Afmælisgjöf hjúkrunarfræðingsins Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 13. júní 2020 11:00 Þau eru margvísleg tímamótin um þessar mundir sem tengjast hjúkrunarfræðingum, sum gleðileg, önnur ekki. Í dag klukkan 18:50 eru slétt fimm ár frá því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, sem rétt eins og nú, voru að berjast fyrir mannsæmandi kjörum. Þá voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Ekki var hún falleg sú afmælisgjöf. Fimm árum síðar hefur ekkert breyst hjá hjúkrunarfræðingum sem enn berjast fyrir því að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sitja fund eftir fund með samninganefnd ríkisins og í fjölmiðlum hljómar sami söngur og þá frá sumum; hvort ekki þurfi bara að setja lög á hjúkrunarfræðinga. Gleymd er gríðarlega vinna hjúkrunarfræðinga í Covid-19 faraldrinum og þess í stað talað fjálglega um að ófaglærðir geti nú alveg sinnt sýnatöku þeirra fáu ferðamanna sem hingað koma. Hamrað er á því að ekki sé hægt að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun vegna Lífskjarasamninga, á sama tíma og almenningur horfir upp á þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar þiggja tugprósenta launahækkanir. Og já, því er sífellt kastað út í umræðuna að hjúkrunarfræðingar geti alveg hækkað launin sín með því að vinna meiri aukavinnu. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar bara að vinna líka á kvöldin til að fá mannsæmandi laun þegar flestir aðrir sameinast við matarborðið með fjölskyldum sínum. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna um helgar til að eiga fyrir útgjöldum heimilisins þegar aðrar fjölskyldur fara út á land til að nýta ferðagjöf stjórnvalda. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna á hátíðisdögum til að ná öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum í launum í stað þess að samfagna með ættingjum og vinum. Þess er svo minnst í ár að 200 ár eru frá fæðingu Florence Nightingale og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að fylkja sér um hjúkrunarfræðinga og minnast mikilvægi starfa þeirra. Hvaða afmælisgjöf ætli hjúkrunarfræðingar fái þá í ár? Mannsæmandi laun eða sömu afmælisgjöf og fyrir fimm árum? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Landspítalinn Verkföll 2020 Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Þau eru margvísleg tímamótin um þessar mundir sem tengjast hjúkrunarfræðingum, sum gleðileg, önnur ekki. Í dag klukkan 18:50 eru slétt fimm ár frá því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, sem rétt eins og nú, voru að berjast fyrir mannsæmandi kjörum. Þá voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Ekki var hún falleg sú afmælisgjöf. Fimm árum síðar hefur ekkert breyst hjá hjúkrunarfræðingum sem enn berjast fyrir því að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sitja fund eftir fund með samninganefnd ríkisins og í fjölmiðlum hljómar sami söngur og þá frá sumum; hvort ekki þurfi bara að setja lög á hjúkrunarfræðinga. Gleymd er gríðarlega vinna hjúkrunarfræðinga í Covid-19 faraldrinum og þess í stað talað fjálglega um að ófaglærðir geti nú alveg sinnt sýnatöku þeirra fáu ferðamanna sem hingað koma. Hamrað er á því að ekki sé hægt að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun vegna Lífskjarasamninga, á sama tíma og almenningur horfir upp á þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar þiggja tugprósenta launahækkanir. Og já, því er sífellt kastað út í umræðuna að hjúkrunarfræðingar geti alveg hækkað launin sín með því að vinna meiri aukavinnu. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar bara að vinna líka á kvöldin til að fá mannsæmandi laun þegar flestir aðrir sameinast við matarborðið með fjölskyldum sínum. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna um helgar til að eiga fyrir útgjöldum heimilisins þegar aðrar fjölskyldur fara út á land til að nýta ferðagjöf stjórnvalda. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna á hátíðisdögum til að ná öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum í launum í stað þess að samfagna með ættingjum og vinum. Þess er svo minnst í ár að 200 ár eru frá fæðingu Florence Nightingale og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að fylkja sér um hjúkrunarfræðinga og minnast mikilvægi starfa þeirra. Hvaða afmælisgjöf ætli hjúkrunarfræðingar fái þá í ár? Mannsæmandi laun eða sömu afmælisgjöf og fyrir fimm árum? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun