Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 11:00 Eva Björk Guðmundsdóttir forstöðumaður hjá Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja segir framtíðina afar bjarta í fjártæknigeiranum. Vísir/Jacob Eriksson Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi, segir Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og nýja banka fjártækninnar kallast áskorendabanka. Dæmi um slíka banka eru stafrænu bankarnir Monzo sem stofnaður var sem app árið 2015 en telur nú ríflega þrjár milljónir viðskiptavina og Revolut sem stofnaður var í desember 2018 en hefur nú þegar áunnið sér hylli viðskiptavina. Eva segir mikilvægt að starfsfólk í bönkum horfi jákvætt á breytingarnar sem framundan eru því fjártæknin muni skapa mörg ný störf. Að sama skapi þurfa bankarnir sjálfir að endurskilgreina hvað það er að vera banki í þessu nýja umhverfi Nú þegar umræðan snýst um hraðar og fyrirséðar breytingar á bankakerfinu er ekki úr vegi að spyrja Evu Björk hvað fólk í bankakerfinu þarf að átta sig á þegar nýir tímar eru boðaðir eins og nú. „Á þessum tímum er afar mikilvægt fyrir fólk í fjármálastarfsemi að vera opið fyrir breytingum, taka þeim fagnandi og nýta til þess að læra nýja færni og þar með stækka verkfæra kassann sinn. Ég hef verið að vinna með íslenskum bönkum undanfarin ár og ég verð að ég segja að mér finnst frábært að sjá hvað þetta hefur einmitt breyst mikið.En þessi breyting á einnig við bankana sjálfa sem þurfa svolítið að endurskilgreina hvað það er að vera banki sem og aðlaga sig að nýju tækni- og samkeppnisumhverfi.“ Eva segir áskorendabanka hina nýju tegund banka sem fjártæknin er að gefa af sér og segir að ef bankarnir hreyfi sig ekki með breytingunum gæti farið svo að starfsfólkið þeirra leiti annað. „Við erum þegar að sjá víðsvegar um Evrópu fjártæknifyrirtæki eða áskorendabanka á borð við Monzo og Revolut eru að ryðja sér til rúms og tæknirisar eins Apple og Google eru á hraðleið inn í bankageirann sem koma til með að gjörbreyta landslaginu. Ef bankarnir hreyfa sig ekki með breytingunum þá mun starfsfólk jafnvel á endanum snúa sér til þeirra sem ætla sér að verða leiðandi afl í fjármálageira framtíðarinnar.Það er því jafn mikilvægt fyrir bankann sem og fólkið sem að vinnur í þessum geira að mæta tæknibreytingum með jákvæðum og opnum hug.“ Þurfum frumkvöðla með stórar hugmyndir Sem dæmi má nefna að bankar eru farnir að hjálpa viðskiptavinum sínum að halda utan um kolefnisfótspor sín Eva Björk segir framtíðina afar bjarta í fjártæknigeiranum og þar muni mörg ný tækifæri skapast. Fólk eigi alls ekki að óttast að ný störf verði einungis til fyrir fólk með tæknimenntun. Nú virðast uppsagnir í bönkum óhjákvæmilegar á næstu árum en hvernig blasir umhverfið fyrir þér varðandi spennandi störf í fjártækni og breyttum fjármálageira? „Ég tel að framtíðin sé afar björt í fjártæknigeiranum. Fólk er farið að gera meiri og öðruvísi kröfur til þeirra sem þau treysta fyrir fjármálunum sínum og með breyttu lagaumhverfi eru líka að opnast tækifæri fyrir aðra en bara hefðbundna banka til að bjóða upp á fjármálaþjónustu. Fjártækni snýst ekki bara um sjálfvirknivæðingu heldur líka um að bjóða upp á nýjar vörur og þjónustur í takt við breytta tíma. Sem dæmi má nefna að bankar eru farnir að hjálpa viðskiptavinum sínum að halda utan um kolefnisfótspor sín.“ Við þurfum frumkvöðla með stórar hugmyndir segir Eva Björk. Mörg ný störf munu skapast í fjártæknigeiranum.Vísir/Jacob Eriksson Tæknibreytingar verða til þess að sum störf hverfa en þær jafnframt stuðla að því að verða til nýjar vörur og þjónusta sem aftur leiðir til nýrra starfa Eru þetta störf sem kalla á að fólk hafi einhverja sérstaka menntun eða þekkingu á til dæmis upplýsingatækni og forritun? „Upplýsingatækni mun eðlilega spila stórt hlutverk í fjártæknigeiranum. En það þarf líka frumkvöðla með stórar hugmyndir, þróa vörur til að gera hugmyndirnar að raunveruleika, fólk til að markaðssetja þær, selja, fjármagna, og svo framvegis. Samhliða því verður einnig enn meiri þörf fyrir mannlega færni eins og sköpun, leiðtogahæfni og tilfinningagreind. Það er því alls ekki svo að með aukinni tæknivæðingu séu aðeins tækifæri fyrir fólk með tæknimenntun. Það er einmitt lykilatriði þegar það er verið að þróa vörur eða þjónustu að blanda saman ólíku fólki með mismunandi bakgrunn til þess að ná sem bestum árangri.Fjórða iðnbyltingin er í senn ein helsta áskorun og eitt helsta tækifæri fyrirtækja þar sem tækni gjörbreytir samkeppnisumhverfinu. Tæknibreytingar verða til þess að sum störf hverfa en þær jafnframt stuðla að því að verða til nýjar vörur og þjónusta sem aftur leiðir til nýrra starfa.“ Margt spennandi í gangi hjá íslensku bönkunum Það verður gaman að fylgjast íslensku bönkunum á næstu misserum það að margir þeirra eru með spennandi verkefni í farvatninu sem að ég hlakka til að fylgjast með Eva Björk starfar fyrir Meniga í Svíþjóð. Að hennar sögn eru íslensku bankarnir á svipuðum stað og bankar á Norðurlöndunum. Nú hefur þú starfað í Svíþjóð. Finnst þér Norðurlöndin komin lengra en við í breyttu viðhorfi eða þekkingu á þeim breytingum sem framundan eru í banka- og fjármálakerfinu? „Ekkert endilega. Flestir bankar eiga það sameiginlegt að vera stórar stofnanir sem hreyfa sig hægt sama hvar þeir eru. Það má kannski segja að ógnunin sé orðin áþreifanlegri á stærri mörkuðum þar sem áskorendabankar eru þegar farnir að ryðja sér til rúms. En þrátt fyrir hraða tækniþróun þá tekur tíma fyrir kerfisbreytingar, innviði sem og stefnu fyrirtækja að fylgja eftir. Margir bankar kjósa því að vinna með fjártæknifyrirtækjum á borð við Meniga sem gerir þeim kleift að hreyfa sig hraðar. Breytt umhverfi með aukinni tæknivæðingu á að sjálfssögðu ekki bara við um bankanna heldur teygir anga sína í alla starfsemi. Sem dæmi má nefna snjallkassa í matvörubúðum, tryggingaþjónustu og vefverslanir. Bankarnir i Norðurlöndum eru í sömu vegferð og íslensku bankarnir og að fá fást við mikið af sömu áskorununum. Það verður gaman að fylgjast íslensku bönkunum á næstu misserum það að margir þeirra eru með spennandi verkefni í farvatninu sem að ég hlakka til að fylgjast með.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag er fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar. Íslenskir bankar Fjártækni Tengdar fréttir Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00 Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi, segir Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og nýja banka fjártækninnar kallast áskorendabanka. Dæmi um slíka banka eru stafrænu bankarnir Monzo sem stofnaður var sem app árið 2015 en telur nú ríflega þrjár milljónir viðskiptavina og Revolut sem stofnaður var í desember 2018 en hefur nú þegar áunnið sér hylli viðskiptavina. Eva segir mikilvægt að starfsfólk í bönkum horfi jákvætt á breytingarnar sem framundan eru því fjártæknin muni skapa mörg ný störf. Að sama skapi þurfa bankarnir sjálfir að endurskilgreina hvað það er að vera banki í þessu nýja umhverfi Nú þegar umræðan snýst um hraðar og fyrirséðar breytingar á bankakerfinu er ekki úr vegi að spyrja Evu Björk hvað fólk í bankakerfinu þarf að átta sig á þegar nýir tímar eru boðaðir eins og nú. „Á þessum tímum er afar mikilvægt fyrir fólk í fjármálastarfsemi að vera opið fyrir breytingum, taka þeim fagnandi og nýta til þess að læra nýja færni og þar með stækka verkfæra kassann sinn. Ég hef verið að vinna með íslenskum bönkum undanfarin ár og ég verð að ég segja að mér finnst frábært að sjá hvað þetta hefur einmitt breyst mikið.En þessi breyting á einnig við bankana sjálfa sem þurfa svolítið að endurskilgreina hvað það er að vera banki sem og aðlaga sig að nýju tækni- og samkeppnisumhverfi.“ Eva segir áskorendabanka hina nýju tegund banka sem fjártæknin er að gefa af sér og segir að ef bankarnir hreyfi sig ekki með breytingunum gæti farið svo að starfsfólkið þeirra leiti annað. „Við erum þegar að sjá víðsvegar um Evrópu fjártæknifyrirtæki eða áskorendabanka á borð við Monzo og Revolut eru að ryðja sér til rúms og tæknirisar eins Apple og Google eru á hraðleið inn í bankageirann sem koma til með að gjörbreyta landslaginu. Ef bankarnir hreyfa sig ekki með breytingunum þá mun starfsfólk jafnvel á endanum snúa sér til þeirra sem ætla sér að verða leiðandi afl í fjármálageira framtíðarinnar.Það er því jafn mikilvægt fyrir bankann sem og fólkið sem að vinnur í þessum geira að mæta tæknibreytingum með jákvæðum og opnum hug.“ Þurfum frumkvöðla með stórar hugmyndir Sem dæmi má nefna að bankar eru farnir að hjálpa viðskiptavinum sínum að halda utan um kolefnisfótspor sín Eva Björk segir framtíðina afar bjarta í fjártæknigeiranum og þar muni mörg ný tækifæri skapast. Fólk eigi alls ekki að óttast að ný störf verði einungis til fyrir fólk með tæknimenntun. Nú virðast uppsagnir í bönkum óhjákvæmilegar á næstu árum en hvernig blasir umhverfið fyrir þér varðandi spennandi störf í fjártækni og breyttum fjármálageira? „Ég tel að framtíðin sé afar björt í fjártæknigeiranum. Fólk er farið að gera meiri og öðruvísi kröfur til þeirra sem þau treysta fyrir fjármálunum sínum og með breyttu lagaumhverfi eru líka að opnast tækifæri fyrir aðra en bara hefðbundna banka til að bjóða upp á fjármálaþjónustu. Fjártækni snýst ekki bara um sjálfvirknivæðingu heldur líka um að bjóða upp á nýjar vörur og þjónustur í takt við breytta tíma. Sem dæmi má nefna að bankar eru farnir að hjálpa viðskiptavinum sínum að halda utan um kolefnisfótspor sín.“ Við þurfum frumkvöðla með stórar hugmyndir segir Eva Björk. Mörg ný störf munu skapast í fjártæknigeiranum.Vísir/Jacob Eriksson Tæknibreytingar verða til þess að sum störf hverfa en þær jafnframt stuðla að því að verða til nýjar vörur og þjónusta sem aftur leiðir til nýrra starfa Eru þetta störf sem kalla á að fólk hafi einhverja sérstaka menntun eða þekkingu á til dæmis upplýsingatækni og forritun? „Upplýsingatækni mun eðlilega spila stórt hlutverk í fjártæknigeiranum. En það þarf líka frumkvöðla með stórar hugmyndir, þróa vörur til að gera hugmyndirnar að raunveruleika, fólk til að markaðssetja þær, selja, fjármagna, og svo framvegis. Samhliða því verður einnig enn meiri þörf fyrir mannlega færni eins og sköpun, leiðtogahæfni og tilfinningagreind. Það er því alls ekki svo að með aukinni tæknivæðingu séu aðeins tækifæri fyrir fólk með tæknimenntun. Það er einmitt lykilatriði þegar það er verið að þróa vörur eða þjónustu að blanda saman ólíku fólki með mismunandi bakgrunn til þess að ná sem bestum árangri.Fjórða iðnbyltingin er í senn ein helsta áskorun og eitt helsta tækifæri fyrirtækja þar sem tækni gjörbreytir samkeppnisumhverfinu. Tæknibreytingar verða til þess að sum störf hverfa en þær jafnframt stuðla að því að verða til nýjar vörur og þjónusta sem aftur leiðir til nýrra starfa.“ Margt spennandi í gangi hjá íslensku bönkunum Það verður gaman að fylgjast íslensku bönkunum á næstu misserum það að margir þeirra eru með spennandi verkefni í farvatninu sem að ég hlakka til að fylgjast með Eva Björk starfar fyrir Meniga í Svíþjóð. Að hennar sögn eru íslensku bankarnir á svipuðum stað og bankar á Norðurlöndunum. Nú hefur þú starfað í Svíþjóð. Finnst þér Norðurlöndin komin lengra en við í breyttu viðhorfi eða þekkingu á þeim breytingum sem framundan eru í banka- og fjármálakerfinu? „Ekkert endilega. Flestir bankar eiga það sameiginlegt að vera stórar stofnanir sem hreyfa sig hægt sama hvar þeir eru. Það má kannski segja að ógnunin sé orðin áþreifanlegri á stærri mörkuðum þar sem áskorendabankar eru þegar farnir að ryðja sér til rúms. En þrátt fyrir hraða tækniþróun þá tekur tíma fyrir kerfisbreytingar, innviði sem og stefnu fyrirtækja að fylgja eftir. Margir bankar kjósa því að vinna með fjártæknifyrirtækjum á borð við Meniga sem gerir þeim kleift að hreyfa sig hraðar. Breytt umhverfi með aukinni tæknivæðingu á að sjálfssögðu ekki bara við um bankanna heldur teygir anga sína í alla starfsemi. Sem dæmi má nefna snjallkassa í matvörubúðum, tryggingaþjónustu og vefverslanir. Bankarnir i Norðurlöndum eru í sömu vegferð og íslensku bankarnir og að fá fást við mikið af sömu áskorununum. Það verður gaman að fylgjast íslensku bönkunum á næstu misserum það að margir þeirra eru með spennandi verkefni í farvatninu sem að ég hlakka til að fylgjast með.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag er fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar.
Íslenskir bankar Fjártækni Tengdar fréttir Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00 Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00
Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00
Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00