Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2020 19:30 Þórunn Reynisdóttir segir gjaldið sem stjórnvöld hyggist innheimta fyrir covid19 sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. júli vera allt of hátt. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir gjaldið sem leggja eigi á farþega vegna sýnatöku við komuna til landsins allt of hátt og stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína. Hætt er við að fjöldi ferðaskrifstofa fari á hausinn. Allir sem koma til landsins og eftir opnun landamæranna hinn 15. júní og eru fæddir fyrir árið 2005 verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fram til mánaðamóta verður sýnatakan gjaldfrí. En frá og með 1. júlí þurfa allir eldri en fimmtán ára að greiða 15.000 krónur fyrir veiruprófið samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn var ný búin að heyra af gjaldtökunni þegar við ræddum við hana í dag. „Mér finnst þetta svakalega há upphæð. Ríkisstjórnin og þeir sem standa að þessari tölu hljóta að hugsa þetta upp á nýtt. Því það er nokkuð ljóst að fjögurra manna fjölskylda, hvort sem hún er að fara til Spánar eða koma frá Ameríku eða Þýskalandi til Íslands, er ekki að fara að greiða þetta,“ segir Þórunn. Allir sem fæddir eru eftir árið 2005 verða að greiða 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatökufrá og með 1. júlí.Vísir/ Vilhelm Ferðaskrifstofur landsins, stórar og smáar, urðu fyrir algeru tekjuhruni þegar flugsamgöngur lögðust af í byrjun mars. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði fram frumvarp um að ferðaskrifstofur gætu greitt ófarnar ferðir með inneignarnótum en það dó í meðförum þingsins. „Við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Sum verkefni leggur maður af stað í og heldur að þau klárist. Svo bara gerast hlutir og það er ekki stuðningur við málið eins og við lögðum það fram,“ segir Þórdís. Hins vegar telji hún að ýmsar aðrar aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til eftir að frumvarpið kom fram eigi að gagnast mörgum ferðaskrifstofum. „Annað sem hefur breyst er að við erum að opna landið eftir rúma viku. Við héldum að það væri miklu lengra í það þegar við vorum að skoða þessi mál. En það breytir ekki því að það var auðvitað ástæða fyrir að ég lagði fram þetta frumvarp. Af því að staðan er alvarleg. Vegna þess að það eru fyrirtæki sem ekki munu komast í gegnum þetta að óbreyttu. Það hefur ekkert breyst,“ segir ferðamálaráðherra. Réttur neytenda til endurgreiðslu sé þó alveg skýr Þórdís Kolbrún segir ekki reiknað með öðru frumvarpi til að taka á vanda ferðaskrifstofa. Þær eru rúmlega þrjú hundruð í landinu. Hætt sé við að margar þeirra smærri sem ekki hafi aðgang að bakhjörlum og jafnvel með heimili eigendanna að veði lifi þetta ekki af. Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir bæði hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti aftur á móti hafa hjálpað til hjá hennar fyrirtæki. En því miður nái brúarlánin ekki til ferðaskrifstofa. „Þetta kom mjög illa við okkur í ljósi þess að við vorum búin að fyrirframgreiða alla þjónustu fyrir okkar viðskiptavini sem voru á leið í sitt frí. Og að fá kröfu um að endurgreiða innan fjórtán daga gefur augaleið að er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Þar af leiðandi hefur það tekið lengri tíma fyrir okkur að endurgreiða,“ segir Þórunn. Hins vegar séu greiðslur byrjaðar að berast frá hótelum, flugfélögum og öðrum þjónustuaðilum. Því sé hart að fá svo hátt gjald á sýnatökurnar loksins þegar byrjað sé að létta til. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir gjaldið sem leggja eigi á farþega vegna sýnatöku við komuna til landsins allt of hátt og stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína. Hætt er við að fjöldi ferðaskrifstofa fari á hausinn. Allir sem koma til landsins og eftir opnun landamæranna hinn 15. júní og eru fæddir fyrir árið 2005 verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fram til mánaðamóta verður sýnatakan gjaldfrí. En frá og með 1. júlí þurfa allir eldri en fimmtán ára að greiða 15.000 krónur fyrir veiruprófið samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn var ný búin að heyra af gjaldtökunni þegar við ræddum við hana í dag. „Mér finnst þetta svakalega há upphæð. Ríkisstjórnin og þeir sem standa að þessari tölu hljóta að hugsa þetta upp á nýtt. Því það er nokkuð ljóst að fjögurra manna fjölskylda, hvort sem hún er að fara til Spánar eða koma frá Ameríku eða Þýskalandi til Íslands, er ekki að fara að greiða þetta,“ segir Þórunn. Allir sem fæddir eru eftir árið 2005 verða að greiða 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatökufrá og með 1. júlí.Vísir/ Vilhelm Ferðaskrifstofur landsins, stórar og smáar, urðu fyrir algeru tekjuhruni þegar flugsamgöngur lögðust af í byrjun mars. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði fram frumvarp um að ferðaskrifstofur gætu greitt ófarnar ferðir með inneignarnótum en það dó í meðförum þingsins. „Við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Sum verkefni leggur maður af stað í og heldur að þau klárist. Svo bara gerast hlutir og það er ekki stuðningur við málið eins og við lögðum það fram,“ segir Þórdís. Hins vegar telji hún að ýmsar aðrar aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til eftir að frumvarpið kom fram eigi að gagnast mörgum ferðaskrifstofum. „Annað sem hefur breyst er að við erum að opna landið eftir rúma viku. Við héldum að það væri miklu lengra í það þegar við vorum að skoða þessi mál. En það breytir ekki því að það var auðvitað ástæða fyrir að ég lagði fram þetta frumvarp. Af því að staðan er alvarleg. Vegna þess að það eru fyrirtæki sem ekki munu komast í gegnum þetta að óbreyttu. Það hefur ekkert breyst,“ segir ferðamálaráðherra. Réttur neytenda til endurgreiðslu sé þó alveg skýr Þórdís Kolbrún segir ekki reiknað með öðru frumvarpi til að taka á vanda ferðaskrifstofa. Þær eru rúmlega þrjú hundruð í landinu. Hætt sé við að margar þeirra smærri sem ekki hafi aðgang að bakhjörlum og jafnvel með heimili eigendanna að veði lifi þetta ekki af. Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir bæði hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti aftur á móti hafa hjálpað til hjá hennar fyrirtæki. En því miður nái brúarlánin ekki til ferðaskrifstofa. „Þetta kom mjög illa við okkur í ljósi þess að við vorum búin að fyrirframgreiða alla þjónustu fyrir okkar viðskiptavini sem voru á leið í sitt frí. Og að fá kröfu um að endurgreiða innan fjórtán daga gefur augaleið að er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Þar af leiðandi hefur það tekið lengri tíma fyrir okkur að endurgreiða,“ segir Þórunn. Hins vegar séu greiðslur byrjaðar að berast frá hótelum, flugfélögum og öðrum þjónustuaðilum. Því sé hart að fá svo hátt gjald á sýnatökurnar loksins þegar byrjað sé að létta til.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43