Ennio Morricone er látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 07:16 Ennio Morricone á verðlaunahátíð í Mílanó á Ítalíu á síðasta ári. Getty Ítalska tónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Varð hann þá elsti maðurinn til að vinna til Óskarsverðlauna í „keppnisflokki“, það er þar sem verðlaun fyrir ævistarf eru undanskilin. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Morricone er mögulega þekktastur fyrir tónlistina í spagettívestrum Sergio Leone, þ.á.m. svokallaðri Dollaratrílógíu, þ.e. A Fistful of Dollars frá árinu 1964, For a Few Dollars More frá árinu 1965 og The Good, the Bad and the Ugly frá árinu 1966. Allar skörtuðu þær Clint Eastwood í aðalhlutverki sem „Nafnlausi maðurinn“. Einnig er tónlist hans úr spagettívestranum Once Upon a Time in the West úr smiðju sama leikstjóra víðþekkt. Leone sagði tónlist Morricone „ómissandi“ og fékk hann iðulega til að semja hana áður en upptökur hófust til að geta útfært upptökurnar út frá framlagi tónskáldsins. Í Róm, heimabæ Morricone, var hann einfaldlega þekktur sem „Maestro“. Hann samdi tónlist fyrir rúmlega 500 kvikmyndir á ferlinum, þar má til dæmis nefna Cinema Paradiso, The Battle of Algiers, The Thing, The Mission, The Untouchables, Mission to Mars, Bugsy, In the Line of Fire, Ripley's Game og svo The Hateful Eight. Hér að neðan má heyra lag sem Morricone gerði í samstarfi við Joan Baez árið 1971 fyrir kvikmyndina Sacco & Vanzetti, ásamt fleiri vel þekktum lögum eftir tónskáldið. Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Menning Tónlist Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ítalska tónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Varð hann þá elsti maðurinn til að vinna til Óskarsverðlauna í „keppnisflokki“, það er þar sem verðlaun fyrir ævistarf eru undanskilin. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Morricone er mögulega þekktastur fyrir tónlistina í spagettívestrum Sergio Leone, þ.á.m. svokallaðri Dollaratrílógíu, þ.e. A Fistful of Dollars frá árinu 1964, For a Few Dollars More frá árinu 1965 og The Good, the Bad and the Ugly frá árinu 1966. Allar skörtuðu þær Clint Eastwood í aðalhlutverki sem „Nafnlausi maðurinn“. Einnig er tónlist hans úr spagettívestranum Once Upon a Time in the West úr smiðju sama leikstjóra víðþekkt. Leone sagði tónlist Morricone „ómissandi“ og fékk hann iðulega til að semja hana áður en upptökur hófust til að geta útfært upptökurnar út frá framlagi tónskáldsins. Í Róm, heimabæ Morricone, var hann einfaldlega þekktur sem „Maestro“. Hann samdi tónlist fyrir rúmlega 500 kvikmyndir á ferlinum, þar má til dæmis nefna Cinema Paradiso, The Battle of Algiers, The Thing, The Mission, The Untouchables, Mission to Mars, Bugsy, In the Line of Fire, Ripley's Game og svo The Hateful Eight. Hér að neðan má heyra lag sem Morricone gerði í samstarfi við Joan Baez árið 1971 fyrir kvikmyndina Sacco & Vanzetti, ásamt fleiri vel þekktum lögum eftir tónskáldið.
Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Menning Tónlist Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira