Nik Anthony: Held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. júlí 2020 21:51 Nik Chamberlain, er þjálfari Þróttar. Mynd/Þróttur „Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“ Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05