Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 17:43 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir 15 þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. Verðið sé alltof hátt og hafi þegar valdið því að ferðamenn afbóki í hrönnum fyrirhugaðar ferðir til Íslands. Tilkynnt var í dag að farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15 þúsund króna gjald vegna sýnatökunnar. Sýnataka á landamærunum hefst 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur 15 þúsund króna gjald fyrir skimun vera of hátt. „Mér finnst þetta verð sem sett er upp algjörlega galið. Þetta er alltof hátt. Það er algjörlega ljóst að þetta mun hafa, og hefur þegar haft, frá því að þetta var tilkynnt verulega neikvæð áhrif. Þetta er bara að valda tjóni strax,“ sagði Jóhannes Þór í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það eru strax komnar afbókanir vegna þess að verð sé of hátt, þetta bæti of miklu við hlutfallslega gagnvart til dæmis flugmiðum. Þetta er í raun ígildi skattlagningar á ferðamenn og í allri þeirri umræðu sem við höfum rætt síðustu ár um skattlagningu á ferðaþjónustu þá hefur engum dottið það í hug að setja 15 þúsund króna gjald inn í landið vegna þess að allir hafa gert sér grein fyrir því hversu neikvæð áhrif það myndi hafa.“ Fælingarmáttur gjaldtökunnar sé þegar að koma í ljós. „Sem dæmi þá ræddi ég við ferðaþjónustufyrirtæki fyrir nokkrum mínútum sem sagði mér frá því að eftir að þetta var tilkynnt núna áðan þá hringdi erlend ferðaskrifstofa í þetta íslenska fyrirtæki og afbókaði fimm stóra hópa í sumar beinlínis vegna þess að þetta kostar svona mikið,“ sagði Jóhannes Þór. „Ég get með engu móti skilið hvernig þessi rök sem eru sett fyrir þessari ákvörðun eiga að halda. Það skilur enginn sem hefur eitthvað vit á ferðaþjónustufyrirtæki.“ Væri hægt að vinna með fjögurþúsundkall Þá sagði Jóhannes Þór að ferðaþjónustan hafi ætíð sett sig upp á móti hugmyndum um svo hátt skimunargjald. Sú afstaða hafi komið fram í fjölmiðlum og samtölum við stjórnvöld. „Þarna er fjöldi fólks sem mun ekki hafa áhuga á því að nýta sér þegar bókaða ferð til Íslands af því að þetta er aukakostnaður ofan á það sem gert var ráð fyrir, eða þá mun ekki bóka nýja ferð því þetta er þá nærri því að tvöfalda flugmiðaverðið.“ Inntur eftir því hvernig hann teldi að best væri að skipta kostnaðinum sagði Jóhannes Þór að ýmsir þættir hefðu þar áhrif. „Þetta fer svolítið eftir því hvað menn horfa til að sé beinn kostnaður vegna þessarar skimunar. Miðað við þær skýrslur sem hafa komið fram þá sýnist mér að það sé nú aðeins misvísandi, hvað mönnum finnst vera akkúrat beinn kostnaður vegna þessa eða eitthvað sem hefði hvort eð er þurft að uppfæra hér í tækjabúnaði eða öðrum kosti,“ sagði Jóhannes Þór. „En hér hafa verið nefndar af öðrum sem betur þekkja til tölur upp á til dæmis þrjú til fjögur þúsund krónur. Það er tala sem væri hægt að vinna með í þessu samhengi.“ „Erfiðast, flóknast og dýrast“ að ferðast til Íslands Með 15 þúsund króna gjaldi við landamærin sé Ísland að skapa sér miður góða sérstöðu á heimsvísu. Jákvæð umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland sem öruggan áfangastað hefði lítið að segja gagnvart þessum nýju vendingum. „Ég held ég get fullyrt að það er ekkert ríki í Evrópu sem ætlar að rukka alla ferðamenn sem koma ti landsins um hundrað evrur á landamærunum. Það er ekki til í dæminu. Við erum að horfa á það miklu frekar í Evrópu að það er verið að opna landamærin án skimunar og aukakostnaðar,“ sagði Jóhannes Þór. „Það stefnir í það að við verðum það land í Evrópu sem verður erfiðast, flóknast og dýrast að ferðast til.“ Viðtalið við Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna. 5. júní 2020 12:58 Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Telur íslensk yfirvöld velja varfærnari leið en aðrar þjóðir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuaðila hafa vonast eftir því að samræmi yrði milli landa varðandi reglur um komu ferðamanna. 3. júní 2020 11:34 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir 15 þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. Verðið sé alltof hátt og hafi þegar valdið því að ferðamenn afbóki í hrönnum fyrirhugaðar ferðir til Íslands. Tilkynnt var í dag að farþegar sem koma til landsins og kjósa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví munu frá 1. júlí næstkomandi greiða 15 þúsund króna gjald vegna sýnatökunnar. Sýnataka á landamærunum hefst 15. júní og verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en börn fædd árið 2005 eða síðar munu ekki þurfa að fara í sýnatöku. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur 15 þúsund króna gjald fyrir skimun vera of hátt. „Mér finnst þetta verð sem sett er upp algjörlega galið. Þetta er alltof hátt. Það er algjörlega ljóst að þetta mun hafa, og hefur þegar haft, frá því að þetta var tilkynnt verulega neikvæð áhrif. Þetta er bara að valda tjóni strax,“ sagði Jóhannes Þór í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það eru strax komnar afbókanir vegna þess að verð sé of hátt, þetta bæti of miklu við hlutfallslega gagnvart til dæmis flugmiðum. Þetta er í raun ígildi skattlagningar á ferðamenn og í allri þeirri umræðu sem við höfum rætt síðustu ár um skattlagningu á ferðaþjónustu þá hefur engum dottið það í hug að setja 15 þúsund króna gjald inn í landið vegna þess að allir hafa gert sér grein fyrir því hversu neikvæð áhrif það myndi hafa.“ Fælingarmáttur gjaldtökunnar sé þegar að koma í ljós. „Sem dæmi þá ræddi ég við ferðaþjónustufyrirtæki fyrir nokkrum mínútum sem sagði mér frá því að eftir að þetta var tilkynnt núna áðan þá hringdi erlend ferðaskrifstofa í þetta íslenska fyrirtæki og afbókaði fimm stóra hópa í sumar beinlínis vegna þess að þetta kostar svona mikið,“ sagði Jóhannes Þór. „Ég get með engu móti skilið hvernig þessi rök sem eru sett fyrir þessari ákvörðun eiga að halda. Það skilur enginn sem hefur eitthvað vit á ferðaþjónustufyrirtæki.“ Væri hægt að vinna með fjögurþúsundkall Þá sagði Jóhannes Þór að ferðaþjónustan hafi ætíð sett sig upp á móti hugmyndum um svo hátt skimunargjald. Sú afstaða hafi komið fram í fjölmiðlum og samtölum við stjórnvöld. „Þarna er fjöldi fólks sem mun ekki hafa áhuga á því að nýta sér þegar bókaða ferð til Íslands af því að þetta er aukakostnaður ofan á það sem gert var ráð fyrir, eða þá mun ekki bóka nýja ferð því þetta er þá nærri því að tvöfalda flugmiðaverðið.“ Inntur eftir því hvernig hann teldi að best væri að skipta kostnaðinum sagði Jóhannes Þór að ýmsir þættir hefðu þar áhrif. „Þetta fer svolítið eftir því hvað menn horfa til að sé beinn kostnaður vegna þessarar skimunar. Miðað við þær skýrslur sem hafa komið fram þá sýnist mér að það sé nú aðeins misvísandi, hvað mönnum finnst vera akkúrat beinn kostnaður vegna þessa eða eitthvað sem hefði hvort eð er þurft að uppfæra hér í tækjabúnaði eða öðrum kosti,“ sagði Jóhannes Þór. „En hér hafa verið nefndar af öðrum sem betur þekkja til tölur upp á til dæmis þrjú til fjögur þúsund krónur. Það er tala sem væri hægt að vinna með í þessu samhengi.“ „Erfiðast, flóknast og dýrast“ að ferðast til Íslands Með 15 þúsund króna gjaldi við landamærin sé Ísland að skapa sér miður góða sérstöðu á heimsvísu. Jákvæð umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland sem öruggan áfangastað hefði lítið að segja gagnvart þessum nýju vendingum. „Ég held ég get fullyrt að það er ekkert ríki í Evrópu sem ætlar að rukka alla ferðamenn sem koma ti landsins um hundrað evrur á landamærunum. Það er ekki til í dæminu. Við erum að horfa á það miklu frekar í Evrópu að það er verið að opna landamærin án skimunar og aukakostnaðar,“ sagði Jóhannes Þór. „Það stefnir í það að við verðum það land í Evrópu sem verður erfiðast, flóknast og dýrast að ferðast til.“ Viðtalið við Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna. 5. júní 2020 12:58 Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Telur íslensk yfirvöld velja varfærnari leið en aðrar þjóðir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuaðila hafa vonast eftir því að samræmi yrði milli landa varðandi reglur um komu ferðamanna. 3. júní 2020 11:34 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna. 5. júní 2020 12:58
Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05
Telur íslensk yfirvöld velja varfærnari leið en aðrar þjóðir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustuaðila hafa vonast eftir því að samræmi yrði milli landa varðandi reglur um komu ferðamanna. 3. júní 2020 11:34