Andrés prins sagður ósamvinnuþýður í rannsókninni á Epstein Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2020 21:15 Andrés prins hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Dan Kitwood/Getty Images) Andrés prins, hertoginn af York, hefur reynst afar „ósamvinnuþýður“ í rannsókn bandarískra yfirvalda á barnaníðingnum og viðskiptamanninum Jeffrey Epstein. Þetta hafa erlendir fjölmiðlar eftir saksóknara sem hefur yfirumsjón með rannsókninni. Andrés prins, sem var góðvinur Epstein um árabil, er í fréttum BBC af málinu sagður hafa sýnt lítinn sem engan samstarfsvilja með saksóknurum og alríkislögreglufulltrúum sem fara með rannsóknina. Bæði FBI (alríkislögregla Bandaríkjanna) og ákæruyfirvöld í Bandaríkjunum hafa sett sig í samband við lögmenn prinsins, til þess að ná af honum tali. Það virðist þó ekki hafa gengið. Geoffrey Berman ríkissaksóknari sagði á blaðamannafundi, fyrir utan fyrrum heimili Epstein í dag, að til þessa dags hafi samstarfsvilji Andrésar prins verið enginn. Andrés hafði áður lýst því yfir að hann væri tilbúinn að veita lögreglu aðstoð við rannsóknina á Epstein, sem nú er látinn. Jeffrey Epstein var handtekinn í júlí síðastliðinn, en grunur lék á að hann hefði gerst sekur um mansal, kynferðisbrot gegn börnum og vörslu barnakláms. Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum á Manhattan í New York-borg í ágúst síðastliðnum, þrátt fyrir að hafa átt að vera undir ströngu eftirliti, einmitt vegna þess að talin var hætta á að hann gæti reynt að svipta sig lífi.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Andrés prins, hertoginn af York, hefur reynst afar „ósamvinnuþýður“ í rannsókn bandarískra yfirvalda á barnaníðingnum og viðskiptamanninum Jeffrey Epstein. Þetta hafa erlendir fjölmiðlar eftir saksóknara sem hefur yfirumsjón með rannsókninni. Andrés prins, sem var góðvinur Epstein um árabil, er í fréttum BBC af málinu sagður hafa sýnt lítinn sem engan samstarfsvilja með saksóknurum og alríkislögreglufulltrúum sem fara með rannsóknina. Bæði FBI (alríkislögregla Bandaríkjanna) og ákæruyfirvöld í Bandaríkjunum hafa sett sig í samband við lögmenn prinsins, til þess að ná af honum tali. Það virðist þó ekki hafa gengið. Geoffrey Berman ríkissaksóknari sagði á blaðamannafundi, fyrir utan fyrrum heimili Epstein í dag, að til þessa dags hafi samstarfsvilji Andrésar prins verið enginn. Andrés hafði áður lýst því yfir að hann væri tilbúinn að veita lögreglu aðstoð við rannsóknina á Epstein, sem nú er látinn. Jeffrey Epstein var handtekinn í júlí síðastliðinn, en grunur lék á að hann hefði gerst sekur um mansal, kynferðisbrot gegn börnum og vörslu barnakláms. Epstein framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum á Manhattan í New York-borg í ágúst síðastliðnum, þrátt fyrir að hafa átt að vera undir ströngu eftirliti, einmitt vegna þess að talin var hætta á að hann gæti reynt að svipta sig lífi.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30 Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15
Segja mansal Epstein hafa staðið mun lengur en áður var talið Dómsmálaráðherra Bandarísku Jómfrúareyja segir að Jeffrey Epstein hafi misnotað stúlkur allt niður í tólf ára gamlar á einkaeyjum hans. Dómsmálaráðherrann hefur höfðað mál á hendur dánarbúi Epstein. 15. janúar 2020 23:30
Eyddu upptökum úr klefa Epstein Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. 10. janúar 2020 07:27