Dusty og FH Keppa til úrslita í League of Legends á Reykjavíkurleikunum Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2020 14:00 Dusty mætir FH í úrslitum Reykjavíkurleikanna, laugardaginn 1. febrúar klukkan 14:00. RIG Úrslitin ráðast á rafíþróttahluta Reykjavík International Games nú um helgina þar sem bestu rafíþróttamenn landsins mætast uppi á sviði í Háskólabíó til að fá úr því skorið hver fer með sigur af hólmi á stærsta rafíþróttaviðburði landsins. Í ár er keppt í þremur greinum, FIFA 20, League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive og tóku yfir 250 manns þátt á leikunum. Helgina 25. Og 26. janúar var undankeppnin spiluð í League of Legends. Alls mættu ellefu lið til leiks og spiluðu upp á hvaða lið mætast í úrslitum uppi á sviði í Háskólabíó laugardaginn 1. febrúar. Í átta liða úrslitum ber helst að nefna leik KR og Fylkis. Fylkir hafði betur í fyrsta leik liðanna eftir að vera undir meirihluta leiksins. KR komu sterkir til baka og sigruðu næstu 2 leiki til að komast áfram í undanúrslit. Í undanúrslitum mættust Dusty (sigurvegarar haust deildar Lenovo Deildarinnar 2019) og 4Þ1S (sigurvegarar haust deildarinnar í fyrstu deild 2019). Í fyrsta leik hafði Dusty yfirhöndina framanaf en seint í leiknum brást þeim bogalistin og 4Þ1S náðu að koma sér inn í leikinn aftur. Það dugði þó ekki og hafði Dusty betur í fyrsta leiknum. Í leik tvö hafði Dusty yfirhöndina allan tímann og sigraði hann örugglega. Í hinni viðureign dagsins mættust FH og KR. FH var í öðru sæti í haustdeild Lenovo Deildarinnar 2019 en KR í því þriðja. KR átti því harma að hefna frá því liðin mættust síðast. Eftir mjög jafna baráttu var FH þó skrefi á undan í báðum leikjunum og vann viðureignina frekar örugglega, 2-0. Dusty mætir því FH í úrslitum Reykjavíkurleikanna, laugardaginn 1. febrúar klukkan 14:00. Liðin mættust síðast í úrslitum haustdeildar Lenovo Deildarinnar þar sem Dusty sigraði viðureignina 3-0. Eftir helgina er greinilegt að FHingar koma tvíefldir inn í þetta mót og ætla að sýna Dusty mönnum að þeirra tími á toppnum sé liðinn. Hægt er að horfa á leiki undanúrslita á Twitch rás League of Legends lýsandans Siggó. Hægt er að fylgjast með úrslitum í League of Legends í eigin persónu í Háskólabíó, laugardaginn 1. Febrúar og fer miðasala fram við hurð eða á tix.is Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá úrslitum League of Legends á Vísi og á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Birtir fyrstu myndina af sér með Rob Holding Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Úrslitin ráðast á rafíþróttahluta Reykjavík International Games nú um helgina þar sem bestu rafíþróttamenn landsins mætast uppi á sviði í Háskólabíó til að fá úr því skorið hver fer með sigur af hólmi á stærsta rafíþróttaviðburði landsins. Í ár er keppt í þremur greinum, FIFA 20, League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive og tóku yfir 250 manns þátt á leikunum. Helgina 25. Og 26. janúar var undankeppnin spiluð í League of Legends. Alls mættu ellefu lið til leiks og spiluðu upp á hvaða lið mætast í úrslitum uppi á sviði í Háskólabíó laugardaginn 1. febrúar. Í átta liða úrslitum ber helst að nefna leik KR og Fylkis. Fylkir hafði betur í fyrsta leik liðanna eftir að vera undir meirihluta leiksins. KR komu sterkir til baka og sigruðu næstu 2 leiki til að komast áfram í undanúrslit. Í undanúrslitum mættust Dusty (sigurvegarar haust deildar Lenovo Deildarinnar 2019) og 4Þ1S (sigurvegarar haust deildarinnar í fyrstu deild 2019). Í fyrsta leik hafði Dusty yfirhöndina framanaf en seint í leiknum brást þeim bogalistin og 4Þ1S náðu að koma sér inn í leikinn aftur. Það dugði þó ekki og hafði Dusty betur í fyrsta leiknum. Í leik tvö hafði Dusty yfirhöndina allan tímann og sigraði hann örugglega. Í hinni viðureign dagsins mættust FH og KR. FH var í öðru sæti í haustdeild Lenovo Deildarinnar 2019 en KR í því þriðja. KR átti því harma að hefna frá því liðin mættust síðast. Eftir mjög jafna baráttu var FH þó skrefi á undan í báðum leikjunum og vann viðureignina frekar örugglega, 2-0. Dusty mætir því FH í úrslitum Reykjavíkurleikanna, laugardaginn 1. febrúar klukkan 14:00. Liðin mættust síðast í úrslitum haustdeildar Lenovo Deildarinnar þar sem Dusty sigraði viðureignina 3-0. Eftir helgina er greinilegt að FHingar koma tvíefldir inn í þetta mót og ætla að sýna Dusty mönnum að þeirra tími á toppnum sé liðinn. Hægt er að horfa á leiki undanúrslita á Twitch rás League of Legends lýsandans Siggó. Hægt er að fylgjast með úrslitum í League of Legends í eigin persónu í Háskólabíó, laugardaginn 1. Febrúar og fer miðasala fram við hurð eða á tix.is Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá úrslitum League of Legends á Vísi og á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Birtir fyrstu myndina af sér með Rob Holding Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira