Með menntun og dýrmæta reynslu í starfslokaráðgjöf og atvinnuleit Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 09:00 Geirlaug Jóhannsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Hagvangs. Vísir/Vilhelm „Í samtalinu veitum við ráðgjöf um ýmis hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleit, svo sem við gerð ferilskrár, til dæmis hvernig best er að raða upplýsingum svo þær verði sem aðgengilegastar, hvaða upplýsingar þurfa að koma fram og hverju má sleppa,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir ráðgjafi og einn eiganda Hagvangs aðspurð um það út á hvað starfslokaráðgjöf gengur en það er þjónusta ætluð fólki sem hefur misst starfið í kjölfar uppsagnar. Geirlaug segir meira að gerast í ráðningum en fólk oft heldur. Að sögn Geirlaugar er markmið starfslokaráðgjafar að beina sjónum fram á við og aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil með því að rýna í styrkleika fólks, reynslu og áhugasvið og nýta þessi atriði síðan sem best í væntanlegri starfsleit. Þá fær fólk einnig ráðgjöf um gerð kynningarbréfs, bæði almennt kynningarbréf og hvernig gera á kynningarbréf þar sem sótt er um tiltekið starf. „Við ræðum vítt og breitt um atvinnutækifæri og hvernig best er að haga sér í atvinnuleit, til dæmis hvernig fólk getur að eigin frumkvæði komið sér á framfæri og þannig aukið líkurnar margfalt á að fá fljótt starf, einnig hvaða miðla þarf að vakta þar sem störf eru auglýst o.s.frv.,“ segir Geirlaug og bætir við „Þá ræðum við um atvinnuviðtöl og hvernig megi undirbúa sig fyrir viðtal og hvað maður ætti að forðast í viðtölum.“ Nú á tímum kórónufaraldurs segir Geirlaug starfslokaráðgjöfina bæði fara fram í húsakynnum Hagvangs en einnig á fjarfundum. Hún segir áhersluna vera á persónulega þjónustu þar sem trúnaður ríkir við hvern einstakling. Oftar en ekki eigi ráðgjafarnir síðan í áframhaldandi traustu samstarfi við fólk sem hefur verið hjá þeim í starfslokaráðgjöf. Ánægjulegast er fyrir okkur að sjá fólk finna nýtt starf og finna starfsgleðina aftur,“ segir Geirlaug. Fjöldi fólks hefur verið á hlutabótum á uppsagnartíma í sumar.Vísir/Vilhelm Þakklæti oft skýring á starfslokaráðgjöf Geirlaug segir algengt að fyrirtæki og stofnanir bjóði starfsfólki sem fær uppsögn upp á ráðgjöf og kosti þannig ráðgjöfina. Með því móti eru fyrirtækin að sýna stuðning og þakklæti, því oftast byggist uppsögn á breytingum sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Ástæður fyrir þeim geta verið margvíslegar,“ segir Geirlaug. Þá segir hún dæmi um að stéttarfélög, til dæmis Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, bjóði sínum félagsmönnum upp á þessa þjónustu. En hvað telur þú nýtast fólki best í þessari ráðgjöf? „Það er mjög einstaklingsbundið hvað nýtist fólki best og við reynum að sníða samtalið að þörfum hvers og eins. Sumir hafa ekki útbúið ferilskrá í jafnvel áratugi. Aðrir mæta með fullbúna ferlilskrá en hafa mesta þörf fyrir að fá aðstoð við að ná árangri í atvinnuviðtölum eða við að átta sig á því hvaða tækifæri eru á markaðnum og hvernig þau geta best sóst eftir þeim. Enn aðrir hafa upplifað mikla höfnun og erfiðar tilfinningar í tengslum við uppsögn og hafa þörf fyrir hvatningu og aðstoð við að setja sér raunhæf markmið í atvinnuleitinni,“ segir Geirlaug. Þá mælir Geirlaug með því að fólk sem er í atvinnuleit sé opið fyrir nýjum tækifærum og líti á það að missa starfið sitt sem ákveðin tímamót. „Við mælum með að fólk sé opið fyrir því að sækja inn á ný mið, þora að skoða tímabundin störf og sækjast eftir nýrri reynslu og að nýta tímamótin til að gera jafnvel eitthvað sem það hefur alltaf langað að til að gera en ekki látið verða af, til dæmis bæta við sig námi samhliða atvinnuleitinni, skoða atvinnutækifæri víða um land eða vinna að viðskiptahugmynd sem það hefur gengið með í maganum í mörg ár,“ segir Geirlaug og bætir við „Þeir fiska sem róa gildir hér eins og svo víða.“ En finnst þér eitthvað einkennandi við þá hópa sem nú eru í atvinnuleit? „Það sem helst einkennir þann hóp sem við hittum þessa dagana og nú er í atvinnuleit er að þetta er mjög hæft fólk með góða menntun og flestir með dýrmæta reynslu,“ segir Geirlaug. Hún segir atvinnugreinar eins og ferðaþjónustuna og starfsemi tengdri henni vissulega í tímabundinni lægð en hefur trú á að þær muni rísa hratt upp að nýju og þrátt fyrir allt sé nú samt vöntun á fólki hjá ýmsum vinnuveitendum. „Við sem störfum við ráðningar alla daga höfum puttann ágætlega á púlsinum og vitum að það er mun meira um ráðningar en margan grunar,“ segir Geirlaug að lokum. Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Stjórnun Tengdar fréttir Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Í samtalinu veitum við ráðgjöf um ýmis hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleit, svo sem við gerð ferilskrár, til dæmis hvernig best er að raða upplýsingum svo þær verði sem aðgengilegastar, hvaða upplýsingar þurfa að koma fram og hverju má sleppa,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir ráðgjafi og einn eiganda Hagvangs aðspurð um það út á hvað starfslokaráðgjöf gengur en það er þjónusta ætluð fólki sem hefur misst starfið í kjölfar uppsagnar. Geirlaug segir meira að gerast í ráðningum en fólk oft heldur. Að sögn Geirlaugar er markmið starfslokaráðgjafar að beina sjónum fram á við og aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil með því að rýna í styrkleika fólks, reynslu og áhugasvið og nýta þessi atriði síðan sem best í væntanlegri starfsleit. Þá fær fólk einnig ráðgjöf um gerð kynningarbréfs, bæði almennt kynningarbréf og hvernig gera á kynningarbréf þar sem sótt er um tiltekið starf. „Við ræðum vítt og breitt um atvinnutækifæri og hvernig best er að haga sér í atvinnuleit, til dæmis hvernig fólk getur að eigin frumkvæði komið sér á framfæri og þannig aukið líkurnar margfalt á að fá fljótt starf, einnig hvaða miðla þarf að vakta þar sem störf eru auglýst o.s.frv.,“ segir Geirlaug og bætir við „Þá ræðum við um atvinnuviðtöl og hvernig megi undirbúa sig fyrir viðtal og hvað maður ætti að forðast í viðtölum.“ Nú á tímum kórónufaraldurs segir Geirlaug starfslokaráðgjöfina bæði fara fram í húsakynnum Hagvangs en einnig á fjarfundum. Hún segir áhersluna vera á persónulega þjónustu þar sem trúnaður ríkir við hvern einstakling. Oftar en ekki eigi ráðgjafarnir síðan í áframhaldandi traustu samstarfi við fólk sem hefur verið hjá þeim í starfslokaráðgjöf. Ánægjulegast er fyrir okkur að sjá fólk finna nýtt starf og finna starfsgleðina aftur,“ segir Geirlaug. Fjöldi fólks hefur verið á hlutabótum á uppsagnartíma í sumar.Vísir/Vilhelm Þakklæti oft skýring á starfslokaráðgjöf Geirlaug segir algengt að fyrirtæki og stofnanir bjóði starfsfólki sem fær uppsögn upp á ráðgjöf og kosti þannig ráðgjöfina. Með því móti eru fyrirtækin að sýna stuðning og þakklæti, því oftast byggist uppsögn á breytingum sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Ástæður fyrir þeim geta verið margvíslegar,“ segir Geirlaug. Þá segir hún dæmi um að stéttarfélög, til dæmis Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, bjóði sínum félagsmönnum upp á þessa þjónustu. En hvað telur þú nýtast fólki best í þessari ráðgjöf? „Það er mjög einstaklingsbundið hvað nýtist fólki best og við reynum að sníða samtalið að þörfum hvers og eins. Sumir hafa ekki útbúið ferilskrá í jafnvel áratugi. Aðrir mæta með fullbúna ferlilskrá en hafa mesta þörf fyrir að fá aðstoð við að ná árangri í atvinnuviðtölum eða við að átta sig á því hvaða tækifæri eru á markaðnum og hvernig þau geta best sóst eftir þeim. Enn aðrir hafa upplifað mikla höfnun og erfiðar tilfinningar í tengslum við uppsögn og hafa þörf fyrir hvatningu og aðstoð við að setja sér raunhæf markmið í atvinnuleitinni,“ segir Geirlaug. Þá mælir Geirlaug með því að fólk sem er í atvinnuleit sé opið fyrir nýjum tækifærum og líti á það að missa starfið sitt sem ákveðin tímamót. „Við mælum með að fólk sé opið fyrir því að sækja inn á ný mið, þora að skoða tímabundin störf og sækjast eftir nýrri reynslu og að nýta tímamótin til að gera jafnvel eitthvað sem það hefur alltaf langað að til að gera en ekki látið verða af, til dæmis bæta við sig námi samhliða atvinnuleitinni, skoða atvinnutækifæri víða um land eða vinna að viðskiptahugmynd sem það hefur gengið með í maganum í mörg ár,“ segir Geirlaug og bætir við „Þeir fiska sem róa gildir hér eins og svo víða.“ En finnst þér eitthvað einkennandi við þá hópa sem nú eru í atvinnuleit? „Það sem helst einkennir þann hóp sem við hittum þessa dagana og nú er í atvinnuleit er að þetta er mjög hæft fólk með góða menntun og flestir með dýrmæta reynslu,“ segir Geirlaug. Hún segir atvinnugreinar eins og ferðaþjónustuna og starfsemi tengdri henni vissulega í tímabundinni lægð en hefur trú á að þær muni rísa hratt upp að nýju og þrátt fyrir allt sé nú samt vöntun á fólki hjá ýmsum vinnuveitendum. „Við sem störfum við ráðningar alla daga höfum puttann ágætlega á púlsinum og vitum að það er mun meira um ráðningar en margan grunar,“ segir Geirlaug að lokum.
Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Stjórnun Tengdar fréttir Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00