„Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 23:15 Egill Einarsson íþróttafræðingur ræddi um heilsu í Ísland í dag. Mynd/Stöð2 Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu. Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu.
Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10