Samfélagsmiðillinn TikTok hefur komið eins og stormsveipur inn í flóru slíkra miðla undanfarin misseri og öðlast gríðarlegar vinsældir um allan heim – en um leið sætt mikilli gagnrýni. TikTok hefur einnig rutt sér til rúms á Íslandi en hér á landi leynist talsverður fjöldi geysivinsælla notenda, sem margir hafa aflað sér fylgjenda svo skiptir hundruðum þúsunda. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson eru á meðal Íslendinganna sem slegið hafa í gegn á miðlinum, þessum nýjasta samfélagsmiðlarisa og einum allra umdeildasta. Hér lýsa þau reynslu sinni af TikTok og áhrifunum sem miðillinn hefur haft á þau, dægurmenningu og samfélagið allt. Hvað eiginlega er TikTok? TikTok var fyrst hleypt af stokkunum í Kína undir heitinu Douyin árið 2016 og gert aðgengilegt á alþjóðlegum mörkuðum árið eftir. TikTok sameinaðist svo smáforritinu Musical.ly, sem hafði notið fádæma vinsælda nokkrum árum áður, í ágúst árið 2018. Æ fleiri byrjuðu í kjölfarið að hlaða TikTok niður í síma sína og önnur tæki, og haustið sama ár varð forritið hið mest sótta í Bandaríkjunum. Aldrei áður hafði kínversku smáforriti hlotnast sá titill. Vinsældir TikTok hafa síðan margfaldast og það hefur nú fest sig rækilega í sessi meðal fremstu samfélagsmiðla heims. Fyrir þann sem aldrei hefur kíkt inn á TikTok er líklega nokkuð erfitt að skilja hvernig miðillinn gengur fyrir sig. En við skulum reyna að gera grein fyrir því. Í grundvallaratriðum snýst TikTok um að búa til stutt myndbönd, að hámarki ein mínúta að lengd, þar sem notandinn hefur í raun frjálsar hendur. Ýmiss konar hljóðbútar og lög eru í forgrunni í myndböndunum, sem notendur geta dansað við, sungið með og klippt saman eins og þá lystir. Við sjáum samansafn af dæmum. Og skemmtanagildið er gríðarlegt. Þegar TikTok er opnað blasir strax við notandanum endalaus uppspretta efnis. Það eina sem þarf að gera er bara að byrja að skrolla. Og fyrr en varir eru kannski liðnir tveir klukkutímar. Óteljandi myndbönd að baki og afþreyingin enn óþrjótandi. Áhrifavaldar og „íslensku gaurarnir“ TikTok hefur einkum fest sig í sessi meðal yngra fólks. Forritið er orðið eitt það vinsælasta, ef ekki það allra vinsælasta, hjá unglingum víða um heim og ætla má að Ísland fylgi fast á hæla alþjóðasamfélagsins í þeim efnum. Margir Íslendingar hafa enda tekið TikTok-framleiðslu föstum tökum og sumir með afar góðum árangri. Þetta eru til að mynda áhrifavaldar sem þegar búa að stórum fylgjendahóp á Instagram, eins og til dæmis fegurðardrottningin og athafnakonan Tanja Ýr, sem státar af um 520 þúsund fylgjendum á TikTok, og þá hefur Sunneva Einarsdóttir áhrifavaldur sankað að sér rúmlega 14 þúsund fylgjendum á miðlinum. @tanjayra Sunset in Sahara desert in #morocco 🌅 💃 #sahara #marrakech #travel #fyp #sunset #viral ♬ Arabic - Glaucio Duarte Aðrir Íslendingar sem komast á blað með nokkur hundruð þúsund fylgjendur eru Jón Ragnar Jónsson, betur þekktur undir nafninu @jonfromiceland, og Arnúlfur Hákonarson, eða @that.icelandic.guy. Jón er með á annað hundrað þúsund fylgjenda og Arnúlfur um 600 þúsund. @that.icelandic.guy watch this with the sound on ❤ #relax #earthday #videography #videographylove #videographerlife ♬ original sound - that.icelandic.guy TikTok-stjarna í bumbubolta á þriðjudögum Og enn er af nógu að taka. Þau Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson eru á meðal þeirra samlanda okkar sem gert hafa garðinn hvað frægastan á TikTok. Embla er tvítug, fædd árið 1999, alin upp í miðbæ Reykjavíkur og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð í fyrra. Hún starfar í fatabúð í Smáralind en einbeitir sér ekki síður að ferli sínum á samfélagsmiðlum, þar sem hún hefur aflað sér fylgjenda í þúsundatali fyrir ótrúlega færni á sviði förðunar, líkt og sést á myndbandinu hér fyrir neðan. @emblawigum I couldnt see anything with the contacts at the end so I filmed it literally blindly #art #artist #makeup #fyp #foryou ♬ Sunday Best by Surfaces - rapidsongs Arnar Gauti Arnarsson er fæddur árið 1998 og því 21 árs. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og er stúdent úr Flensborgarskólanum. Hann stundar nú nám við flugskólann Keili, rekur stafræna auglýsingastofu ásamt félögum sínum og spilar bumbubolta á þriðjudögum. „Og svo er ég auðvitað TikTok-stjarna,“ segir Arnar og hlær, þar sem hann situr við hlið Emblu. Og TikTok-stjörnuna má sjá „í aksjón“ hér fyrir neðan. @lilcurlyhaha When they get confidence, something magical happens ♬ Go Stupid - Polo G & Stunna 4 Vegas & NLE Choppa Blaðamaður hefur mælt sér mót við þau á kaffihúsi við Suðurlandsbraut. Þau eru að hittast í fyrsta sinn en kannast þó hvort við annað, enda bæði afar áberandi á TikTok. Þegar þetta er ritað státa Embla (@emblawigum) og Arnar (@lilcurlyhaha) hvort um sig af rétt tæplega 250 þúsund fylgjendum. Dágóður fjöldi, semsagt. Vaknaði við 500 þúsund nýja áhorfendur Við pöntum okkur kaffi áður en viðtalið hefst fyrir alvöru. Embla fær sér íslatte með haframjólk. Arnar biður um karamellu-frappuccino með engu kaffi. Við sammælumst öll um að slík pöntun sé algjört „power-move“, svokallað. Og svo byrjum við á byrjuninni. „Ég vissi ekki hvað Tik Tok var þannig séð,“ segir Embla, sem hóf vegferð sína á TikTok í byrjun árs 2019. „Ég hafði heyrt um þetta þegar það var Musical.ly í gamla daga. Þannig að ég hélt að þetta væri bara eitthvað sem bara litlir krakkar væru inn á. En síðan byrjaði annað „make up-fólk“ að vera inni á þessu þannig að ég hugsaði þá með mér að þetta væri kannski góð hugmynd að prófa, að stækka „platforminn“ minn.“ TikTok-ferill Arnars hófst nokkrum mánuðum síðar, eða haustið 2019. Og hefur dafnað rækilega síðan þá. „Gauti vinur minn var alltaf að segja að þetta væri svona nýja „thing-ið“. Ég trúði honum ekki en ég prófaði að fara inn á þetta. Það gekk ekkert þangað til ég var á Akureyri um áramótin og við strákarnir vorum að gista saman í herbergi. Og ég vakna allt í einu og þá voru fimm hundruð þúsund manns búnir að sjá myndbandið mitt. Og þá leið mér eins og ég væri TikTok-stjarna,“ segir Arnar. Þetta síðasta, vel að merkja, í gamansömum tón. Arnar Gauti Arnarsson er með mörg járn í eldinum. Hann stundar nám við flugskólann Keili, rekur stafræna auglýsingastofu ásamt félögum sínum og er svo auðvitað TikTok-stjarna.Vísir/vilhelm „Og síðan þá hef ég verið ógeðslega virkur. Eiginlega bara ofvirkur. Ég eyði alltof miklum tíma í þetta.“ Myndbandið sem vakti þessa miklu athygli og kom Arnari á kortið var tekið upp þegar hann var plötusnúður á B5 nokkrum dögum áður. Arnar lýsti þessum aðdraganda í viðtali við Gagnaverið í maí. Yfir tíu milljónir hafa nú horft á myndbandið, sem þó er ekki hið vinsælasta í safni Arnars. Næstum tvöfalt fleiri hafa horft á myndband sem Arnar birti nú í byrjun maí og sjá má hér að neðan. @lilcurlyhaha She really did that🥺 ♬ original sound - lilcurlyhaha Óútreiknanlegir algóriþmar Embla og Arnar eru sammála um að eitt svona „viral“ myndband, þ.e. myndband sem vekur svo að segja heimsathygli, geti haft úrslitaáhrif á vinsældir þess sem það birtir. Vinsælasta myndband Emblu, þar sem hún sýnir listilega förðunartakta nú í byrjun árs, státar af tæpum 15 milljón áhorfum og 2,7 milljónir hafa líkað við það þegar þetta er ritað. Embla segir að myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hafi fleytt henni langt. „Það getur breytt mjög miklu upp á fylgjendafjölda. Ég var með um 60 til 70 þúsund fylgjendur en svo póstaði ég þessu myndbandi og fór upp í 200 þúsund. En mér finnst TikTok samt öðruvísi en Instagram að því leyti að þótt þú sért með mjög háa fylgjendatölu þýðir það ekki endilega að öll vidjóin þín fái mjög mikið af lækum. Vídjóin þurfa að ná fyrir utan fylgjendahópinn þinn til að þau springi út,“ segir Embla. @emblawigum Needed to hop on this trend 🔥❄️ Please watch the whole thing!! #fyp #foryou #roundofapplause fire side ib @sarinanexie ♬ original sound - cyclemichael Frægðina öðlast maður á ensku Bandaríkjamarkaður er, líkt og á mörgum öðrum vígstöðvum, eftirsóttur á TikTok. Þar er miðillinn enda einna vinsælastur og bróðurpartur þeirra myndbanda sem slá í gegn, í það minnsta í hinum vestræna heimi, eru bandarísk. Embla og Arnar segjast pæla í þessu og jafnvel stíla efnið sitt inn á Bandaríkjamarkað, eða í það minnsta alþjóðlegan. Bæði skrifa þau textana við myndbönd sín til að mynda iðulega á ensku. „Ég hef aldrei gert neitt á íslensku af því að ég vil ekki „limita“ það, að það geti bara farið til Íslands. En ég pæli kannski ekki mikið meira í því,“ segir Embla. „Ég geri mín myndbönd líka á ensku,“ segir Arnar. „Og þá verður þetta ógeðslega asnalegt. Ég verð ekkert sáttur að sýna vinum mínum þetta. En ég geri bara myndbönd til þess að reyna að vera frægur, sko,“ segir hann og hlær. „En í alvörunni, ef ég geri myndbönd sem mér finnst fyndin þá fara þau ekki neitt, þá fæ ég kannski 20 þúsund áhorf eða eitthvað. En ef ég geri myndbönd sem eru ógeðslega asnaleg, þá virkar það.“ @emblawigum Removing this look that took me 5 hours 😭 #fyp #foryou #viral ♬ original sound - emblawigum „What, ertu íslensk?“ Ætli það sé þannig ekki óhætt að segja að meirihluti TikTok-notenda sem bregður fyrir á forsíðu miðilsins þegar rennt er í gegnum hann séu Bandaríkjamenn. Embla lýsir því til dæmis að samlandar hennar geri margir ráð fyrir að hún sé útlensk, frá Svíþjóð eða Bandaríkjunum, og lýsi oft yfir undrun sinni í athugasemdum við myndböndin hennar þegar þeir átta sig á hinu sanna. „Ég fæ rosalega mikið af kommentum, sem mér finnst mjög fyndið því ég er með það í bio-inu mínu á bæði Instagram og TikTok að ég sé íslensk. Og ég er með íslenskt nafn. En ég fæ alltaf bara: What, ertu íslensk? Ég er alltaf að svara svoleiðis kommentum. Fólk er enn í sjokki, það er mjög fyndið. En ég er með erlent eftirnafn, þannig að gæti spilað inn í.