Lögregla í Delhi ber ekki kennsl á árásarmenn en ákærir slasaða stúdenta í staðin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 21:45 Aishe Ghosh, formaður stúdentaráðs Jawarharlal Nehru háskólans, talar á mótmælum með sárabindi um höfuðið eftir árásina. getty/Vipin Kumar Lögreglan í Delhi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna aðgerðaleysis í kjölfar árásar sem gerð var á Jawarharlal Nehru háskólann í höfuðborg Indlands. Enginn úr hópi árásarmanna hefur verið handtekinn en formaður stúdentaráðs háskólans, sem var barin í höfuðið með járnteini í árásinni, hefur verið ákærð fyrir tvö ótengd mál. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Lögregluyfirvöld í borginni hafa verið sökuð um að hafa staðið aðgerðarlaus hjá þegar um fimmtíu grímuklæddir árásarmenn gengu berserksgang á háskólasvæðinu á sunnudagskvöld. Ráðist var á stúdenta og starfsfólk skólans, auk þess sem skemmdarverk voru unnin á byggingum skólans og bílum sem lagt var fyrir utan hann. Meira en þrjátíu slösuðust. Stúdentar mótmæla árásinni sem gerð var á Jawarharlal Nehur háskólann í Delhi.epa/PIYAL ADHIKARY Aishe Ghosh, formaður stúdentaráðsins, hafði einnig leitt mótmæli á háskólasvæðinu vegna hækkandi leigu á stúdentaíbúðum en hún slasaðist í árásinni og þurfti að sauma höfuðáverka sem hún fékk saman með sextán sporum. Á mánudag sagði hún að hún hafi bara lifað árásina af vegna þess að hún hafi látið sig detta niður og þóst vera dáin. „Þeir skemmdu fyrst bíl sem var lagt rétt hjá áður en þeir réðust á okkur. Systur minni tókst að flýja en múgurinn náði mér og vini mínum. Þeir börðu mig fyrst í hausinn með teini áður en þeir fóru að sparka í mig,“ sagði hún. „Ég öskraði á þá að þetta gætu þeir ekki gert en þeir hættu ekki,“ bætti hún við. Ghosh og fleiri stúdentar hafa krafist þess að Jagadish Kumar, aðstoðarrektor háskólans, segi af sér vegna málsins. Lög sem mismuna múslimum Lögreglan í Delhi hefur enn ekki borið kennsl á neinn árásarmannanna. Talsmaður lögreglunnar hefur þó sagt að verið sé að rannsaka myndbönd og spjallþræði á WhatsApp. Á meðan á rannsókn lögreglunnar hefur staðið hefur hún ákært Ghosh og nokkra aðra stúdenta fyrir að hafa ráðist á öryggisverði í öðru atviki á laugardag. Þau eru ásökuð um að hafa unnið skemmdarverk í tölvuherbergi í skólanum og að hafa skemmt ljósleiðarakapla. Sumir stúdentar segja að ABVP, stúdentahreyfing þjóðernissinnaðra stúdentar, beri ábyrgð á árásinni.epa/STR Það er ekki nýtt á nálinni að lögreglan í Indlandi standi hjá aðgerðarlaus í svona málum en þetta nýjasta dæmi um aðgerðarleysi kemur upp þegar mótmælaalda hefur riðið yfir Indland vegna frumvarps sem lagt var fram um lög um ríkisborgara en margir telja frumvarpið beita múslima misrétti. Minnst 23 hafa látist í mótmælunum og tugir þúsunda hafa tekið þátt í þeim. JNU suðupottur andþjóðernishyggju Ríkisstjórn Narendra Modi, sem er þjóðernissinnuð hægristjórn, kynnti tillöguna í síðasta mánuði. Stúdentar hafa leitt mótmælin gegn tillögunni samhliða JNU háskólanum, sem hefur lengi verið tengdur vinstrivæng stjórnmálanna. Þá hafa margir stúdentar við háskólann sem urðu vitni að árásinni borið kennsl á suma árásarmennina sem meðlimi stúdentahreyfingarinnar Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP), sem hefur sterk tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata (BJP). Lögreglan hefur einnig til skoðunar staðhæfingu hópsins Raksha Dal, hóp þjóðernissinnaðra hindúa, um að hann beri ábyrgð á árásinni. „JNU er suðupottur andþjóðernishyggju og -aðgerða. Við getum ekki liðið það. Við tökum fulla ábyrgð á árásinni,“ sagði leiðtogi hópsins, Pinky Chaudhary, í samtali við fréttastofu ANI. Gagnrýnendur BJP hafa ýjað að því að staðhæfing hópsins sé aðeins til þess gerð að stúdentahreyfingin ABVP verði fyrnt ábyrgð í von um að tengsl árásarinnar við BJP flokkinn og ríkisstjórnina verði ekki viðurkennd. Tíu verkalýðsfélög hafa boðað verkföll á morgun til að mótmæla stefnu stjórnvalda sem þau telja ekki gerða með almenning í huga. Búast má við að 250 milljónir Indverja taki þátt í verkfallinu. Indland Tengdar fréttir Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. 6. janúar 2020 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Lögreglan í Delhi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna aðgerðaleysis í kjölfar árásar sem gerð var á Jawarharlal Nehru háskólann í höfuðborg Indlands. Enginn úr hópi árásarmanna hefur verið handtekinn en formaður stúdentaráðs háskólans, sem var barin í höfuðið með járnteini í árásinni, hefur verið ákærð fyrir tvö ótengd mál. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Lögregluyfirvöld í borginni hafa verið sökuð um að hafa staðið aðgerðarlaus hjá þegar um fimmtíu grímuklæddir árásarmenn gengu berserksgang á háskólasvæðinu á sunnudagskvöld. Ráðist var á stúdenta og starfsfólk skólans, auk þess sem skemmdarverk voru unnin á byggingum skólans og bílum sem lagt var fyrir utan hann. Meira en þrjátíu slösuðust. Stúdentar mótmæla árásinni sem gerð var á Jawarharlal Nehur háskólann í Delhi.epa/PIYAL ADHIKARY Aishe Ghosh, formaður stúdentaráðsins, hafði einnig leitt mótmæli á háskólasvæðinu vegna hækkandi leigu á stúdentaíbúðum en hún slasaðist í árásinni og þurfti að sauma höfuðáverka sem hún fékk saman með sextán sporum. Á mánudag sagði hún að hún hafi bara lifað árásina af vegna þess að hún hafi látið sig detta niður og þóst vera dáin. „Þeir skemmdu fyrst bíl sem var lagt rétt hjá áður en þeir réðust á okkur. Systur minni tókst að flýja en múgurinn náði mér og vini mínum. Þeir börðu mig fyrst í hausinn með teini áður en þeir fóru að sparka í mig,“ sagði hún. „Ég öskraði á þá að þetta gætu þeir ekki gert en þeir hættu ekki,“ bætti hún við. Ghosh og fleiri stúdentar hafa krafist þess að Jagadish Kumar, aðstoðarrektor háskólans, segi af sér vegna málsins. Lög sem mismuna múslimum Lögreglan í Delhi hefur enn ekki borið kennsl á neinn árásarmannanna. Talsmaður lögreglunnar hefur þó sagt að verið sé að rannsaka myndbönd og spjallþræði á WhatsApp. Á meðan á rannsókn lögreglunnar hefur staðið hefur hún ákært Ghosh og nokkra aðra stúdenta fyrir að hafa ráðist á öryggisverði í öðru atviki á laugardag. Þau eru ásökuð um að hafa unnið skemmdarverk í tölvuherbergi í skólanum og að hafa skemmt ljósleiðarakapla. Sumir stúdentar segja að ABVP, stúdentahreyfing þjóðernissinnaðra stúdentar, beri ábyrgð á árásinni.epa/STR Það er ekki nýtt á nálinni að lögreglan í Indlandi standi hjá aðgerðarlaus í svona málum en þetta nýjasta dæmi um aðgerðarleysi kemur upp þegar mótmælaalda hefur riðið yfir Indland vegna frumvarps sem lagt var fram um lög um ríkisborgara en margir telja frumvarpið beita múslima misrétti. Minnst 23 hafa látist í mótmælunum og tugir þúsunda hafa tekið þátt í þeim. JNU suðupottur andþjóðernishyggju Ríkisstjórn Narendra Modi, sem er þjóðernissinnuð hægristjórn, kynnti tillöguna í síðasta mánuði. Stúdentar hafa leitt mótmælin gegn tillögunni samhliða JNU háskólanum, sem hefur lengi verið tengdur vinstrivæng stjórnmálanna. Þá hafa margir stúdentar við háskólann sem urðu vitni að árásinni borið kennsl á suma árásarmennina sem meðlimi stúdentahreyfingarinnar Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP), sem hefur sterk tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata (BJP). Lögreglan hefur einnig til skoðunar staðhæfingu hópsins Raksha Dal, hóp þjóðernissinnaðra hindúa, um að hann beri ábyrgð á árásinni. „JNU er suðupottur andþjóðernishyggju og -aðgerða. Við getum ekki liðið það. Við tökum fulla ábyrgð á árásinni,“ sagði leiðtogi hópsins, Pinky Chaudhary, í samtali við fréttastofu ANI. Gagnrýnendur BJP hafa ýjað að því að staðhæfing hópsins sé aðeins til þess gerð að stúdentahreyfingin ABVP verði fyrnt ábyrgð í von um að tengsl árásarinnar við BJP flokkinn og ríkisstjórnina verði ekki viðurkennd. Tíu verkalýðsfélög hafa boðað verkföll á morgun til að mótmæla stefnu stjórnvalda sem þau telja ekki gerða með almenning í huga. Búast má við að 250 milljónir Indverja taki þátt í verkfallinu.
Indland Tengdar fréttir Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. 6. janúar 2020 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. 6. janúar 2020 19:18