ÍE vildi ekki skriflegan samning Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2020 18:30 Páll Þórhallsson verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að vegna vinsælda landsins þurfi annað hvort að gefa fleiri þjóðum undanþágur fyrir skimun eða aflýsa flugi. Íslensk erfðagreining hafi verið mótfallinn því að skriflegur samningur yrði gerður um skimun á landamærum. Íslenskir ríkisborgarar þurfa frá og með deginum í dag að velja milli 14 daga sóttkvíar eða heimkomusmitgátar. Þá er sýni tekið við landamæri og aftur 4-6 dögum síðar. Í millitíðinni þarf fólk að huga afar vel að sóttvörnum eða þar til seinna sýni er neikvætt. Segir Íslenska erfðagreiningu ekki hafa viljað skriflegan samning Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta skimunum fyrir íslensk stjórnvöld eftir daginn í dag. Hann sagði það svo frestast í samtali við fréttastofu í morgun, þar sem verið sé að setja upp hugbúnað frá fyrirtækinu hjá Landspítalanum og það taki nokkra daga. „Íslensk erfðagreining lætur hugbúnað af hendi og það er auðvitað frábært að geta reitt sig áfram á fyrirtækið í þessu efni og ef það þarf að hlaupa undir bagga í framtíðinni,“ segir Páll Þórhallsson verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Á upplýsingafundi Almannavarna fyrir viku kom fram að stjórnvöld gerðu engan skriflegan samning við Íslenska erfðagreiningu vegna skimunar fyrirtækisins við landamærin eða frá 15. júní og þar til dagsins í dag. „Það var ekki gerður skriflegur samningur um þetta verkefni m.a. af því að Íslensk erfðagreining var mótfallinn því að slíkur samningur yrði gerður. Þá var erfitt að afmarka nákvæmlega í hverju aðstoðin fælist því Íslensk erfðagreining var ekki bara að aðstoða við greiningar heldur líka að hlaupa undir bagga við sýnatökur á Keflavíkurfluvelli og á Seyðisfirði og hefur aðstoðað með viðbrögð þegar smit hafa komið upp. Þetta hefur því verið heiðursmannasamkomulag byggt á trausti og ekkert þörf að setja það frekar niður á blað. Forstjóri erfðagreiningar gerði okkur þó ljóst að hann muni senda reikning fyrir launum starfsmanna og efniskostnaði, sem er ekkert nema eðlilegt,“ segir Páll. Hann segir enn ekki ljóst hversu hár reikningurinn verður. Gæti verið tilkynnt um fleiri undanþágur á morgun Frá því skimanir hófust hafa aldrei eins margar flugvélar komið til landsins og í dag eða 21. Páll segir komið að þolmörkum varðandi skimanir á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið miðað við að hægt sé að taka um tvö þúsund sýni á landamærunum á dag og er búist við að veirufræðideild Landspítalans geti ráðið við það. Hins vegar virðast áætlanir flugfélaga og fjöldi farþega um borð benda til þess að við séum komin yfir þau mörk á næstu dögum. Það er því farið að reyna verulega á. Isavia og samræmingarstjóri sem starfar á vegum stjórnvalda hafa beint til flugfélaga að dreifa álaginu og halda sig innan þessara marka. Þetta endurspeglar bara vinsældir landsins og áhuga á að koma hingað. Þá hefur sóttvarnarlæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru nógu örugg til að það þurfi ekki að skima fólk þaðan,“ segir Páll. Í samtali við fréttastofu í dag sagði sóttvarnarlæknir að hann muni mögulega tilkynna um undanþágur á upplýsingafundi almannavarna á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Hugsanlegt er að unnt verði að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. 13. júlí 2020 13:20 Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. 13. júlí 2020 12:14 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu segir að vegna vinsælda landsins þurfi annað hvort að gefa fleiri þjóðum undanþágur fyrir skimun eða aflýsa flugi. Íslensk erfðagreining hafi verið mótfallinn því að skriflegur samningur yrði gerður um skimun á landamærum. Íslenskir ríkisborgarar þurfa frá og með deginum í dag að velja milli 14 daga sóttkvíar eða heimkomusmitgátar. Þá er sýni tekið við landamæri og aftur 4-6 dögum síðar. Í millitíðinni þarf fólk að huga afar vel að sóttvörnum eða þar til seinna sýni er neikvætt. Segir Íslenska erfðagreiningu ekki hafa viljað skriflegan samning Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta skimunum fyrir íslensk stjórnvöld eftir daginn í dag. Hann sagði það svo frestast í samtali við fréttastofu í morgun, þar sem verið sé að setja upp hugbúnað frá fyrirtækinu hjá Landspítalanum og það taki nokkra daga. „Íslensk erfðagreining lætur hugbúnað af hendi og það er auðvitað frábært að geta reitt sig áfram á fyrirtækið í þessu efni og ef það þarf að hlaupa undir bagga í framtíðinni,“ segir Páll Þórhallsson verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Á upplýsingafundi Almannavarna fyrir viku kom fram að stjórnvöld gerðu engan skriflegan samning við Íslenska erfðagreiningu vegna skimunar fyrirtækisins við landamærin eða frá 15. júní og þar til dagsins í dag. „Það var ekki gerður skriflegur samningur um þetta verkefni m.a. af því að Íslensk erfðagreining var mótfallinn því að slíkur samningur yrði gerður. Þá var erfitt að afmarka nákvæmlega í hverju aðstoðin fælist því Íslensk erfðagreining var ekki bara að aðstoða við greiningar heldur líka að hlaupa undir bagga við sýnatökur á Keflavíkurfluvelli og á Seyðisfirði og hefur aðstoðað með viðbrögð þegar smit hafa komið upp. Þetta hefur því verið heiðursmannasamkomulag byggt á trausti og ekkert þörf að setja það frekar niður á blað. Forstjóri erfðagreiningar gerði okkur þó ljóst að hann muni senda reikning fyrir launum starfsmanna og efniskostnaði, sem er ekkert nema eðlilegt,“ segir Páll. Hann segir enn ekki ljóst hversu hár reikningurinn verður. Gæti verið tilkynnt um fleiri undanþágur á morgun Frá því skimanir hófust hafa aldrei eins margar flugvélar komið til landsins og í dag eða 21. Páll segir komið að þolmörkum varðandi skimanir á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið miðað við að hægt sé að taka um tvö þúsund sýni á landamærunum á dag og er búist við að veirufræðideild Landspítalans geti ráðið við það. Hins vegar virðast áætlanir flugfélaga og fjöldi farþega um borð benda til þess að við séum komin yfir þau mörk á næstu dögum. Það er því farið að reyna verulega á. Isavia og samræmingarstjóri sem starfar á vegum stjórnvalda hafa beint til flugfélaga að dreifa álaginu og halda sig innan þessara marka. Þetta endurspeglar bara vinsældir landsins og áhuga á að koma hingað. Þá hefur sóttvarnarlæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru nógu örugg til að það þurfi ekki að skima fólk þaðan,“ segir Páll. Í samtali við fréttastofu í dag sagði sóttvarnarlæknir að hann muni mögulega tilkynna um undanþágur á upplýsingafundi almannavarna á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Hugsanlegt er að unnt verði að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. 13. júlí 2020 13:20 Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. 13. júlí 2020 12:14 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Hugsanlegt er að unnt verði að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. 13. júlí 2020 13:20
Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. 13. júlí 2020 12:14
Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46