“ Aðdáendur á kaffihúsinu og í vinnunni Þá lenda bæði Embla og Arnar æ meira í því að ókunnugt fólk þekki þau á förnum vegi. Kaffibarþjónninn sem afgreiddi okkur að kaffinu þetta eftirmiðdegið kannaðist til að mynda við Arnar. „Hún bað um nafnið mitt til að kalla upp kaffið. Og ég sagði Arnar. Og þá sagði hún: Má ég ekki skrifa Curly? Hún hafði þá séð mig á TikTok og sagðist vera alltaf í kasti heima hjá sér yfir TikTokunum mínum. Svo var ég einhvern tímann í Firðinum að sækja póst. Þar var krakkahópur að elta mig og vildi taka upp TikTok. Ég nærist á þessu, mér finnst þetta ógeðslega gaman,“ segir Arnar. Fylgjendur Emblu Wigum eru oft hissa þegar þeir átta sig á því að hún er íslensk. Vísir/vilhelm Embla segist lenda ítrekað í þessu líka. „Sérstaklega mjög ungar stelpur sem koma til mín í vinnuna og vilja taka myndir eða eitthvað svoleiðis. Það er mjög gaman og sýnir manni að það er í alvörunni einhver að horfa á mann. Þegar maður er bara á bak við skjá og fær einhver komment, maður fattar ekki endilega að svona margar manneskjur séu að fylgjast með manni,“ segir Embla. Arnar tekur undir það. „Þetta er nefnilega fáránlega skrýtið. Það horfa í minnsta lagi fjörutíu þúsund manns á hvert myndband hjá mér og maður fattar ekki hvað það er samt mikið,“ segir Arnar. Embla segir jafnframt mikilvægt að leyfa áhorfstölunum ekki að hafa of mikið vægi. „Og þá einmitt hugsar maður stundum: Það er ekki nógu gott. Maður venst því svo að hugsa að það sé alltof lág tala miðað við hitt. En þetta er sjúklega mikið af fólki samt. Ef þú ímyndar þér allt þetta fólk í herbergi saman, þá er maður bara, já, ókei, sjitt. Svona mikið af fólki er að horfa á myndbandið mitt.“ Orðinn aðalmiðill unga fólksins Líkt og áður segir hefur TikTok nú skipað sér í hóp þeirra samfélagsmiðla sem flestir nota daglega. Og stjórnendur mala gull. Í síðasta mánuði var greint frá því að móðurfyrirtækið ByteDance hefði hagnast um þrjá milljarða Bandaríkjadala, um 416 milljarða íslenskra króna, í fyrra. TikTok hefur enda smeygt sér rækilega inn í vestræna dægurmenningu. Nú er til dæmis svo komið að topplistar um allan heim eru skipaðir tónlist sem fyrst náði vinsældum á TikTok. Þau Embla og Arnar eru sammála um að appið hafi mikil mótunaráhrif – það höfði einkum til yngri kynslóða, þjarmi ekki of mikið að athyglisgáfunni og svali tafarlaust þörfinni fyrir, oft og tíðum heilalaust, skemmtiefni. En halda þau að TikTok sé komið til að vera? „Eins og með alla svona samfélagsmiðla þá held ég að á endanum komi alltaf eitthvað nýtt. Eins og með Instagram, mér finnst Tik Tok eiginlega að vera að taka Instagram yfir núna. Fyrst var Facebook aðalmálið og svo kom Instagram og núna TikTok,“ segir Embla. @lilcurlyhaha Can’t let them know! @lildracohaha ♬ original sound - caleb.collins6 Þá bendir hún á að YouTube sé rótgróinn samfélagsmiðill, sem auk þess sé sá eini sem borgi notendum fyrir að birta efni. Á öðrum samfélagsmiðlum þurfa notendur að næla sér í samstarf með utanaðkomandi fyrirtækjum til að þyngja budduna. Og í beinu framhaldi af því förum við út í aðeins aðra sálma. „Ertu að tala ensku á YouTube?“ spyr Arnar og Embla svarar játandi. Netið er auðvitað alþjóðlegur markaður, líkt og vikið var að hér áður. „Það eru balls. Ég hefði ekki þorað því,“ segir Arnar. Embla svarar því til að það hafi einmitt ekki verið neitt sérstaklega auðvelt að ráðast í að taka upp myndbönd á ensku. „Þið trúið ekki hvað ég var stressuð þegar ég póstaði fyrsta vídjóinu mínu,“ segir Embla. „Mér finnst Íslendingar dæma svo mikið fyrir svona. Ef einhver er að gera eitthvað sem er aðeins óvenjulegt þá eru þeir bara: Vá, asnalegt. Og ég var einmitt bara: Á ég að þora að tala ensku og pósta á YouTube? Það verður gert svo mikið grín að mér! En ég gerði það og mér var bara alveg sama. Það er pottþétt einhver sem finnst þetta geðveikt asnalegt en mér er alveg sama. Og mér gengur alveg vel. Af hverju ætti ég að vera að pæla í því að einhver sé að gera grín að mér þegar þetta er að virka vel fyrir mig og gefa mér mikið. Af hverju ætti ég að hætta þegar einhverjum einum finnst ég asnaleg?“ „Eineltisappið“ TikTok „En talandi um gagnrýni,“ skýtur Arnar þá inn í, og rifjar upp atvik sem vinur hans lenti í á TikTok fyrir nokkru. „Krakkar eru brútal á TikTok. Mömmur þurfa að fara að rífa í krakkana sína. Vinur minn póstaði á TikTok um daginn og vaknar svo daginn eftir. Þá var komið fullt af kommentum, öll að dissa hann og segja að hann væri ljótur. Það er ekki gott að vakna við það. Þessir krakkar, það er enginn að stoppa þau. Foreldrarnir stoppa þau ekki.“ Þetta hefur einmitt einkennt umræðuna um TikTok í fjölmiðlum og annars staðar hingað til, í það minnsta hér á landi. Þannig hefur talsvert verið fjallað um TikTok sem nokkurs konar „eineltisapp“, þar sem nafnlaust níð fái að grassera stjórnlaust meðal ungra barna. Eitthvað er vissulega til í þessu, að mati Emblu og Arnars, enda verði þróunin ósjálfrátt í þá átt þegar fram kemur nýr miðill sem fullorðnir skilja síður og hafa ekki yfirsýn yfir. Það er enn þá þannig að börn og unglingar fá að leika lausum hala inni á TikTok nokkurn veginn óáreitt. En svoleiðis hefur það líka eiginlega alltaf verið. „Þegar ég var ung þá var það bara eitthvað annað,“ segir Embla. „Þá var það til dæmis Ask.fm. Allir voru að segja eitthvað ógeðslega leiðinlegt þar. Það er alltaf eitthvað. En mér finnst þá að foreldrar ættu að fylgjast aðeins með, sérstaklega þegar krakkinn þinn er ellefu ára eða eitthvað. Hann veit ekki hvað hann er að gera. Mér finnst hann þá ekki vera orðinn nógu gamall til að geta verið með samfélagsmiðla sjálfur.“ „En TikTok-efnið er barnvænt,“ bendir Arnar á. „Þú mátt oft ekki pósta af einhverju djammi, því er oft eytt.“ Embla tekur undir það. „Þú mátt ekki sýna áfengi eða neitt. Ég var með Halloween-make up í einu myndbandi og hélt á hníf, það var tekið út.“ @emblawigum video ib: @hanamartinx 💙 #notsoordinary #somanytears #makeup #christmasmakeup #foryou ♬ BDASH Breathe - bdash_2 Handbendi kínverskra stjórnvalda? Þar komum við einmitt inn á annan anga TikTok sem hlotið hefur talsverða gagnrýni. Ritskoðun. Eigendur TikTok hafa verið sakaðir um að hafa ritskoðað efni á miðlinum til að koma til móts við stjórnvöld í ríkjum á borð við Indónesíu, Bangladess – og ekki síst Kína. Efni sem orðið hefur ritskoðandi algóriþmum TikTok að bráð lýtur til dæmis að mótmælunum í Hong Kong, meintum mannréttindabrotum af hálfu kínverskra stjórnvalda og hinseginmálefnum. TikTok hefur heldur ekki þótt til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. Þannig sætir forritið nú rannsókn Evrópska persónuverndarráðsins eftir að upp komu áhyggjur af því að netöryggi barnungra notenda forritsins væri ábótavant. Þá hefur TikTok verið sakað um að beinlínis ganga erinda kínverskra stjórnvalda og láta þeim í té persónuupplýsingar um notendur sína, nokkuð sem stjórnendur TikTok þvertaka þó fyrir að gera. Persónuvernd birti einmitt í gær bréf vegna TikTok á vef sínum, þar sem ítrekað er að allir gæti fyllstu varúðar við notkun samfélagsmiðla. Bréfið má nálgast hér. Nú síðast sagði Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna að til skoðunar væri að banna TikTok í Bandaríkjunum. Hann varaði Bandaríkjamenn jafnframt við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ Þá sagði Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 nú í byrjun júlí að TikTok fylgdist betur með notendum sínum en þá grunaði. Forritið skoðaði í raun allt í síma notenda; raðnúmer, stærð skjásins, IP-tölu, GPS-staðsetningu svo fátt eitt sé nefnt, safnaði þessum upplýsingum og uppfærði á 30 sekúndna fresti. Þá hefði það einnig aðgang að lyklaborði símans og skoðaði hið svokallaða klippispjald, þar sem allur texti sem notendur afrita og líma er vistaður. „Það er nýtt að forrit fylgist með textanotkun með þessum hætti,“ sagði Guðmundur. En Embla og Arnar segjast þó hvorugt hafa miklar áhyggjur af slíku. „Nei. Facebook er hvort sem er með allt um mig sem þarf að vita,“ segir Arnar léttur í bragði. „Ég pæli ekki mikið í þessu,“ segir Embla. „En eitt sem mér finnst reyndar smá pirrandi sem ég lenti í um daginn. Ef þú póstar á TikTok, og það er líklega þannig á flestum samfélagsmiðlum, þá á TikTok-vídjóið þitt, eða höfundarréttinn. Og þau notuðu eitt vídjóið mitt sem fékk bara átta þúsund læk eða eitthvað í auglýsingu á Facebook. Og nafnið mitt kom ekki neins staðar fram. Og þessi auglýsing fékk um þrjár milljónir áhorfa. En það var ekkert sem ég gat gert, þau eiga myndbandið þegar ég pósta því inn á miðilinn. Smá pirrandi.“ Hæfileikar og ekki hæfileikar Þá hefur jafnframt borið á því, líkt og hefur raunar almennt verið viðloðandi umræðu um þá sem hafa lagt fyrir sig feril á samfélagsmiðlum, að TikTok-stjörnur hafi fátt til brunns að bera. Lítið sé lagt í efni sem þangað fer inn og velgengni á miðlinum krefjist ekki sérstakra hæfileika. „Þetta er samt þannig, sko,“ segir Arnar, inntur eftir viðbrögðum við þessu. „Eða ekki með þig reyndar. Það eru hæfileikar,“ bætir hann við og beinir orðum sínum þá til Emblu. Það er enda alveg óumdeilanlegt að förðunin sem hún sýnir á TikTok krefst gríðarlegrar færni. „En eins og með mig. Ég stend einhvers staðar og hugsa út í loftið og skrifa einhvern texta fyrir ofan mig. Það eru ekki hæfileikar. Sumir taka einhverja dansa sem krefjast engra hæfileika. En þetta sem ég er að gera virkar.“ Og Embla tekur upp hanskann fyrir framafólk á samfélagsmiðlum. Þarna sé hreinlega um að ræða tegund af afþreyingu, afþreyingu sem er alveg jafnrétthá og hver önnur. „Mér finnst fólk alltaf vera að drulla yfir samfélagsmiðlafólk. Eitthvað: „Ohh, þau eru bara að taka myndir af sér.“ En þetta er eins og að horfa á þátt. Þetta er bara afþreying. Þótt að þér finnist þetta ekki krefjast hæfileika og þó að þér finnist þetta ekki alvöru vinna þá skemmtir fólk sér samt við að fylgjast með.“ Samfélagsmiðlar Tækni TikTok Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04 Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50 Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent
Samfélagsmiðillinn TikTok hefur komið eins og stormsveipur inn í flóru slíkra miðla undanfarin misseri og öðlast gríðarlegar vinsældir um allan heim – en um leið sætt mikilli gagnrýni. TikTok hefur einnig rutt sér til rúms á Íslandi en hér á landi leynist talsverður fjöldi geysivinsælla notenda, sem margir hafa aflað sér fylgjenda svo skiptir hundruðum þúsunda. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson eru á meðal Íslendinganna sem slegið hafa í gegn á miðlinum, þessum nýjasta samfélagsmiðlarisa og einum allra umdeildasta. Hér lýsa þau reynslu sinni af TikTok og áhrifunum sem miðillinn hefur haft á þau, dægurmenningu og samfélagið allt. Hvað eiginlega er TikTok? TikTok var fyrst hleypt af stokkunum í Kína undir heitinu Douyin árið 2016 og gert aðgengilegt á alþjóðlegum mörkuðum árið eftir. TikTok sameinaðist svo smáforritinu Musical.ly, sem hafði notið fádæma vinsælda nokkrum árum áður, í ágúst árið 2018. Æ fleiri byrjuðu í kjölfarið að hlaða TikTok niður í síma sína og önnur tæki, og haustið sama ár varð forritið hið mest sótta í Bandaríkjunum. Aldrei áður hafði kínversku smáforriti hlotnast sá titill. Vinsældir TikTok hafa síðan margfaldast og það hefur nú fest sig rækilega í sessi meðal fremstu samfélagsmiðla heims. Fyrir þann sem aldrei hefur kíkt inn á TikTok er líklega nokkuð erfitt að skilja hvernig miðillinn gengur fyrir sig. En við skulum reyna að gera grein fyrir því. Í grundvallaratriðum snýst TikTok um að búa til stutt myndbönd, að hámarki ein mínúta að lengd, þar sem notandinn hefur í raun frjálsar hendur. Ýmiss konar hljóðbútar og lög eru í forgrunni í myndböndunum, sem notendur geta dansað við, sungið með og klippt saman eins og þá lystir. Við sjáum samansafn af dæmum. Og skemmtanagildið er gríðarlegt. Þegar TikTok er opnað blasir strax við notandanum endalaus uppspretta efnis. Það eina sem þarf að gera er bara að byrja að skrolla. Og fyrr en varir eru kannski liðnir tveir klukkutímar. Óteljandi myndbönd að baki og afþreyingin enn óþrjótandi. Áhrifavaldar og „íslensku gaurarnir“ TikTok hefur einkum fest sig í sessi meðal yngra fólks. Forritið er orðið eitt það vinsælasta, ef ekki það allra vinsælasta, hjá unglingum víða um heim og ætla má að Ísland fylgi fast á hæla alþjóðasamfélagsins í þeim efnum. Margir Íslendingar hafa enda tekið TikTok-framleiðslu föstum tökum og sumir með afar góðum árangri. Þetta eru til að mynda áhrifavaldar sem þegar búa að stórum fylgjendahóp á Instagram, eins og til dæmis fegurðardrottningin og athafnakonan Tanja Ýr, sem státar af um 520 þúsund fylgjendum á TikTok, og þá hefur Sunneva Einarsdóttir áhrifavaldur sankað að sér rúmlega 14 þúsund fylgjendum á miðlinum. @tanjayra Sunset in Sahara desert in #morocco 🌅 💃 #sahara #marrakech #travel #fyp #sunset #viral ♬ Arabic - Glaucio Duarte Aðrir Íslendingar sem komast á blað með nokkur hundruð þúsund fylgjendur eru Jón Ragnar Jónsson, betur þekktur undir nafninu @jonfromiceland, og Arnúlfur Hákonarson, eða @that.icelandic.guy. Jón er með á annað hundrað þúsund fylgjenda og Arnúlfur um 600 þúsund. @that.icelandic.guy watch this with the sound on ❤ #relax #earthday #videography #videographylove #videographerlife ♬ original sound - that.icelandic.guy TikTok-stjarna í bumbubolta á þriðjudögum Og enn er af nógu að taka. Þau Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson eru á meðal þeirra samlanda okkar sem gert hafa garðinn hvað frægastan á TikTok. Embla er tvítug, fædd árið 1999, alin upp í miðbæ Reykjavíkur og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð í fyrra. Hún starfar í fatabúð í Smáralind en einbeitir sér ekki síður að ferli sínum á samfélagsmiðlum, þar sem hún hefur aflað sér fylgjenda í þúsundatali fyrir ótrúlega færni á sviði förðunar, líkt og sést á myndbandinu hér fyrir neðan. @emblawigum I couldnt see anything with the contacts at the end so I filmed it literally blindly #art #artist #makeup #fyp #foryou ♬ Sunday Best by Surfaces - rapidsongs Arnar Gauti Arnarsson er fæddur árið 1998 og því 21 árs. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og er stúdent úr Flensborgarskólanum. Hann stundar nú nám við flugskólann Keili, rekur stafræna auglýsingastofu ásamt félögum sínum og spilar bumbubolta á þriðjudögum. „Og svo er ég auðvitað TikTok-stjarna,“ segir Arnar og hlær, þar sem hann situr við hlið Emblu. Og TikTok-stjörnuna má sjá „í aksjón“ hér fyrir neðan. @lilcurlyhaha When they get confidence, something magical happens ♬ Go Stupid - Polo G & Stunna 4 Vegas & NLE Choppa Blaðamaður hefur mælt sér mót við þau á kaffihúsi við Suðurlandsbraut. Þau eru að hittast í fyrsta sinn en kannast þó hvort við annað, enda bæði afar áberandi á TikTok. Þegar þetta er ritað státa Embla (@emblawigum) og Arnar (@lilcurlyhaha) hvort um sig af rétt tæplega 250 þúsund fylgjendum. Dágóður fjöldi, semsagt. Vaknaði við 500 þúsund nýja áhorfendur Við pöntum okkur kaffi áður en viðtalið hefst fyrir alvöru. Embla fær sér íslatte með haframjólk. Arnar biður um karamellu-frappuccino með engu kaffi. Við sammælumst öll um að slík pöntun sé algjört „power-move“, svokallað. Og svo byrjum við á byrjuninni. „Ég vissi ekki hvað Tik Tok var þannig séð,“ segir Embla, sem hóf vegferð sína á TikTok í byrjun árs 2019. „Ég hafði heyrt um þetta þegar það var Musical.ly í gamla daga. Þannig að ég hélt að þetta væri bara eitthvað sem bara litlir krakkar væru inn á. En síðan byrjaði annað „make up-fólk“ að vera inni á þessu þannig að ég hugsaði þá með mér að þetta væri kannski góð hugmynd að prófa, að stækka „platforminn“ minn.