Hélt 23 börnum í gíslingu eftir að hafa boðið þeim í „afmælisveislu“ Sylvía Hall skrifar 31. janúar 2020 14:06 Lögreglustöðin í Farrukhabad. Vísir/Getty Eftir tíu tíma lögregluaðgerðir var Subhash Batham skotinn til bana á heimili sínu í indversku borginni Farrukhabad. Batham hafði haldið 23 börnum í gíslingu eftir að hafa talið þeim trú um að hann væri að halda afmælisveislu fyrir ársgamla dóttur sína. Lögreglumenn höfðu reynt að fá Batham til þess að láta börnin laus og stóðu viðræður yfir í um það bil tíu klukkustundir. Þegar það bar ekki árangur neyddust þeir til þess að brjóta sér leið inn í bygginguna þar sem hann var skotinn til bana. Kona Batham flúði vettvang en varð fyrir árás borgarbúa sem grýttu hana til dauða. Að sögn lögreglu var kastað í hana steinum og múrsteinum. Hún hafði alvarlega áverka á höfði og hafði misst mikið blóð þegar hún var færð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Kenndi nágrönnum um handtöku í morðmáli Batham hafði haldið börnunum í kjallara hússins að því er fram kemur á vef The Times of India. 22 börnum á aldrinum sex mánaða til fimmtán ára var bjargað og þeim í kjölfarið komið í öruggt skjól. Batham hafði sleppt einu barni fyrr, sex mánaða gamalli stúlku, og var hún látin laus eftir sjö klukkustundir. Í kjallaranum fannst töluvert magn skotvopna en Batham hafði reynt að skjóta á lögreglumenn þegar þeir brutu sér leið inn í húsið. Í samtali við BBC lýsir blaðamaðurinn Deepak Kumar Srivastava aðstæðum á vettvangi. Hann segir íbúa hverfisins hafa verið óttaslegna alla nóttina, en gíslatökunni lauk rétt eftir miðnætti. Hann segir Batham hafa skipulagt gíslatökuna sem hefnd fyrir handtöku í morðmáli. „Hann trúði því að íbúarnir bæru ábyrgð á því að hann hafi verið handtekinn fyrir morð og vildi hefna sín,“ sagði Srivastava en Batham hafði verið látinn laus gegn tryggingu. Indland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Eftir tíu tíma lögregluaðgerðir var Subhash Batham skotinn til bana á heimili sínu í indversku borginni Farrukhabad. Batham hafði haldið 23 börnum í gíslingu eftir að hafa talið þeim trú um að hann væri að halda afmælisveislu fyrir ársgamla dóttur sína. Lögreglumenn höfðu reynt að fá Batham til þess að láta börnin laus og stóðu viðræður yfir í um það bil tíu klukkustundir. Þegar það bar ekki árangur neyddust þeir til þess að brjóta sér leið inn í bygginguna þar sem hann var skotinn til bana. Kona Batham flúði vettvang en varð fyrir árás borgarbúa sem grýttu hana til dauða. Að sögn lögreglu var kastað í hana steinum og múrsteinum. Hún hafði alvarlega áverka á höfði og hafði misst mikið blóð þegar hún var færð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Kenndi nágrönnum um handtöku í morðmáli Batham hafði haldið börnunum í kjallara hússins að því er fram kemur á vef The Times of India. 22 börnum á aldrinum sex mánaða til fimmtán ára var bjargað og þeim í kjölfarið komið í öruggt skjól. Batham hafði sleppt einu barni fyrr, sex mánaða gamalli stúlku, og var hún látin laus eftir sjö klukkustundir. Í kjallaranum fannst töluvert magn skotvopna en Batham hafði reynt að skjóta á lögreglumenn þegar þeir brutu sér leið inn í húsið. Í samtali við BBC lýsir blaðamaðurinn Deepak Kumar Srivastava aðstæðum á vettvangi. Hann segir íbúa hverfisins hafa verið óttaslegna alla nóttina, en gíslatökunni lauk rétt eftir miðnætti. Hann segir Batham hafa skipulagt gíslatökuna sem hefnd fyrir handtöku í morðmáli. „Hann trúði því að íbúarnir bæru ábyrgð á því að hann hafi verið handtekinn fyrir morð og vildi hefna sín,“ sagði Srivastava en Batham hafði verið látinn laus gegn tryggingu.
Indland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira