Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 11:00 Hugrún Linda Guðmundsdóttir kennir okkur að gera æfingu sem hjálpar okkur að efla bjartsýnina. Vísir/Vilhelm Það koma tímar þar sem fólk upplifir að nánast allar fréttir í fjölmiðlum séu neikvæðar. Vaxandi atvinnuleysi og versnandi horfur segja sumir. Óvissa enn til staðar á mörgum vinnustöðum. Kórónufaraldur enn á fleygi ferð. Hvernig verður haustið og veturinn? Á svona tímum getur verið erfitt að horfa jákvætt á hlutina, vera bjartsýnn og eiga auðvelt með að bretta upp ermar í vinnunni. Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur. Hún segir fólk geta æft sig í að vera bjartsýnt en það að vera bjartsýnn gerir okkur betur kleift að sjá tækifærin og möguleikana frekar en allt sem getur klikkað. Æfing: Taktu eftir hvað gerist! Hugrún gefur okkur ráð til að æfa okkur í þessu með því að gera smá tilraun. „Ég mæli með að gera smá tilraun. Að prófa að setja athyglina í neikvæða átt eins og að öllu því sem gengur illa í lífinu, að því sem þú ræður illa við eða átt erfitt með að gera. Prófaðu svo líka að setja athyglina á það jákvæða í þínu lífi, hvað gengur vel hjá þér og það sem þér finnst auðvelt að gera. Taktu eftir hvað gerist. Hér er munurinn bara sá að þú velur hvar þú setur athyglina þína og líðanin og tilfinningar stjórnast af því. Það er ekkert utanaðkomandi sem hefur breyst, eingöngu þitt sjónarhorn og þitt viðhorf. Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki hugsanir okkar og tilfinningar, hugsanir og tilfinningar koma og fara, við sjáum þær og finnum fyrir þeim en við getum með æfingu stjórnað því hvort við veljum að fara inn í þær og leyfa þeim að yfirtaka okkur eða ekki,“ segir Hugrún Linda. Að sögn Hugrúnar er það svo merkilegt með heilann að hann gerir ekki endilega greinarmun á því hvort um „alvöru ógn“ er að ræða eða „ímyndaða hættu.“ Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því sjálf í hverju áhyggjur eða streitan okkar liggur. Þannig segir Hugrún að neikvæðar hugsanir og tilfinningar eins og áhyggjur og kvíði, kveiki á sömu streituviðbrögðum í líkamanum og þegar um „alvöru ógn“ er að ræða. Þessi vítahringur getur leitt það af sér að eftir viðvarandi tímabil þar sem áhyggjur eru miklar, getur farið að skapast krónísk streita en langvarandi streita getur á endanum þróast út í hina ýmsu sjúkdóma. Hugrún Linda segir það langhlaup að temja hugann en það sé eitthvað sem við eigum að huga að á hverjum degi, rétt eins og að borða og sofa.Vísir/Vilhelm Sjáðu framtíðina fyrir þér Hugrún segir margt áunnið með því að halda í bjartsýnina. Maður eflir gjarnan bjartsýni með því að horfa til framtíðar og sjá tækifærin og möguleikana í stað þess að sjá fyrir sér allt sem getur klikkað,“ segir Hugrún og bætir við „Búðu frekar til sýn í huganum þar sem þú sérð fyrir þér að hlutirnir gangi vel.“ Þannig hvetur Hugrún okkur til að velta því sífellt fyrir okkur hvernig við sjáum framtíðina við bestu mögulegu aðstæður, ímynda okkur hvernig okkur langar að líða, hvað við viljum gera, hvaða fólk okkur langar að hafa í kringum eða hvaða áhugamáli við viljum sinna. Á sama hátt eigum við að hugsa um vinnuna okkar eða starfsferil. „Hugsum um það hvernig vinna myndi henta okkur og hvaða styrkleika við höfum til að komast þangað sem við viljum vera. Þetta er mikil hugarleikfimi en hugurinn er okkar helsta hindrun oft á tíðum,“ segir Hugrún og bætir við „Það er alltaf líklegra að við náum að vinna í þá átt sem við hugsum, þannig að það er góð þjálfun falin í því að velja hugsanir sínar. Hugrún segir jafnframt að ef fólki finnst erfitt eða óþægilegt að horfa of langt fram í tímann er hægt að taka eina viku í einu. Aðalmálið er að hafa von og trú á framtíðinni og vera þakklát fyrir það sem við höfum. „Það er líka bara allt í lagi að staldra aðeins við og treysta. Framtíðin kemur hvort eð er og æðruleysið er ágætt hérna, að gefa eftir stjórnina og treysta. Einblína bara á að gera það sem þú getur til að þessi dagur verði góður, og þá er líklegt að næsti dagur verði það líka,“ segir Hugrún. Hugrún bendir á að það er hægt að fá aðstoð til að þjálfa þessa hluti og mælir með að fólk gefi sér tíma til að skoða hvernig það hugsar og hvernig áhrif hugsanir hafa á líðan. Að temja hugann er langhlaup sem þarf að sinna á hverjum degi eins og að borða og sofa. Góðu ráðin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Það koma tímar þar sem fólk upplifir að nánast allar fréttir í fjölmiðlum séu neikvæðar. Vaxandi atvinnuleysi og versnandi horfur segja sumir. Óvissa enn til staðar á mörgum vinnustöðum. Kórónufaraldur enn á fleygi ferð. Hvernig verður haustið og veturinn? Á svona tímum getur verið erfitt að horfa jákvætt á hlutina, vera bjartsýnn og eiga auðvelt með að bretta upp ermar í vinnunni. Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur. Hún segir fólk geta æft sig í að vera bjartsýnt en það að vera bjartsýnn gerir okkur betur kleift að sjá tækifærin og möguleikana frekar en allt sem getur klikkað. Æfing: Taktu eftir hvað gerist! Hugrún gefur okkur ráð til að æfa okkur í þessu með því að gera smá tilraun. „Ég mæli með að gera smá tilraun. Að prófa að setja athyglina í neikvæða átt eins og að öllu því sem gengur illa í lífinu, að því sem þú ræður illa við eða átt erfitt með að gera. Prófaðu svo líka að setja athyglina á það jákvæða í þínu lífi, hvað gengur vel hjá þér og það sem þér finnst auðvelt að gera. Taktu eftir hvað gerist. Hér er munurinn bara sá að þú velur hvar þú setur athyglina þína og líðanin og tilfinningar stjórnast af því. Það er ekkert utanaðkomandi sem hefur breyst, eingöngu þitt sjónarhorn og þitt viðhorf. Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki hugsanir okkar og tilfinningar, hugsanir og tilfinningar koma og fara, við sjáum þær og finnum fyrir þeim en við getum með æfingu stjórnað því hvort við veljum að fara inn í þær og leyfa þeim að yfirtaka okkur eða ekki,“ segir Hugrún Linda. Að sögn Hugrúnar er það svo merkilegt með heilann að hann gerir ekki endilega greinarmun á því hvort um „alvöru ógn“ er að ræða eða „ímyndaða hættu.“ Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því sjálf í hverju áhyggjur eða streitan okkar liggur. Þannig segir Hugrún að neikvæðar hugsanir og tilfinningar eins og áhyggjur og kvíði, kveiki á sömu streituviðbrögðum í líkamanum og þegar um „alvöru ógn“ er að ræða. Þessi vítahringur getur leitt það af sér að eftir viðvarandi tímabil þar sem áhyggjur eru miklar, getur farið að skapast krónísk streita en langvarandi streita getur á endanum þróast út í hina ýmsu sjúkdóma. Hugrún Linda segir það langhlaup að temja hugann en það sé eitthvað sem við eigum að huga að á hverjum degi, rétt eins og að borða og sofa.Vísir/Vilhelm Sjáðu framtíðina fyrir þér Hugrún segir margt áunnið með því að halda í bjartsýnina. Maður eflir gjarnan bjartsýni með því að horfa til framtíðar og sjá tækifærin og möguleikana í stað þess að sjá fyrir sér allt sem getur klikkað,“ segir Hugrún og bætir við „Búðu frekar til sýn í huganum þar sem þú sérð fyrir þér að hlutirnir gangi vel.“ Þannig hvetur Hugrún okkur til að velta því sífellt fyrir okkur hvernig við sjáum framtíðina við bestu mögulegu aðstæður, ímynda okkur hvernig okkur langar að líða, hvað við viljum gera, hvaða fólk okkur langar að hafa í kringum eða hvaða áhugamáli við viljum sinna. Á sama hátt eigum við að hugsa um vinnuna okkar eða starfsferil. „Hugsum um það hvernig vinna myndi henta okkur og hvaða styrkleika við höfum til að komast þangað sem við viljum vera. Þetta er mikil hugarleikfimi en hugurinn er okkar helsta hindrun oft á tíðum,“ segir Hugrún og bætir við „Það er alltaf líklegra að við náum að vinna í þá átt sem við hugsum, þannig að það er góð þjálfun falin í því að velja hugsanir sínar. Hugrún segir jafnframt að ef fólki finnst erfitt eða óþægilegt að horfa of langt fram í tímann er hægt að taka eina viku í einu. Aðalmálið er að hafa von og trú á framtíðinni og vera þakklát fyrir það sem við höfum. „Það er líka bara allt í lagi að staldra aðeins við og treysta. Framtíðin kemur hvort eð er og æðruleysið er ágætt hérna, að gefa eftir stjórnina og treysta. Einblína bara á að gera það sem þú getur til að þessi dagur verði góður, og þá er líklegt að næsti dagur verði það líka,“ segir Hugrún. Hugrún bendir á að það er hægt að fá aðstoð til að þjálfa þessa hluti og mælir með að fólk gefi sér tíma til að skoða hvernig það hugsar og hvernig áhrif hugsanir hafa á líðan. Að temja hugann er langhlaup sem þarf að sinna á hverjum degi eins og að borða og sofa.
Góðu ráðin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira