Arftaki McLaren F1 er hinn 650 hestafla T50 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. ágúst 2020 07:00 Gordon Murray Automotive T50. Gordon Murray hefur hannað ofurbíl sem er verðugur arftaki McLaren F1 sem Murray hannaði einnig og kom út árið 1992. Hulunni hefur nú verið svipt af T50 sem eins og F1 er með bílstjórasætið í miðjunni og tvö aftursæti. T50 er samkvæmt Murray sjálfum „hreinræktaðasti og mesti ökumanns miðaði bíll sem hefur verið smíðaður“. Hann er léttur, með vélina á milli öxla og almennt úr koltrefjum (e. carbon fiber). Nafnið, T50 kemur til vegna þess að þetta er fimmtugasti bíllinn sem Murray hannar á yfir hálfrar aldar ferli. Bílstjórasætið í T50 er miðjusett eins og í McLaren F1 bílnum sem Murray hannaði og kom út árið 1992. Bíllinn notar endurbætta og fágaða útgáfu af kjölsoginu sem styðst við viftu aftan á bílnum. Tæknin var fyrst notuð á Brabham BT46B Formúlu 1 bílnum árið 1978. Bíll sem síðar var tekinn úr umferð í Formúlu 1 eftir einungis eina keppni, sænska kappaksturinn sem fram fór þann 17. júní 1978, þar sem Niki Lauda vann með rúmlega hálfrar mínútu forskoti á bílnum. Bíllinn var tekinn úr keppni eftir þessa einu keppni af pólitískum ástæðum. T50 er búinn 650 hestafla Cosworth vél, V12 sem snýst allt að 12,100 snúninga. Bíllinn verður smíðaður í 100 eintökum fyrir götuna, í Surrey í Bretlandi í Gordon Murray Automotive verksmiðjunni. Bíllinn er beinskiptur, sex gíra. Gordon Murray, maðurinn á bak við T50, situr í hurðaopinu á bílnum. Fyrsti bíllinn á að skila sér til eiganda í janúar árið 2022. Allir bílarnir verða framleiddir það ár. bílanna lýkur verða smíðaðir 25 harðkjarna kappakstursbílar. Murray segir að það væri skemmtilegt ef bíllinn gæti tekið þátt í kappakstri en vill ekki gefa neitt út um hvaða mótaröð hann hefur í huga. Bíllinn er miðaður að því að vera nothæfur í amstri hversdagsins, þrátt fyrir að vera ofurbíll. Hann hefur því að geyma þónokkuð farangursrými fyrir bíl í þessum flokki. Verðið T50 kostar 2,8 milljónir sterlingspunda, andvirði tæplega 497 milljóna króna. En það þarf að hafa hraðar hendur, flestir bílarnir eru þegar seldir, innborgunin er 600.000 sterlingspund eða 106,5 milljónir króna. Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent
Gordon Murray hefur hannað ofurbíl sem er verðugur arftaki McLaren F1 sem Murray hannaði einnig og kom út árið 1992. Hulunni hefur nú verið svipt af T50 sem eins og F1 er með bílstjórasætið í miðjunni og tvö aftursæti. T50 er samkvæmt Murray sjálfum „hreinræktaðasti og mesti ökumanns miðaði bíll sem hefur verið smíðaður“. Hann er léttur, með vélina á milli öxla og almennt úr koltrefjum (e. carbon fiber). Nafnið, T50 kemur til vegna þess að þetta er fimmtugasti bíllinn sem Murray hannar á yfir hálfrar aldar ferli. Bílstjórasætið í T50 er miðjusett eins og í McLaren F1 bílnum sem Murray hannaði og kom út árið 1992. Bíllinn notar endurbætta og fágaða útgáfu af kjölsoginu sem styðst við viftu aftan á bílnum. Tæknin var fyrst notuð á Brabham BT46B Formúlu 1 bílnum árið 1978. Bíll sem síðar var tekinn úr umferð í Formúlu 1 eftir einungis eina keppni, sænska kappaksturinn sem fram fór þann 17. júní 1978, þar sem Niki Lauda vann með rúmlega hálfrar mínútu forskoti á bílnum. Bíllinn var tekinn úr keppni eftir þessa einu keppni af pólitískum ástæðum. T50 er búinn 650 hestafla Cosworth vél, V12 sem snýst allt að 12,100 snúninga. Bíllinn verður smíðaður í 100 eintökum fyrir götuna, í Surrey í Bretlandi í Gordon Murray Automotive verksmiðjunni. Bíllinn er beinskiptur, sex gíra. Gordon Murray, maðurinn á bak við T50, situr í hurðaopinu á bílnum. Fyrsti bíllinn á að skila sér til eiganda í janúar árið 2022. Allir bílarnir verða framleiddir það ár. bílanna lýkur verða smíðaðir 25 harðkjarna kappakstursbílar. Murray segir að það væri skemmtilegt ef bíllinn gæti tekið þátt í kappakstri en vill ekki gefa neitt út um hvaða mótaröð hann hefur í huga. Bíllinn er miðaður að því að vera nothæfur í amstri hversdagsins, þrátt fyrir að vera ofurbíll. Hann hefur því að geyma þónokkuð farangursrými fyrir bíl í þessum flokki. Verðið T50 kostar 2,8 milljónir sterlingspunda, andvirði tæplega 497 milljóna króna. En það þarf að hafa hraðar hendur, flestir bílarnir eru þegar seldir, innborgunin er 600.000 sterlingspund eða 106,5 milljónir króna.
Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent