Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júlí 2020 10:00 Rannsókn sem framkvæmd var í tíu löndum sýnir að mjög margir upplifa sig einmana í vinnunni. Vísir/Getty Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum. Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum.
Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira