Erna Dís: „Nauðsynlegt að vera ástfangnir vitleysingar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júní 2020 20:47 Þegar við erum bara tvö og barnlaus finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Þetta segir Erna Dís þáttastjórnandi á FM957 í viðtalsliðnum Ást er. Ég er með þáttinn Magasín ásamt Brynjari Má sem er á dagskrá daglega frá kl. 16 - 18. Það má segja við séum að endurvekja þáttinn en hann var á dagskrá alla virka morgna fyrir rúmum átta árum síðan. Erna er í sambandi með Magnúsi Þór Reynissyni og saman eiga þau eina tveggja ára stelpu. „Ég fékk svo eina skvísu í kaupbæti þegar við byrjuðum saman, hún er tíu ára og alveg að verða ellefu, eða næstum því átján, haha!“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Dirty Dancing! Ég bauð kærastanum mínum upp á þessa klassík á öðru stefnumótinu okkar. Hann horfði á hana til enda án þess að sofna eða missa áhugann (kannski er hann bara góður leikari). Þá vissi ég að hann væri pottþétt skotinn í mér. Erna segir að hún hafi séð að kærasti sinn væri pottþétt skotinn í sér þegar hann nennti að horfa með henni á myndina Dirty Dancing, alveg til enda. Aðsend mynd Fyrsti kossinn: Voru ákveðin tímamót. Uppáhalds ástarsorgar power-ballaðan mín er: Það er ekki hægt að velja bara eitt lag. Someone Like You með Adele er klassík. Svo var Only Love Can Hurt Like This með Paloma Faith mikið spilað eitt árið ásamt Say You Love Me með Jessie Ware. Lagið „okkar“ er: Be The One með Dua Lipa. Svo er það líka Rock The Boat með Hues Corporation. Það lag er mjög oft spilað heima hjá okkur. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þegar við erum bara tvö og barnlaus, þá finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Ástfangnir vitleysingar.Aðsend mynd Uppáhaldsmaturinn minn: Sushi! Er sushi sjúk. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Ég gaf honum heilsukodda þar sem hann var svo ánægður með minn. Hann var það ánægður með minn að ég fékk ekkert lengur að hafa hann í friði. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Ofboðslega fallegt rose gold armbandsúr. Ég elska að: Vera með fjölskyldunni minni. Öll samvera með þeim er dýrmæt og maður kann betur að meta litlu hlutina með aldrinum. Erna Dís segist elska að vera með fjölskyldunni og segist kunna betur að meta litlu hlutina með aldrinum.Aðsend mynd Kærastinn minn er: Allt sem ég óskaði mér og svo miklu meira. Betri og skemmtilegri maka get ég ekki hugsað mér. Rómantískasti staður á landinu er: Djúpavík er í miklu uppáhaldi. Fegurðin og kyrrðin þar fyllir hjartað af rómans. Djúpavík er rómantískasti staðurinn á landinu að mati Ernu Dísar. Aðsend mynd Ást er: Besta tilfinning í heimi, með rétta aðilanum. Erna Dís og kærasti hennar, Magnús. Aðsend mynd Ástin og lífið Ást er... Tengdar fréttir Erna Dís: „Nauðsynlegt að vera ástfangnir vitleysingar“ Þegar við erum bara tvö og barnlaus finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Þetta segir Erna Dís þáttastjórnandi á FM957 í viðtalsliðnum Ást er. 30. júní 2020 20:47 Föðurland: „Pabbar þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér“ „Pabbar þurfa að vera duglegri að ræða málin. Þeir þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér og byrja að ræða þær“. Segir Arnar Jónmundsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. júní 2020 09:09 Meirihluti hefur áhuga á bondage kynlífi „Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, er forvitnin enn meiri“. Þetta segir Sólhrafn Elí talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi. 29. júní 2020 10:27 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Þegar við erum bara tvö og barnlaus finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Þetta segir Erna Dís þáttastjórnandi á FM957 í viðtalsliðnum Ást er. Ég er með þáttinn Magasín ásamt Brynjari Má sem er á dagskrá daglega frá kl. 16 - 18. Það má segja við séum að endurvekja þáttinn en hann var á dagskrá alla virka morgna fyrir rúmum átta árum síðan. Erna er í sambandi með Magnúsi Þór Reynissyni og saman eiga þau eina tveggja ára stelpu. „Ég fékk svo eina skvísu í kaupbæti þegar við byrjuðum saman, hún er tíu ára og alveg að verða ellefu, eða næstum því átján, haha!“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Dirty Dancing! Ég bauð kærastanum mínum upp á þessa klassík á öðru stefnumótinu okkar. Hann horfði á hana til enda án þess að sofna eða missa áhugann (kannski er hann bara góður leikari). Þá vissi ég að hann væri pottþétt skotinn í mér. Erna segir að hún hafi séð að kærasti sinn væri pottþétt skotinn í sér þegar hann nennti að horfa með henni á myndina Dirty Dancing, alveg til enda. Aðsend mynd Fyrsti kossinn: Voru ákveðin tímamót. Uppáhalds ástarsorgar power-ballaðan mín er: Það er ekki hægt að velja bara eitt lag. Someone Like You með Adele er klassík. Svo var Only Love Can Hurt Like This með Paloma Faith mikið spilað eitt árið ásamt Say You Love Me með Jessie Ware. Lagið „okkar“ er: Be The One með Dua Lipa. Svo er það líka Rock The Boat með Hues Corporation. Það lag er mjög oft spilað heima hjá okkur. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þegar við erum bara tvö og barnlaus, þá finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Ástfangnir vitleysingar.Aðsend mynd Uppáhaldsmaturinn minn: Sushi! Er sushi sjúk. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Ég gaf honum heilsukodda þar sem hann var svo ánægður með minn. Hann var það ánægður með minn að ég fékk ekkert lengur að hafa hann í friði. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Ofboðslega fallegt rose gold armbandsúr. Ég elska að: Vera með fjölskyldunni minni. Öll samvera með þeim er dýrmæt og maður kann betur að meta litlu hlutina með aldrinum. Erna Dís segist elska að vera með fjölskyldunni og segist kunna betur að meta litlu hlutina með aldrinum.Aðsend mynd Kærastinn minn er: Allt sem ég óskaði mér og svo miklu meira. Betri og skemmtilegri maka get ég ekki hugsað mér. Rómantískasti staður á landinu er: Djúpavík er í miklu uppáhaldi. Fegurðin og kyrrðin þar fyllir hjartað af rómans. Djúpavík er rómantískasti staðurinn á landinu að mati Ernu Dísar. Aðsend mynd Ást er: Besta tilfinning í heimi, með rétta aðilanum. Erna Dís og kærasti hennar, Magnús. Aðsend mynd
Ástin og lífið Ást er... Tengdar fréttir Erna Dís: „Nauðsynlegt að vera ástfangnir vitleysingar“ Þegar við erum bara tvö og barnlaus finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Þetta segir Erna Dís þáttastjórnandi á FM957 í viðtalsliðnum Ást er. 30. júní 2020 20:47 Föðurland: „Pabbar þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér“ „Pabbar þurfa að vera duglegri að ræða málin. Þeir þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér og byrja að ræða þær“. Segir Arnar Jónmundsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. júní 2020 09:09 Meirihluti hefur áhuga á bondage kynlífi „Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, er forvitnin enn meiri“. Þetta segir Sólhrafn Elí talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi. 29. júní 2020 10:27 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Erna Dís: „Nauðsynlegt að vera ástfangnir vitleysingar“ Þegar við erum bara tvö og barnlaus finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Þetta segir Erna Dís þáttastjórnandi á FM957 í viðtalsliðnum Ást er. 30. júní 2020 20:47
Föðurland: „Pabbar þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér“ „Pabbar þurfa að vera duglegri að ræða málin. Þeir þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér og byrja að ræða þær“. Segir Arnar Jónmundsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. júní 2020 09:09
Meirihluti hefur áhuga á bondage kynlífi „Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, er forvitnin enn meiri“. Þetta segir Sólhrafn Elí talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi. 29. júní 2020 10:27