“ TikTok-ferill Arnars hófst nokkrum mánuðum síðar, eða haustið 2019. Og hefur dafnað rækilega síðan þá. „Gauti vinur minn var alltaf að segja að þetta væri svona nýja „thing-ið“. Ég trúði honum ekki en ég prófaði að fara inn á þetta. Það gekk ekkert þangað til ég var á Akureyri um áramótin og við strákarnir vorum að gista saman í herbergi. Og ég vakna allt í einu og þá voru fimm hundruð þúsund manns búnir að sjá myndbandið mitt. Og þá leið mér eins og ég væri TikTok-stjarna,“ segir Arnar. Þetta síðasta, vel að merkja, í gamansömum tón. Arnar Gauti Arnarsson er með mörg járn í eldinum. Hann stundar nám við flugskólann Keili, rekur stafræna auglýsingastofu ásamt félögum sínum og er svo auðvitað TikTok-stjarna.Vísir/vilhelm „Og síðan þá hef ég verið ógeðslega virkur. Eiginlega bara ofvirkur. Ég eyði alltof miklum tíma í þetta.“ Myndbandið sem vakti þessa miklu athygli og kom Arnari á kortið var tekið upp þegar hann var plötusnúður á B5 nokkrum dögum áður. Arnar lýsti þessum aðdraganda í viðtali við Gagnaverið í maí. Yfir tíu milljónir hafa nú horft á myndbandið, sem þó er ekki hið vinsælasta í safni Arnars. Næstum tvöfalt fleiri hafa horft á myndband sem Arnar birti nú í byrjun maí og sjá má hér að neðan. @lilcurlyhaha She really did that🥺 ♬ original sound - lilcurlyhaha Óútreiknanlegir algóriþmar Embla og Arnar eru sammála um að eitt svona „viral“ myndband, þ.e. myndband sem vekur svo að segja heimsathygli, geti haft úrslitaáhrif á vinsældir þess sem það birtir. Vinsælasta myndband Emblu, þar sem hún sýnir listilega förðunartakta nú í byrjun árs, státar af tæpum 15 milljón áhorfum og 2,7 milljónir hafa líkað við það þegar þetta er ritað. Embla segir að myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hafi fleytt henni langt. „Það getur breytt mjög miklu upp á fylgjendafjölda. Ég var með um 60 til 70 þúsund fylgjendur en svo póstaði ég þessu myndbandi og fór upp í 200 þúsund. En mér finnst TikTok samt öðruvísi en Instagram að því leyti að þótt þú sért með mjög háa fylgjendatölu þýðir það ekki endilega að öll vidjóin þín fái mjög mikið af lækum. Vídjóin þurfa að ná fyrir utan fylgjendahópinn þinn til að þau springi út,“ segir Embla. @emblawigum Needed to hop on this trend 🔥❄️ Please watch the whole thing!! #fyp #foryou #roundofapplause fire side ib @sarinanexie ♬ original sound - cyclemichael Frægðina öðlast maður á ensku Bandaríkjamarkaður er, líkt og á mörgum öðrum vígstöðvum, eftirsóttur á TikTok. Þar er miðillinn enda einna vinsælastur og bróðurpartur þeirra myndbanda sem slá í gegn, í það minnsta í hinum vestræna heimi, eru bandarísk. Embla og Arnar segjast pæla í þessu og jafnvel stíla efnið sitt inn á Bandaríkjamarkað, eða í það minnsta alþjóðlegan. Bæði skrifa þau textana við myndbönd sín til að mynda iðulega á ensku. „Ég hef aldrei gert neitt á íslensku af því að ég vil ekki „limita“ það, að það geti bara farið til Íslands. En ég pæli kannski ekki mikið meira í því,“ segir Embla. „Ég geri mín myndbönd líka á ensku,“ segir Arnar. „Og þá verður þetta ógeðslega asnalegt. Ég verð ekkert sáttur að sýna vinum mínum þetta. En ég geri bara myndbönd til þess að reyna að vera frægur, sko,“ segir hann og hlær. „En í alvörunni, ef ég geri myndbönd sem mér finnst fyndin þá fara þau ekki neitt, þá fæ ég kannski 20 þúsund áhorf eða eitthvað. En ef ég geri myndbönd sem eru ógeðslega asnaleg, þá virkar það.“ @emblawigum Removing this look that took me 5 hours 😭 #fyp #foryou #viral ♬ original sound - emblawigum „What, ertu íslensk?“ Ætli það sé þannig ekki óhætt að segja að meirihluti TikTok-notenda sem bregður fyrir á forsíðu miðilsins þegar rennt er í gegnum hann séu Bandaríkjamenn. Embla lýsir því til dæmis að samlandar hennar geri margir ráð fyrir að hún sé útlensk, frá Svíþjóð eða Bandaríkjunum, og lýsi oft yfir undrun sinni í athugasemdum við myndböndin hennar þegar þeir átta sig á hinu sanna. „Ég fæ rosalega mikið af kommentum, sem mér finnst mjög fyndið því ég er með það í bio-inu mínu á bæði Instagram og TikTok að ég sé íslensk. Og ég er með íslenskt nafn. En ég fæ alltaf bara: What, ertu íslensk? Ég er alltaf að svara svoleiðis kommentum. Fólk er enn í sjokki, það er mjög fyndið. En ég er með erlent eftirnafn, þannig að gæti spilað inn í.“ Aðdáendur á kaffihúsinu og í vinnunni Þá lenda bæði Embla og Arnar æ meira í því að ókunnugt fólk þekki þau á förnum vegi. Kaffibarþjónninn sem afgreiddi okkur að kaffinu þetta eftirmiðdegið kannaðist til að mynda við Arnar. „Hún bað um nafnið mitt til að kalla upp kaffið. Og ég sagði Arnar. Og þá sagði hún: Má ég ekki skrifa Curly? Hún hafði þá séð mig á TikTok og sagðist vera alltaf í kasti heima hjá sér yfir TikTokunum mínum. Svo var ég einhvern tímann í Firðinum að sækja póst. Þar var krakkahópur að elta mig og vildi taka upp TikTok. Ég nærist á þessu, mér finnst þetta ógeðslega gaman,“ segir Arnar. Fylgjendur Emblu Wigum eru oft hissa þegar þeir átta sig á því að hún er íslensk. Vísir/vilhelm Embla segist lenda ítrekað í þessu líka. „Sérstaklega mjög ungar stelpur sem koma til mín í vinnuna og vilja taka myndir eða eitthvað svoleiðis. Það er mjög gaman og sýnir manni að það er í alvörunni einhver að horfa á mann. Þegar maður er bara á bak við skjá og fær einhver komment, maður fattar ekki endilega að svona margar manneskjur séu að fylgjast með manni,“ segir Embla. Arnar tekur undir það. „Þetta er nefnilega fáránlega skrýtið. Það horfa í minnsta lagi fjörutíu þúsund manns á hvert myndband hjá mér og maður fattar ekki hvað það er samt mikið,“ segir Arnar. Embla segir jafnframt mikilvægt að leyfa áhorfstölunum ekki að hafa of mikið vægi. „Og þá einmitt hugsar maður stundum: Það er ekki nógu gott. Maður venst því svo að hugsa að það sé alltof lág tala miðað við hitt. En þetta er sjúklega mikið af fólki samt. Ef þú ímyndar þér allt þetta fólk í herbergi saman, þá er maður bara, já, ókei, sjitt. Svona mikið af fólki er að horfa á myndbandið mitt.“ Orðinn aðalmiðill unga fólksins Líkt og áður segir hefur TikTok nú skipað sér í hóp þeirra samfélagsmiðla sem flestir nota daglega. Og stjórnendur mala gull. Í síðasta mánuði var greint frá því að móðurfyrirtækið ByteDance hefði hagnast um þrjá milljarða Bandaríkjadala, um 416 milljarða íslenskra króna, í fyrra. TikTok hefur enda smeygt sér rækilega inn í vestræna dægurmenningu. Nú er til dæmis svo komið að topplistar um allan heim eru skipaðir tónlist sem fyrst náði vinsældum á TikTok. Þau Embla og Arnar eru sammála um að appið hafi mikil mótunaráhrif – það höfði einkum til yngri kynslóða, þjarmi ekki of mikið að athyglisgáfunni og svali tafarlaust þörfinni fyrir, oft og tíðum heilalaust, skemmtiefni. En halda þau að TikTok sé komið til að vera? „Eins og með alla svona samfélagsmiðla þá held ég að á endanum komi alltaf eitthvað nýtt. Eins og með Instagram, mér finnst Tik Tok eiginlega að vera að taka Instagram yfir núna. Fyrst var Facebook aðalmálið og svo kom Instagram og núna TikTok,“ segir Embla. @lilcurlyhaha Can’t let them know! @lildracohaha ♬ original sound - caleb.collins6 Þá bendir hún á að YouTube sé rótgróinn samfélagsmiðill, sem auk þess sé sá eini sem borgi notendum fyrir að birta efni. Á öðrum samfélagsmiðlum þurfa notendur að næla sér í samstarf með utanaðkomandi fyrirtækjum til að þyngja budduna. Og í beinu framhaldi af því förum við út í aðeins aðra sálma. „Ertu að tala ensku á YouTube?“ spyr Arnar og Embla svarar játandi. Netið er auðvitað alþjóðlegur markaður, líkt og vikið var að hér áður. „Það eru balls. Ég hefði ekki þorað því,“ segir Arnar. Embla svarar því til að það hafi einmitt ekki verið neitt sérstaklega auðvelt að ráðast í að taka upp myndbönd á ensku. „Þið trúið ekki hvað ég var stressuð þegar ég póstaði fyrsta vídjóinu mínu,“ segir Embla. „Mér finnst Íslendingar dæma svo mikið fyrir svona. Ef einhver er að gera eitthvað sem er aðeins óvenjulegt þá eru þeir bara: Vá, asnalegt. Og ég var einmitt bara: Á ég að þora að tala ensku og pósta á YouTube? Það verður gert svo mikið grín að mér! En ég gerði það og mér var bara alveg sama. Það er pottþétt einhver sem finnst þetta geðveikt asnalegt en mér er alveg sama. Og mér gengur alveg vel. Af hverju ætti ég að vera að pæla í því að einhver sé að gera grín að mér þegar þetta er að virka vel fyrir mig og gefa mér mikið. Af hverju ætti ég að hætta þegar einhverjum einum finnst ég asnaleg?“ „Eineltisappið“ TikTok „En talandi um gagnrýni,“ skýtur Arnar þá inn í, og rifjar upp atvik sem vinur hans lenti í á TikTok fyrir nokkru. „Krakkar eru brútal á TikTok. Mömmur þurfa að fara að rífa í krakkana sína. Vinur minn póstaði á TikTok um daginn og vaknar svo daginn eftir. Þá var komið fullt af kommentum, öll að dissa hann og segja að hann væri ljótur. Það er ekki gott að vakna við það. Þessir krakkar, það er enginn að stoppa þau. Foreldrarnir stoppa þau ekki.“ Þetta hefur einmitt einkennt umræðuna um TikTok í fjölmiðlum og annars staðar hingað til, í það minnsta hér á landi. Þannig hefur talsvert verið fjallað um TikTok sem nokkurs konar „eineltisapp“, þar sem nafnlaust níð fái að grassera stjórnlaust meðal ungra barna. Eitthvað er vissulega til í þessu, að mati Emblu og Arnars, enda verði þróunin ósjálfrátt í þá átt þegar fram kemur nýr miðill sem fullorðnir skilja síður og hafa ekki yfirsýn yfir. Það er enn þá þannig að börn og unglingar fá að leika lausum hala inni á TikTok nokkurn veginn óáreitt. En svoleiðis hefur það líka eiginlega alltaf verið. „Þegar ég var ung þá var það bara eitthvað annað,“ segir Embla. „Þá var það til dæmis Ask.fm. Allir voru að segja eitthvað ógeðslega leiðinlegt þar. Það er alltaf eitthvað. En mér finnst þá að foreldrar ættu að fylgjast aðeins með, sérstaklega þegar krakkinn þinn er ellefu ára eða eitthvað. Hann veit ekki hvað hann er að gera. Mér finnst hann þá ekki vera orðinn nógu gamall til að geta verið með samfélagsmiðla sjálfur.“ „En TikTok-efnið er barnvænt,“ bendir Arnar á. „Þú mátt oft ekki pósta af einhverju djammi, því er oft eytt.“ Embla tekur undir það. „Þú mátt ekki sýna áfengi eða neitt. Ég var með Halloween-make up í einu myndbandi og hélt á hníf, það var tekið út.“ @emblawigum video ib: @hanamartinx 💙 #notsoordinary #somanytears #makeup #christmasmakeup #foryou ♬ BDASH Breathe - bdash_2 Handbendi kínverskra stjórnvalda? Þar komum við einmitt inn á annan anga TikTok sem hlotið hefur talsverða gagnrýni. Ritskoðun. Eigendur TikTok hafa verið sakaðir um að hafa ritskoðað efni á miðlinum til að koma til móts við stjórnvöld í ríkjum á borð við Indónesíu, Bangladess – og ekki síst Kína. Efni sem orðið hefur ritskoðandi algóriþmum TikTok að bráð lýtur til dæmis að mótmælunum í Hong Kong, meintum mannréttindabrotum af hálfu kínverskra stjórnvalda og hinseginmálefnum. TikTok hefur heldur ekki þótt til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. Þannig sætir forritið nú rannsókn Evrópska persónuverndarráðsins eftir að upp komu áhyggjur af því að netöryggi barnungra notenda forritsins væri ábótavant. Þá hefur TikTok verið sakað um að beinlínis ganga erinda kínverskra stjórnvalda og láta þeim í té persónuupplýsingar um notendur sína, nokkuð sem stjórnendur TikTok þvertaka þó fyrir að gera. Persónuvernd birti einmitt í gær bréf vegna TikTok á vef sínum, þar sem ítrekað er að allir gæti fyllstu varúðar við notkun samfélagsmiðla. Bréfið má nálgast hér. Nú síðast sagði Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna að til skoðunar væri að banna TikTok í Bandaríkjunum. Hann varaði Bandaríkjamenn jafnframt við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ Þá sagði Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 nú í byrjun júlí að TikTok fylgdist betur með notendum sínum en þá grunaði. Forritið skoðaði í raun allt í síma notenda; raðnúmer, stærð skjásins, IP-tölu, GPS-staðsetningu svo fátt eitt sé nefnt, safnaði þessum upplýsingum og uppfærði á 30 sekúndna fresti. Þá hefði það einnig aðgang að lyklaborði símans og skoðaði hið svokallaða klippispjald, þar sem allur texti sem notendur afrita og líma er vistaður. „Það er nýtt að forrit fylgist með textanotkun með þessum hætti,“ sagði Guðmundur. En Embla og Arnar segjast þó hvorugt hafa miklar áhyggjur af slíku. „Nei. Facebook er hvort sem er með allt um mig sem þarf að vita,“ segir Arnar léttur í bragði. „Ég pæli ekki mikið í þessu,“ segir Embla. „En eitt sem mér finnst reyndar smá pirrandi sem ég lenti í um daginn. Ef þú póstar á TikTok, og það er líklega þannig á flestum samfélagsmiðlum, þá á TikTok-vídjóið þitt, eða höfundarréttinn. Og þau notuðu eitt vídjóið mitt sem fékk bara átta þúsund læk eða eitthvað í auglýsingu á Facebook. Og nafnið mitt kom ekki neins staðar fram. Og þessi auglýsing fékk um þrjár milljónir áhorfa. En það var ekkert sem ég gat gert, þau eiga myndbandið þegar ég pósta því inn á miðilinn. Smá pirrandi.“ Hæfileikar og ekki hæfileikar Þá hefur jafnframt borið á því, líkt og hefur raunar almennt verið viðloðandi umræðu um þá sem hafa lagt fyrir sig feril á samfélagsmiðlum, að TikTok-stjörnur hafi fátt til brunns að bera. Lítið sé lagt í efni sem þangað fer inn og velgengni á miðlinum krefjist ekki sérstakra hæfileika. „Þetta er samt þannig, sko,“ segir Arnar, inntur eftir viðbrögðum við þessu. „Eða ekki með þig reyndar. Það eru hæfileikar,“ bætir hann við og beinir orðum sínum þá til Emblu. Það er enda alveg óumdeilanlegt að förðunin sem hún sýnir á TikTok krefst gríðarlegrar færni. „En eins og með mig. Ég stend einhvers staðar og hugsa út í loftið og skrifa einhvern texta fyrir ofan mig. Það eru ekki hæfileikar. Sumir taka einhverja dansa sem krefjast engra hæfileika. En þetta sem ég er að gera virkar.“ Og Embla tekur upp hanskann fyrir framafólk á samfélagsmiðlum. Þarna sé hreinlega um að ræða tegund af afþreyingu, afþreyingu sem er alveg jafnrétthá og hver önnur. „Mér finnst fólk alltaf vera að drulla yfir samfélagsmiðlafólk. Eitthvað: „Ohh, þau eru bara að taka myndir af sér.“ En þetta er eins og að horfa á þátt. Þetta er bara afþreying. Þótt að þér finnist þetta ekki krefjast hæfileika og þó að þér finnist þetta ekki alvöru vinna þá skemmtir fólk sér samt við að fylgjast með.“
Bandaríkin íhuga að banna TikTok Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. 7. júlí 2020 09:04
Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu. 29. júní 2020 18:50
Eigandi TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári ByteDance, móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins TikTok hagnaðist um þrjá milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna, og fékk meira en 17 milljarða Bandaríkjadala, sem eru um 2.360 milljarðar íslenskra króna, í tekjur á síðasta ári. 23. júní 2020 22:36