Liverpool goðsögn óttast að Klopp fari frá Liverpool og taki við Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 15:30 Virgil van Dijk og Jürgen Klopp hafa væntanlega ástæðu til að fagna á næstunni. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp er sex stigum frá því að gera Liverpool að enskum meisturum í fyrsta sinn í þrjátíu ár og verða um leið fyrsti knattspyrnustjóri Liverpool til að vinna ensku úrvalsdeildina. Jürgen Klopp tók við liðinu árið 2015 og hefur byggt upp frábært lið á Anfield, lið sem er ekki aðeins að vinna ensku úrvalsdeildina í ár, heldur rústa henni. Vangaveltur Liverpool goðsagnarinnar Steve McManaman eru því kannski ekki skemmtilegur lestur fyrir stuðningsmenn Liverpool liðsins sem vilja nú fagna því að enska úrvalsdeildina sé aftur að fara af stað og að þeir geti loksins farið að fagna enska meistaratitlinum. Steve McManaman tips Jurgen Klopp to leave Liverpool for Bayern Munich https://t.co/05o0iRbyiJ pic.twitter.com/zVkGurLex2— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2020 Steve McManaman var spurður út í Jürgen Klopp og framtíð hans hjá Liverpool. „Ég held að hann elski Liverpool og ensku úrvalsdeildina. En ég sé hann líka fyrir mér fara aftur til Þýskalands og taka við liði Bayern München,“ sagði Steve McManaman við Daily Star. „Hvernig félagið er rekið og hvernig er komið fram við þýsku stjórana þarna. Ég held að við getum ekki útilokað það. Fyrir nokkrum árum leit eins og Bayern væri á á síðasta snúningi en núna eru þeir með marga spennandi unga og hungraða leikmenn í bland við þá eldri,“ sagði McManaman. Real Madrid hefur verið orðað við Jürgen Klopp eins og marga af hans stjörnuleikmönnum. Steve McManaman efast hins vegar um að Klopp hefði áhuga á því að fara til Spánar. „Ég er ekki viss um að Klopp hafi ástríðuna fyrir því að taka við Real Madrid eða Barcelona og ég sé ekki af hverju hann ætti að fara til Spánar,“ sagði Steve McManaman. Steve McManaman er alinn upp hjá Liverpool og lék með liðinu frá 1990 til 1999 en hann fór þaðan til Real Madrid og endaði svo ferilinn hjá Manchester City. Enski boltinn Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira
Jürgen Klopp er sex stigum frá því að gera Liverpool að enskum meisturum í fyrsta sinn í þrjátíu ár og verða um leið fyrsti knattspyrnustjóri Liverpool til að vinna ensku úrvalsdeildina. Jürgen Klopp tók við liðinu árið 2015 og hefur byggt upp frábært lið á Anfield, lið sem er ekki aðeins að vinna ensku úrvalsdeildina í ár, heldur rústa henni. Vangaveltur Liverpool goðsagnarinnar Steve McManaman eru því kannski ekki skemmtilegur lestur fyrir stuðningsmenn Liverpool liðsins sem vilja nú fagna því að enska úrvalsdeildina sé aftur að fara af stað og að þeir geti loksins farið að fagna enska meistaratitlinum. Steve McManaman tips Jurgen Klopp to leave Liverpool for Bayern Munich https://t.co/05o0iRbyiJ pic.twitter.com/zVkGurLex2— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2020 Steve McManaman var spurður út í Jürgen Klopp og framtíð hans hjá Liverpool. „Ég held að hann elski Liverpool og ensku úrvalsdeildina. En ég sé hann líka fyrir mér fara aftur til Þýskalands og taka við liði Bayern München,“ sagði Steve McManaman við Daily Star. „Hvernig félagið er rekið og hvernig er komið fram við þýsku stjórana þarna. Ég held að við getum ekki útilokað það. Fyrir nokkrum árum leit eins og Bayern væri á á síðasta snúningi en núna eru þeir með marga spennandi unga og hungraða leikmenn í bland við þá eldri,“ sagði McManaman. Real Madrid hefur verið orðað við Jürgen Klopp eins og marga af hans stjörnuleikmönnum. Steve McManaman efast hins vegar um að Klopp hefði áhuga á því að fara til Spánar. „Ég er ekki viss um að Klopp hafi ástríðuna fyrir því að taka við Real Madrid eða Barcelona og ég sé ekki af hverju hann ætti að fara til Spánar,“ sagði Steve McManaman. Steve McManaman er alinn upp hjá Liverpool og lék með liðinu frá 1990 til 1999 en hann fór þaðan til Real Madrid og endaði svo ferilinn hjá Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira