i10 til bílaleiganna Bílaleigurnar nýskráðu 197 bíla í janúar, 27,3% færri en í janúar í fyrra þegar þeir voru 271. Af heildarfjöldanum fóru 96 fólks- og sendibílar frá BL til leiganna, þar af 48 frá Hyundai. Söluhæsta einstaka bílgerðin sem bílaleigurnar nýskráðu í janúar var af gerðinni Hyundai i10, alls fjörutíu bílar. Það sem af er ári er hlutdeild BL á bílaleigumarkaði 48,7%. Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Í janúar voru 838 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 14% færri en í fyrra. Af þeim voru 280 af merkjum frá BL og var markaðshlutdeild BL 33,4% á markaðnum í heild, samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Hér er yfirlit yfir nákvæma skiptingu seldra bíla.Hyundai söluhæstur Af einstökum merkjum var Hyundai söluhæsta merki BL í janúar með alls 91 nýskráningu. Renault var í öðru sæti með 54 sölur og Nissan í því þriðja með 50 bíla. Renault, Nissan og Hyundai komust jafnframt á „topp tíu“ lista mánaðarins á innanlandsmarkaði, þar sem BL náði góðum árangri á öllum helstu kaupendamörkuðunum. Þannig nam hlutdeild fyrirtækisins 26,2% á einstaklingsmarkaði, þar sem Hyundai Kona var vinsælasta merki BL. Á fyrirtækjamarkaði nam hlutdeild BL 32,5% í janúar, en þau keyptu meðal annars 50 fólksbíla frá BL, aðallega Hyundai, Renault, Land Rover, BMW og Nissan. Þá voru Nissan e-NV200 og Renault Trafic jafnframt söluhæstir á markaði lítilla og meðalstórra sendibíla.BMW söluhæsti lúxusbíllinn hjá BL Á lúxusbílamarkaði voru 134 bílar nýskráðir í janúar, þar af 43 frá BMW Group, Jaguar og Land Rover. Af merkjum BL var BMW söluhæstur með átján nýskráningar. Hlutdeild BL á lúxusbílamarkaði var rúmlega 32% í janúar. Nýr Hyundai i10Vísir/BL 99 umhverfismilsvænni bílar Af heildarnýskráningum BL í janúar voru 99 bílar búnir rafmótor. Nýskráðir voru 67 rafbílar, 14 Nissan Leaf, 12 e-NV200 sendibílar, 21 Hyundai Kona og Ioniq auk 20 rafbíla frá Renault, Jaguar, BMW og MINI. Þá voru einnig nýskráðir 24 tengiltvinnbílar, 10 BMW auk 8 Hyundai og 6 Land Rover, auk átta tvinnbíla frá Subaru og Range Rover. Þegar litið er til nýskráninga grænna bíla á markaðnum í heild í janúar kemur í ljós að einstaklingar keyptu langflesta rafbílana sem nýskráðir voru enda litu 61,4% þeirra sem keyptu bíl í janúar fram hjá hinu hefðbundna jarðefnaeldsneyti. Hlutdeild raf- og tengiltvinnbíla í heildarsölu fólks- og sendibíla BL í janúar var 32,9%.40 i10 til bílaleiganna Bílaleigurnar nýskráðu 197 bíla í janúar, 27,3% færri en í janúar í fyrra þegar þeir voru 271. Af heildarfjöldanum fóru 96 fólks- og sendibílar frá BL til leiganna, þar af 48 frá Hyundai. Söluhæsta einstaka bílgerðin sem bílaleigurnar nýskráðu í janúar var af gerðinni Hyundai i10, alls fjörutíu bílar. Það sem af er ári er hlutdeild BL á bílaleigumarkaði 48,7%.
Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Árið 2020 hjá Hyundai Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu. 10. febrúar 2020 07:15