Open Gunnar Dan Wiium skrifar 11. júlí 2020 17:00 Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar