Fagnar því að hafa ekki fengið „jólagjöf“ frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2020 11:29 Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. AP/Heo Ran Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25
Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54
Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50
Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27
Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15