Forstöðumaður Eldheima segir Herjólfsstarfsmönnum að slaka á kröfum sínum Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 14:03 Kristín biðlar til starfsmanna Herjólfs að slaka á kröfugerð sinni en formaður samninganefndar fyrir hönd starfsmanna er Jónas Garðarson. „Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna. Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir í pistli sem Eyjakonan, forstöðumaður Eldheima, Kristín Jóhannsdóttir birtir í Eyjafréttum. Eins og Vísir hefur greint frá er mikil harka hlaupin í kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, þeirra sem eru í Sjómannafélagi Íslands og svo þeirra sem reka Herjólf. Þeir hafa nú boðað verkfall en gripið hefur verið til þess að láta aðra sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands hlaupa í skarðið. Kristín hefur ekki mikla samúð með verkfallsmönnum, hásetum og þernum á Herjólfi. Hún telur þá hafa það gott og njóti starfsöryggis. „Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir. Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum. Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.“ Kristín segir sjálf að hún tilheyri saman forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn. „Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ég er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi. Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja. Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni. Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.“ Kristín segist sjálf eiga að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og beri nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar Samgöngur Herjólfur Tengdar fréttir Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37 „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
„Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna. Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir í pistli sem Eyjakonan, forstöðumaður Eldheima, Kristín Jóhannsdóttir birtir í Eyjafréttum. Eins og Vísir hefur greint frá er mikil harka hlaupin í kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, þeirra sem eru í Sjómannafélagi Íslands og svo þeirra sem reka Herjólf. Þeir hafa nú boðað verkfall en gripið hefur verið til þess að láta aðra sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands hlaupa í skarðið. Kristín hefur ekki mikla samúð með verkfallsmönnum, hásetum og þernum á Herjólfi. Hún telur þá hafa það gott og njóti starfsöryggis. „Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir. Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum. Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.“ Kristín segir sjálf að hún tilheyri saman forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn. „Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ég er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi. Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja. Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni. Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.“ Kristín segist sjálf eiga að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og beri nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjar Samgöngur Herjólfur Tengdar fréttir Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37 „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57