Grikkir ætla að reisa tálma undan ströndum Lesbos til að stöðva flóttafólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 20:17 Milljónir flóttamanna hafa hætt sér yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku í von um að komast til Grikklands eða annarra Evrópuríkja. epa/KAY NIETFELD Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Ríkisstjórnin greindi frá fyrirætlunum sínum á þriðjudag eftir að hafa heitið því að vera strangari í stefnu sinni gagnvart óskráðum innflytjendum í landinu. Flóttamannabúðir á Lesbos eru yfirfullar.EPA/DIMITRIS TOSIDIS Tálminn verður 2,7 km langur og mun rísa út af ströndum Lesbos, eyju sem vakti mikla athygli þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi stóð sem hæst og nærri milljón flóttamanna sigldi að ströndum eyjunnar. Tálminn mun gnæfa fimmtíu metra yfir sjávarmáli, á milli mastranna verða strengd net og sjórinn í kring verður lýstur upp af ljóskösturum til að tryggja strendur Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Nikos Panagiotopoulos sagði í samtali við útvarpsstöðina Skai að tálmar líkt og þessi hafi reynst Grikklandi vel og vísaði í gaddavírsgirðinguna sem reist var á landamærum Grikklands við Tyrkland árið 2012 til að tefja hælisleitendur. „Við teljum að þessir flottálmar geti skilað svipuðum árangri. Við erum að reyna að finna lausn á flóttamannastraumnum.“ Smábarn í flóttamannabúðum á Lesbos.epa/ORESTIS PANAGIOTOU Amnesty International hefur gagnrýnt áætlunina harðlega og vöruðu við því að tálminn yki hættuna sem hælisleitendur þurfi að mæta á vegferð sinni að auknu öryggi. Þá lýsti Dimitris Vitsas, fyrrverandi ráðherra sem fór með mál innflytjenda í Grikklandi, tálmanum sem „heimskulegri hugmynd“ sem myndi ekki virka sem skyldi. „Sú hugmynd að slík girðing af þessari lengd muni virka er gjörsamlega fáránleg,“ sagði hann. „Hún mun ekki stöðva neinn við að fara yfir hafið.“ Fleiri innflytjendur og flóttafólk hafa komið til Grikklands síðustu ár en nokkurs annars Evrópulands og hafa smyglarar flutt fólk frá ströndum Tyrklands til grískra eyja í miklu mæli. Meira en 44 þúsund einstaklingar eru í flóttamannabúðum á eyjunum en þær eiga aðeins að geta hýst 5.400 einstaklinga. Mannréttindasamtök hafa lýst ástandinu í búðunum sem átakanlegu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28 EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30 Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Ríkisstjórnin greindi frá fyrirætlunum sínum á þriðjudag eftir að hafa heitið því að vera strangari í stefnu sinni gagnvart óskráðum innflytjendum í landinu. Flóttamannabúðir á Lesbos eru yfirfullar.EPA/DIMITRIS TOSIDIS Tálminn verður 2,7 km langur og mun rísa út af ströndum Lesbos, eyju sem vakti mikla athygli þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi stóð sem hæst og nærri milljón flóttamanna sigldi að ströndum eyjunnar. Tálminn mun gnæfa fimmtíu metra yfir sjávarmáli, á milli mastranna verða strengd net og sjórinn í kring verður lýstur upp af ljóskösturum til að tryggja strendur Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Nikos Panagiotopoulos sagði í samtali við útvarpsstöðina Skai að tálmar líkt og þessi hafi reynst Grikklandi vel og vísaði í gaddavírsgirðinguna sem reist var á landamærum Grikklands við Tyrkland árið 2012 til að tefja hælisleitendur. „Við teljum að þessir flottálmar geti skilað svipuðum árangri. Við erum að reyna að finna lausn á flóttamannastraumnum.“ Smábarn í flóttamannabúðum á Lesbos.epa/ORESTIS PANAGIOTOU Amnesty International hefur gagnrýnt áætlunina harðlega og vöruðu við því að tálminn yki hættuna sem hælisleitendur þurfi að mæta á vegferð sinni að auknu öryggi. Þá lýsti Dimitris Vitsas, fyrrverandi ráðherra sem fór með mál innflytjenda í Grikklandi, tálmanum sem „heimskulegri hugmynd“ sem myndi ekki virka sem skyldi. „Sú hugmynd að slík girðing af þessari lengd muni virka er gjörsamlega fáránleg,“ sagði hann. „Hún mun ekki stöðva neinn við að fara yfir hafið.“ Fleiri innflytjendur og flóttafólk hafa komið til Grikklands síðustu ár en nokkurs annars Evrópulands og hafa smyglarar flutt fólk frá ströndum Tyrklands til grískra eyja í miklu mæli. Meira en 44 þúsund einstaklingar eru í flóttamannabúðum á eyjunum en þær eiga aðeins að geta hýst 5.400 einstaklinga. Mannréttindasamtök hafa lýst ástandinu í búðunum sem átakanlegu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28 EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30 Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28
EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30
Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59