Ghost of Tsushima: Frábært bardagakerfi stendur upp úr í frábærum leik Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 09:10 Jin Sakai er mega töffari og það er ekkert skrítið að Mongólar skuli óttast hann. Sucker Punch Ghost of Tsushima er mjög skemmtilegur leikur frá Sucker Punch sem byggir á frábæru bardagakerfi og geggjuðu andrúmslofti. Endurtekningar í opnum heimi leiksins og slöpp gervigreind kemur þó stundum niður á upplifuninni sem GoTs er. Vegna sumarfrís er ég að vísu smá seinn í þetta partí en ég veit að þið hafið beðið með óþreyju. Leikurinn fjallar um lávarðinn og samúræjann unga Jin Sakai og baráttu hans og annarra gegn innrás Kublai Khan á þrettándu öldinni. Eftir að gjörtapa fyrstu orrustunni gegn mongólunum og deyja næstum því þarf Jin að leggja gildi samúræja til hliðar og berjast gegn innrásinni úr skuggunum. Eins og áður segir gerist GoTs í opnum heimi og er augljóst að starfsmenn Sucker Punch hafa fengið ansi mikið lánað frá öðrum slíkum leikjum. Maður þarf að eyða miklum tíma í klifra og sveifla sér upp kletti og elta fugla og refi til að bæta Jin og búnað hans. Einnig þarf að safna birgðum og aðföngum eins og járni, klæðum, leðri og stáli til að bæta sverð og brynjur Jin. Þetta er allt eftir formúlu sem við þekkjum flest mjög vel nú orðið. GoTs fær mikið af láni frá Assassin's Creed, Witcher, Batman Arkham leikjunum, Spider-Man, God of War, Red Dead Redemption og kannski sérstaklega Middle-Earth: Shadow of Mordor, sem gengur einnig út á að slátra óvinum úr skuggunum. Leikir sem þessir virka oft vel og til marks um það hefur GoTs sett sölumet fyrir Playstation. Opinn heimur GoTs er ekki jafn lifandi og heimur RDR2 en þessir heimar eru báðir mjög fallegir. Það er hins vegar eitthvað við andrúmsloftið í GoTs sem mér finnst standa upp úr. Það er mjög flott og jafnvel fallegt. Sumir leikir eru meistaraverk sögusköpunnar og listrænnar tjáningar, eins og RDR2. Aðrir leikir eru góðir, án þess að vera einhver meistaraverk, og bara þrususkemmtilegir. GoTs er í þeim flokki. Ghost of Tsushmia er einkar fallegur leikur.Sucker Punch Það er einnig hægt að leika sér með andrúmsloft GoTs og til dæmis spila leikinn eins og gamla svarthvíta samúræjamynd. Hafa talsetningu leiksins á japönsku og sérstakan kvikmynda-filter. Það þykir mér temmilega skemmtilegt. Það er nýmóðins og sérstakt en það er ekki séns að ég nenni því til lengdar. Kannski næst þegar ég spila. Ég mun spila leikinn aftur. Framúrskarandi bardagakerfi Hápunktur Ghost of Tsushima er samt án efa bardagakerfi leiksins. Það er einfaldlega framúrskarandi í framkvæmd og skilar fáránlega skemmtilegum bardögum sem eru skemmtilegastir þegar þeir eru krefjandi, án þess að vera pirrandi. Spilurum er gefið val á því að spila sem ninjur eða samúræjar og sníða hæfileika Jin eftir hentisemi. Ninjur laumast um í háu grasi og á húsþökum og drepa einangraða Mongóla þar til þeir eru allir dauðir. Samúræjar stinga menn ekki í bakið heldur berjast við þá eins og heiðursmenn. Þess vegna deyja þeir nánast allir í upphafi leiksins. Ég hef verið að spila sem ninja en það er nánast ómögulegt að gera það eingöngu, því í sannleikanum sagt er mun skemmtilegra að labba upp að hliði herstöðva Mongóla, skora alla á hólm og berjast við þá á jöfnum grundvelli. Það eru margar tegundir óvina í GoTs, eins og í öllum svipuðum leikjum. Sumir bera lítil sverð, aðrir stór. Svo eru gaurar með lítil spjót og aðrir stór. Bogamenn, risavaxnir karlar með axir og svo mætti lengi telja. Allir þessir karlar berjast með mismunandi hætti og Jin þarf að læra mismunandi bardagaaðferðir (e. Stance) til að takast á við þennan fjölbreytileika. Í stórum bardögum þarf maður oft að skipta um stance, eftir því hvernig óvinir maður er að berjast við á tilteknum tíma, því oftar en ekki er Jin umkringdur af margs konar óvinum. Jin getur varist árásum með því að koma sér undan þeim eða með því að bera þau af sér með sverði sínu. Sé bæði tímasett vel getur Jin skilað af sér gagnárás sem veldur miklum skaða. Það er fátt skemmtilegra í GoTs en að ná þessu og þar með vera ógeðslega töff. Ég hugsaði án gríns í gærkvöldi að ég vonaðist til þess að einhver nágranni minn væri að horfa inn um gluggann hjá mér. Þannig gæti viðkomandi séð hvað ég væri góður í leiknum og þar með ógeðslega töff líka. Sem ég btw var. Ég var ógeðslega góður og töff. Þá komum við að göllum Ghost of Tsushima. Þeir eru ekkert svo margir og fyrirferðarmiklir. Sá versti er líklegast gervigreind óvina Jin. Hún er oft ekki upp á marga fiska. Sérstaklega þegar kemur að því að laumast um. Ef mongólarnir sjá dauða félaga hlaupa þeir oft um eins og hauslausar hænur þar til þeir virðast gleyma því að þeir hafi fundið lík. Ég skil ekki mongólsku en ég held að vondu karlarnir segi þá: „Æi, hvað var ég aftur að gera? Skiptir ekki máli. Best að stoppa og labba einn í átt að háa grasinu þarna, þar sem hatturinn stendur upp úr, og snúa bakinu í það.“ Þó þeir séu einir eftir í heilu herstöðvunum og líkin liggi í haugum í kringum þá, hætta þeir á endanum að leita að manni og byrja aftur að kyrja fallega tónlist eða spila á hljóðfæri. Þessi galli á reyndar við flesta laumupúkaleiki sem gerast í opnum heimi en það er engin afsökun. Þetta er orðið þreytandi. Þegar þeir eru á varðbergi ferðast óvinir Jin þó saman í pörum og snúa bökum saman, sem mér þykir sérstaklega ánægjulegt. Bardagakerfi leiksins er í stuttu máli sagt, geggjað!Sucker Punch Annar galli leiksins snýr að þessum fallega og opna heimi. Eins og gengur og gerist með leiki sem þessa er kort leiksins stórt og maður þarf að verja leiðinlega miklum tíma í að eltast við eitthvað kjaftæði á kortinu og klára að leysa pirrandi þrautir, semja ljóð og elta refi. Klifrið er líklega það mest pirrandi. Sem platformer er leikurinn ekkert svakalega góður og verstu hlutar GoTs eru þegar maður er þvingaður til að klifra einhverja kletta. Það er klunky og illa gert, ef satt skal segja. Ég veit ekki hve oft ég hef lent í því að sveifla mér eða stökkva fram af kletti, sem ég átti að hitta, það var bara leikurinn sem klúðraði því. Ekki ég. Sannleikurinn er þó sá að ég hef verið fljótur að gleyma þessum göllum og nokkrum öðrum um leið og bardagarnir byrja. Samantekt-ish Það er óhætt að segja að Ghost of Tsushima sé mjög skemmtilegur leikur. Það er endurspeglað af því að á Metacritic er leikurinn með 83 frá gagnrýnendum, sem vita yfirleitt ekki rassgat (yours truly þar með talinn) en 93 frá spilurum. Það verða fáir fyrir vonbrigðum með GoTs og sérstaklega ekki þeir sem hafa þegar gaman af leikjum sem gerast í opnum heimi sem þessum. Það er flest allt vel gert og þá sérstaklega bardagakerfið sem er ótrúlega skemmtilegt og í senn krefjandi. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Ghost of Tsushima er mjög skemmtilegur leikur frá Sucker Punch sem byggir á frábæru bardagakerfi og geggjuðu andrúmslofti. Endurtekningar í opnum heimi leiksins og slöpp gervigreind kemur þó stundum niður á upplifuninni sem GoTs er. Vegna sumarfrís er ég að vísu smá seinn í þetta partí en ég veit að þið hafið beðið með óþreyju. Leikurinn fjallar um lávarðinn og samúræjann unga Jin Sakai og baráttu hans og annarra gegn innrás Kublai Khan á þrettándu öldinni. Eftir að gjörtapa fyrstu orrustunni gegn mongólunum og deyja næstum því þarf Jin að leggja gildi samúræja til hliðar og berjast gegn innrásinni úr skuggunum. Eins og áður segir gerist GoTs í opnum heimi og er augljóst að starfsmenn Sucker Punch hafa fengið ansi mikið lánað frá öðrum slíkum leikjum. Maður þarf að eyða miklum tíma í klifra og sveifla sér upp kletti og elta fugla og refi til að bæta Jin og búnað hans. Einnig þarf að safna birgðum og aðföngum eins og járni, klæðum, leðri og stáli til að bæta sverð og brynjur Jin. Þetta er allt eftir formúlu sem við þekkjum flest mjög vel nú orðið. GoTs fær mikið af láni frá Assassin's Creed, Witcher, Batman Arkham leikjunum, Spider-Man, God of War, Red Dead Redemption og kannski sérstaklega Middle-Earth: Shadow of Mordor, sem gengur einnig út á að slátra óvinum úr skuggunum. Leikir sem þessir virka oft vel og til marks um það hefur GoTs sett sölumet fyrir Playstation. Opinn heimur GoTs er ekki jafn lifandi og heimur RDR2 en þessir heimar eru báðir mjög fallegir. Það er hins vegar eitthvað við andrúmsloftið í GoTs sem mér finnst standa upp úr. Það er mjög flott og jafnvel fallegt. Sumir leikir eru meistaraverk sögusköpunnar og listrænnar tjáningar, eins og RDR2. Aðrir leikir eru góðir, án þess að vera einhver meistaraverk, og bara þrususkemmtilegir. GoTs er í þeim flokki. Ghost of Tsushmia er einkar fallegur leikur.Sucker Punch Það er einnig hægt að leika sér með andrúmsloft GoTs og til dæmis spila leikinn eins og gamla svarthvíta samúræjamynd. Hafa talsetningu leiksins á japönsku og sérstakan kvikmynda-filter. Það þykir mér temmilega skemmtilegt. Það er nýmóðins og sérstakt en það er ekki séns að ég nenni því til lengdar. Kannski næst þegar ég spila. Ég mun spila leikinn aftur. Framúrskarandi bardagakerfi Hápunktur Ghost of Tsushima er samt án efa bardagakerfi leiksins. Það er einfaldlega framúrskarandi í framkvæmd og skilar fáránlega skemmtilegum bardögum sem eru skemmtilegastir þegar þeir eru krefjandi, án þess að vera pirrandi. Spilurum er gefið val á því að spila sem ninjur eða samúræjar og sníða hæfileika Jin eftir hentisemi. Ninjur laumast um í háu grasi og á húsþökum og drepa einangraða Mongóla þar til þeir eru allir dauðir. Samúræjar stinga menn ekki í bakið heldur berjast við þá eins og heiðursmenn. Þess vegna deyja þeir nánast allir í upphafi leiksins. Ég hef verið að spila sem ninja en það er nánast ómögulegt að gera það eingöngu, því í sannleikanum sagt er mun skemmtilegra að labba upp að hliði herstöðva Mongóla, skora alla á hólm og berjast við þá á jöfnum grundvelli. Það eru margar tegundir óvina í GoTs, eins og í öllum svipuðum leikjum. Sumir bera lítil sverð, aðrir stór. Svo eru gaurar með lítil spjót og aðrir stór. Bogamenn, risavaxnir karlar með axir og svo mætti lengi telja. Allir þessir karlar berjast með mismunandi hætti og Jin þarf að læra mismunandi bardagaaðferðir (e. Stance) til að takast á við þennan fjölbreytileika. Í stórum bardögum þarf maður oft að skipta um stance, eftir því hvernig óvinir maður er að berjast við á tilteknum tíma, því oftar en ekki er Jin umkringdur af margs konar óvinum. Jin getur varist árásum með því að koma sér undan þeim eða með því að bera þau af sér með sverði sínu. Sé bæði tímasett vel getur Jin skilað af sér gagnárás sem veldur miklum skaða. Það er fátt skemmtilegra í GoTs en að ná þessu og þar með vera ógeðslega töff. Ég hugsaði án gríns í gærkvöldi að ég vonaðist til þess að einhver nágranni minn væri að horfa inn um gluggann hjá mér. Þannig gæti viðkomandi séð hvað ég væri góður í leiknum og þar með ógeðslega töff líka. Sem ég btw var. Ég var ógeðslega góður og töff. Þá komum við að göllum Ghost of Tsushima. Þeir eru ekkert svo margir og fyrirferðarmiklir. Sá versti er líklegast gervigreind óvina Jin. Hún er oft ekki upp á marga fiska. Sérstaklega þegar kemur að því að laumast um. Ef mongólarnir sjá dauða félaga hlaupa þeir oft um eins og hauslausar hænur þar til þeir virðast gleyma því að þeir hafi fundið lík. Ég skil ekki mongólsku en ég held að vondu karlarnir segi þá: „Æi, hvað var ég aftur að gera? Skiptir ekki máli. Best að stoppa og labba einn í átt að háa grasinu þarna, þar sem hatturinn stendur upp úr, og snúa bakinu í það.“ Þó þeir séu einir eftir í heilu herstöðvunum og líkin liggi í haugum í kringum þá, hætta þeir á endanum að leita að manni og byrja aftur að kyrja fallega tónlist eða spila á hljóðfæri. Þessi galli á reyndar við flesta laumupúkaleiki sem gerast í opnum heimi en það er engin afsökun. Þetta er orðið þreytandi. Þegar þeir eru á varðbergi ferðast óvinir Jin þó saman í pörum og snúa bökum saman, sem mér þykir sérstaklega ánægjulegt. Bardagakerfi leiksins er í stuttu máli sagt, geggjað!Sucker Punch Annar galli leiksins snýr að þessum fallega og opna heimi. Eins og gengur og gerist með leiki sem þessa er kort leiksins stórt og maður þarf að verja leiðinlega miklum tíma í að eltast við eitthvað kjaftæði á kortinu og klára að leysa pirrandi þrautir, semja ljóð og elta refi. Klifrið er líklega það mest pirrandi. Sem platformer er leikurinn ekkert svakalega góður og verstu hlutar GoTs eru þegar maður er þvingaður til að klifra einhverja kletta. Það er klunky og illa gert, ef satt skal segja. Ég veit ekki hve oft ég hef lent í því að sveifla mér eða stökkva fram af kletti, sem ég átti að hitta, það var bara leikurinn sem klúðraði því. Ekki ég. Sannleikurinn er þó sá að ég hef verið fljótur að gleyma þessum göllum og nokkrum öðrum um leið og bardagarnir byrja. Samantekt-ish Það er óhætt að segja að Ghost of Tsushima sé mjög skemmtilegur leikur. Það er endurspeglað af því að á Metacritic er leikurinn með 83 frá gagnrýnendum, sem vita yfirleitt ekki rassgat (yours truly þar með talinn) en 93 frá spilurum. Það verða fáir fyrir vonbrigðum með GoTs og sérstaklega ekki þeir sem hafa þegar gaman af leikjum sem gerast í opnum heimi sem þessum. Það er flest allt vel gert og þá sérstaklega bardagakerfið sem er ótrúlega skemmtilegt og í senn krefjandi.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið