Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2020 15:11 Marcus Lyall segir að verkefni sem M&C Saatchi hefur unnið fyrir Íslandsstofu, hið umdeilda öskurverkefni, sé eftiröpun á verki eftir sig. Listamaðurinn Marcus Lyall, sem búsettur er og starfar á Bretlandseyjum, hefur sent Íslandsstofu bréf þar sem hann fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé eftiröpun á verki eftir sig. Verkefni Íslandsstofu hefur þegar vakið mikla athygli, verið umdeilt en um er að ræða hluti kynningarherferðar stjórnvalda á Íslandi vegna Covid-19. Gríðarlegum fjármunum, vel á annan milljarð króna, er ætlað til þessa en auglýsingastofan M&C Saatchi hreppti verkefnið eftir útboð. Auglýsingastofan Pipar hefur kært þá niðurstöðu. Lyall segist í samtali við Vísi ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns sem Vísir hefur það undir höndum. Þar rekur hann að herferðin sé eftirlíking sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down“, innsetning sem hann gerði í samstarfi við Illuminate Productions og New Art Projects. Sýningin var opnuð í júní en breska pressan hefur fjallað skilmerkilega um hana. Lyall fer ekki í grafgötur með að hann telur þetta augljósan og bíræfinn höfundarréttarstuld. Þungbært að sjá höfundarverkið gleypt Í bréfi Lyalls er tíundað að þó tilgangur þessara tveggja verkefna sé í einhverju frábrugðinn þá fari ekkert á milli mála að grunnhugmyndin sé nákvæmlega sú hin sama. Verkefnið gengur út á að bjóða fólki að öskra eitthvert tæki, snjallsíma eða fartölvu og hljóðinu er svo varpað út fjarri byggð. Verkefnin gangi út á að losa um spennu og vanmáttarkennd. Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf en þar bendir hann á að Let it out sé nánast eins og Scream the House Down. Hann telur einsýnt að um stuld á höfundarrétti sé að ræða. Stuðast er við myndavélar (webcam) til að notendur geti séð útkomuna. Stuðst er við kenninguna um frumöskur í útskýringum. Og notast er við orðin „let it all out“ í auglýsingastiklu, sem er nákvæmlega sama orðanotkun í auglýsingastiklu sem Lyall gerði til að vekja athygli á innsetningu sinni árið 2013, sem þá vísaði til frumgerðar verkefnis hans. Lyall segir að „Scream The House Down“ sé verkefni sem unnið var að í sjálfboðaliðastarfi á viðsjáverðum tímum, undir mikilli pressu. „Það er því ótrúlega sárt að sjá þetta verkefni, sem unnið var af góðum hug, tekið ófrjálsri hendi og gleypt í heilu lagi,“ segir Lyall. Hann segir einnig að stór umboðsskrifstofa hafi sett sig í samband við sig en til stóð að stuðst yrði við verkefnið í herferð sem leggja átti upp til að auglýsa stórt knattspyrnufélag. Það verður ekki úr því eftir að þessari herferð Íslandsstofu hefur verið ýtt úr vör. Af hverju eruð þið að greiða fyrir þýfi? „Ég hef, meðfram því að hafa starfað sem listamaður, unnið sjálfstætt fyrir auglýsingastofur og leikstýrt sjónvarpsauglýsingum í mörg ár. Listamaðurinn Marcus Lyall við störf. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsauglýsingum og hefur meira að segja starfað fyrir M&C Saatchi sem slíkur. Hann spyr Íslandsstofu hvort þeim þar á bæ þyki eðlilegt að greiða fyrir þýfi. Meðal annars hef ég starfað fyrir M&C Saatshi,“ segir Lyall. Sem telur þennan meinta höfundarréttarstuld stórskaða möguleika sína til að selja vinnu sína. Í bréfinu rekur hann þetta, segist vilja vekja athygli Íslandsstofu á þessu áður en hann fer lengra með málið. „Þá langar mig að spyrja hvernig á því stendur að þið eruð að greiða M&C Saatchi fyrir vinnu annarra?“ Vísir skaut fyrirspurn á Íslandsstofu vegna málsins. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu segir að bréfið hafi borist á föstudagskvöld og ekki er enn búið að fara yfir það, en margir starfsmenn Íslandsstofu eru nú í sumarfríi. En að sögn Sigríðar Daggar þarf Íslandsstofa að gefa sér tíma til að kynna sér málið betur áður en brugðist verður við. Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Listamaðurinn Marcus Lyall, sem búsettur er og starfar á Bretlandseyjum, hefur sent Íslandsstofu bréf þar sem hann fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé eftiröpun á verki eftir sig. Verkefni Íslandsstofu hefur þegar vakið mikla athygli, verið umdeilt en um er að ræða hluti kynningarherferðar stjórnvalda á Íslandi vegna Covid-19. Gríðarlegum fjármunum, vel á annan milljarð króna, er ætlað til þessa en auglýsingastofan M&C Saatchi hreppti verkefnið eftir útboð. Auglýsingastofan Pipar hefur kært þá niðurstöðu. Lyall segist í samtali við Vísi ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns sem Vísir hefur það undir höndum. Þar rekur hann að herferðin sé eftirlíking sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down“, innsetning sem hann gerði í samstarfi við Illuminate Productions og New Art Projects. Sýningin var opnuð í júní en breska pressan hefur fjallað skilmerkilega um hana. Lyall fer ekki í grafgötur með að hann telur þetta augljósan og bíræfinn höfundarréttarstuld. Þungbært að sjá höfundarverkið gleypt Í bréfi Lyalls er tíundað að þó tilgangur þessara tveggja verkefna sé í einhverju frábrugðinn þá fari ekkert á milli mála að grunnhugmyndin sé nákvæmlega sú hin sama. Verkefnið gengur út á að bjóða fólki að öskra eitthvert tæki, snjallsíma eða fartölvu og hljóðinu er svo varpað út fjarri byggð. Verkefnin gangi út á að losa um spennu og vanmáttarkennd. Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf en þar bendir hann á að Let it out sé nánast eins og Scream the House Down. Hann telur einsýnt að um stuld á höfundarrétti sé að ræða. Stuðast er við myndavélar (webcam) til að notendur geti séð útkomuna. Stuðst er við kenninguna um frumöskur í útskýringum. Og notast er við orðin „let it all out“ í auglýsingastiklu, sem er nákvæmlega sama orðanotkun í auglýsingastiklu sem Lyall gerði til að vekja athygli á innsetningu sinni árið 2013, sem þá vísaði til frumgerðar verkefnis hans. Lyall segir að „Scream The House Down“ sé verkefni sem unnið var að í sjálfboðaliðastarfi á viðsjáverðum tímum, undir mikilli pressu. „Það er því ótrúlega sárt að sjá þetta verkefni, sem unnið var af góðum hug, tekið ófrjálsri hendi og gleypt í heilu lagi,“ segir Lyall. Hann segir einnig að stór umboðsskrifstofa hafi sett sig í samband við sig en til stóð að stuðst yrði við verkefnið í herferð sem leggja átti upp til að auglýsa stórt knattspyrnufélag. Það verður ekki úr því eftir að þessari herferð Íslandsstofu hefur verið ýtt úr vör. Af hverju eruð þið að greiða fyrir þýfi? „Ég hef, meðfram því að hafa starfað sem listamaður, unnið sjálfstætt fyrir auglýsingastofur og leikstýrt sjónvarpsauglýsingum í mörg ár. Listamaðurinn Marcus Lyall við störf. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsauglýsingum og hefur meira að segja starfað fyrir M&C Saatchi sem slíkur. Hann spyr Íslandsstofu hvort þeim þar á bæ þyki eðlilegt að greiða fyrir þýfi. Meðal annars hef ég starfað fyrir M&C Saatshi,“ segir Lyall. Sem telur þennan meinta höfundarréttarstuld stórskaða möguleika sína til að selja vinnu sína. Í bréfinu rekur hann þetta, segist vilja vekja athygli Íslandsstofu á þessu áður en hann fer lengra með málið. „Þá langar mig að spyrja hvernig á því stendur að þið eruð að greiða M&C Saatchi fyrir vinnu annarra?“ Vísir skaut fyrirspurn á Íslandsstofu vegna málsins. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu segir að bréfið hafi borist á föstudagskvöld og ekki er enn búið að fara yfir það, en margir starfsmenn Íslandsstofu eru nú í sumarfríi. En að sögn Sigríðar Daggar þarf Íslandsstofa að gefa sér tíma til að kynna sér málið betur áður en brugðist verður við.
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37
Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14
Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48