Kawhi Leonard fyrstur til að fá Kobe Bryant bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 07:30 Kawhi Leonard með Kobe Bryant bikarinn eftir Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt. Getty/ Jesse D. Garrabrant Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant. Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í leiknum og hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta skiptir mig miklu máli. Ég á ekki orð til að lýsa því. Að vinna fyrsta Kobe Bryant bikarinn. Ég vil þakka Kobe fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Öll löngu spjöllin og æfingarnar. Takk fyrir. Þetta er fyrir hann,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. "Thank you. This one's for him." Kawhi Leonard thanks the late Kobe Bryant upon winning the first-ever Kia NBA All-Star Game Kobe Bryant MVP Award. pic.twitter.com/o8YS1jLRy9— NBA (@NBA) February 17, 2020 Nýju reglurnar voru þannig að eftir þrjá aðskilda leikhluta sem allir byrjuðu í 0-0 þá var spilað upp í 157 stig í lokaleikhlutanum. Liðin hans Giannis Antetokounmpo var 133-124 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana og þurftu LeBron James og félagar því að skora 33 stig til að vinna leikinn. Það tókst. Breytingarnar heppnuðust mjög vel og leikmenn líktu andrúmsloftinu eftir leik eins og að þetta hafi verið leikur í úrslitakeppni. Með því að keppa á fullu fram á síðustu sekúndu þá heiðruðu þeir minningu Kobe Bryant líklega best enda var Kobe þekktur fyrir keppnishörku sína. LeBron James var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Anthony Davis skoraði 20 stig og tók 9 fráköst og Chris Paul kom af bekknum með 23 stig og 6 stoðsendingar á 26 mínútum. Ben Simmons var líka flottur með 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum. Hjá liði Giannis Antetokounmpo var Giannis sjálfur atkvæðamestur með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid var með 22 stig og 10 fráköst. Rudy Gobert kom líka af bekknum með 21 stig og 11 fráköst á 19 mínútum. Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant. Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í leiknum og hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta skiptir mig miklu máli. Ég á ekki orð til að lýsa því. Að vinna fyrsta Kobe Bryant bikarinn. Ég vil þakka Kobe fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Öll löngu spjöllin og æfingarnar. Takk fyrir. Þetta er fyrir hann,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. "Thank you. This one's for him." Kawhi Leonard thanks the late Kobe Bryant upon winning the first-ever Kia NBA All-Star Game Kobe Bryant MVP Award. pic.twitter.com/o8YS1jLRy9— NBA (@NBA) February 17, 2020 Nýju reglurnar voru þannig að eftir þrjá aðskilda leikhluta sem allir byrjuðu í 0-0 þá var spilað upp í 157 stig í lokaleikhlutanum. Liðin hans Giannis Antetokounmpo var 133-124 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana og þurftu LeBron James og félagar því að skora 33 stig til að vinna leikinn. Það tókst. Breytingarnar heppnuðust mjög vel og leikmenn líktu andrúmsloftinu eftir leik eins og að þetta hafi verið leikur í úrslitakeppni. Með því að keppa á fullu fram á síðustu sekúndu þá heiðruðu þeir minningu Kobe Bryant líklega best enda var Kobe þekktur fyrir keppnishörku sína. LeBron James var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Anthony Davis skoraði 20 stig og tók 9 fráköst og Chris Paul kom af bekknum með 23 stig og 6 stoðsendingar á 26 mínútum. Ben Simmons var líka flottur með 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum. Hjá liði Giannis Antetokounmpo var Giannis sjálfur atkvæðamestur með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid var með 22 stig og 10 fráköst. Rudy Gobert kom líka af bekknum með 21 stig og 11 fráköst á 19 mínútum.
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira