Það er kominn tími á endurræsingu ferðaþjónustunnar, útgáfa 2.0 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 5. júní 2020 08:31 Fyrir lok mars setti Íslenski ferðaklasinn niður tillögu að áætlun um hvernig væri hægt að standa að endurræsingu ferðaþjónustunnar / Restart Tourism á grunni sjálfbærni, nýsköpunar og tækni. Áætlunin gekk alla tíð út á að tengja við helstu markmið nýrrar stefnu ferðaþjónustunnar um að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Tímasetningin var vissulega í miðjum stormi þar sem við vissum ennþá lítið um framhaldið en við vissum þó að við þyrftum sterk og burðug fyrirtæki til að standa vaktina þegar að ástandinu lyki. Lykilatriðið var líka að hugsa nokkur skref fram í tímann og halda þannig mikilvægu samkeppnisforskoti áfangastaðarins og þeirri staðreynd að með skapandi lausnum og hugmyndum hefur okkur farnast að gera ótrúlega stóra og merkilega hluti með litlum aðföngum. Mikilvægi verkefnisins felst fyrst og fremst í að verja mikilvægan árangur fyrir íslenskt efnahagslíf en á árinu 2019 stóð ferðaþjónusta undir 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapaði yfir 25þúsund störf um allt land. Að standa í því að verja mikilvægi þess að þurfa að verja atvinnugreinina og uppbyggingu hennar er með ólíkindum en um það snýst þessi pistill ekki. Hugmyndinni að Ferðaþjónustu 2.0 – Endurræsingu, var ágætlega tekið og við hvött áfram en þeir opinberu aðilar sem við kynntum verkefnið fyrir voru ekki komin á þennan stað á þeim tíma að stokkið væri af stað í að útfæra hugmyndirnar eða fjármagna þær með einhverjum hætti. Það hefði vissulega verið dálítið geggjað að vera fyrst til að opinberlega setja fram áætlun um endurræsingu og það undir hatti Restart Tourism á heimsvísu. Í dag, 4.júní tilkynnti UNTWO um aðgerðaráætlun undir heitinu: Restarting Tourism. Gott og vel, við styðjum það heilshugar og klöppum okkur bara nokkuð stolt á bakið fyrir að hafa verið í nákvæmlega sama hugsanagangi fyrir tveimur mánuðum síðan. Nýkjörin stjórn Íslenska ferðaklasans. Elín Árnadóttir Isavia, Rannveig Grétarsdóttir Eldingu, Sævar Skaptason Hey Iceland, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Sölvi Sturluson Íslandsbanka, Árni Gunnarsson Iceland Travel og Þóra Eggertsdóttir frá Air Iceland Connect. Á myndina vantar Helgu Árnadóttur Bláa lóninu og Helga Jóhannesson Landsvirkjun, ásamt Dóru Gunnarsdóttur og Þorsteini Hjaltasyni frá Landsbankanum.Íslenski ferðaklasinn Reyndar er það svo að við ákváðum að bíða ekki samþykkis eða fleiri stuðningsmanna við verkefnið heldur keyrðum það fullum fetum af stað innan okkar raða. Við gáfum út þrjár upptökur af samtölum við sérfræðinga út um allan heim um stöðuna, settum af stað vinnustofur og héldum stafræna ráðstefnu um tækni í ferðaþjónustu sem náði til yfir 1.000 þátttakenda frá yfir 10.löndum. Endurræsum ferðaþjónustu 2.0 / Restart Toursim er því komið á fullt skrið og munum við nota þetta verkefnaheiti sem regnhlíf fyrir verkefni Ferðaklasans sem tengjast sjálfbærni, nýsköpun og tækni. Við vilum vinna fyrir og með ferðaþjónustu um allt land sem hefur metnað til að stunda ábyrga ferðaþjónustu en við viljum líka koma að því að styðja fyrirtækin uppúr þeim erfiðu hjólförum sem þau eru eðli málsins samkvæmt sum föst í. Til þess þurfum við umboð og samstarfsvilja breiðs hóps. Aðalfundur Íslenska ferðaklasans fór fram þann 4.júní þar gerðu klasaaðilar upp síðastliðið starfsár sem var það allra viðamesta frá stofnun klasans árið 2015. Verkefnin eru ærin framundan og aldrei verið eins mikilvægt að ólíkir aðilar innan virðiskeðju ferðaþjónustunnar komi saman og efli hvort annað á alla vegu. Stórar ákvarðanir voru teknar og sumar erfiðar, m.a sú að segja okkur frá leigusamningi um Hús ferðaklasans að Fiskislóð 10, það verkefni var sett af stað með Íslenska sjávarklasanum í upphafi árs 2018 en Íslenski ferðaklasinn tók alfarið við rekstri árið 2019. Nú er svo komið að viðskiptamódel hússins stendur ekki undir sér og betra að setja punktinn hér en að halda áfram inní óvissuna. Húsið hefur ekki aðeins verið vettvangur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem nýtt hafa sér sameiginlega vinnuaðstöðu heldur einnig miðstöð fræðslu, viðburða og tengsla milli aðila í greininni. Tímamótum fylgja vissulega ný tækifæri og er Íslenski ferðaklasinn hvergi banginn við að grípa þau, nú sem fyrr. Nýtum sumarið til að upplifa ferðaþjónustu sem á sér enga líka, njótið náttúrunnar og þeirrar yfirburða þjónustu og upplifunar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru rómaðir fyrir um allan heim. Komdu með - hittumst á ferðinni! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Nýsköpun Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir lok mars setti Íslenski ferðaklasinn niður tillögu að áætlun um hvernig væri hægt að standa að endurræsingu ferðaþjónustunnar / Restart Tourism á grunni sjálfbærni, nýsköpunar og tækni. Áætlunin gekk alla tíð út á að tengja við helstu markmið nýrrar stefnu ferðaþjónustunnar um að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Tímasetningin var vissulega í miðjum stormi þar sem við vissum ennþá lítið um framhaldið en við vissum þó að við þyrftum sterk og burðug fyrirtæki til að standa vaktina þegar að ástandinu lyki. Lykilatriðið var líka að hugsa nokkur skref fram í tímann og halda þannig mikilvægu samkeppnisforskoti áfangastaðarins og þeirri staðreynd að með skapandi lausnum og hugmyndum hefur okkur farnast að gera ótrúlega stóra og merkilega hluti með litlum aðföngum. Mikilvægi verkefnisins felst fyrst og fremst í að verja mikilvægan árangur fyrir íslenskt efnahagslíf en á árinu 2019 stóð ferðaþjónusta undir 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapaði yfir 25þúsund störf um allt land. Að standa í því að verja mikilvægi þess að þurfa að verja atvinnugreinina og uppbyggingu hennar er með ólíkindum en um það snýst þessi pistill ekki. Hugmyndinni að Ferðaþjónustu 2.0 – Endurræsingu, var ágætlega tekið og við hvött áfram en þeir opinberu aðilar sem við kynntum verkefnið fyrir voru ekki komin á þennan stað á þeim tíma að stokkið væri af stað í að útfæra hugmyndirnar eða fjármagna þær með einhverjum hætti. Það hefði vissulega verið dálítið geggjað að vera fyrst til að opinberlega setja fram áætlun um endurræsingu og það undir hatti Restart Tourism á heimsvísu. Í dag, 4.júní tilkynnti UNTWO um aðgerðaráætlun undir heitinu: Restarting Tourism. Gott og vel, við styðjum það heilshugar og klöppum okkur bara nokkuð stolt á bakið fyrir að hafa verið í nákvæmlega sama hugsanagangi fyrir tveimur mánuðum síðan. Nýkjörin stjórn Íslenska ferðaklasans. Elín Árnadóttir Isavia, Rannveig Grétarsdóttir Eldingu, Sævar Skaptason Hey Iceland, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Sölvi Sturluson Íslandsbanka, Árni Gunnarsson Iceland Travel og Þóra Eggertsdóttir frá Air Iceland Connect. Á myndina vantar Helgu Árnadóttur Bláa lóninu og Helga Jóhannesson Landsvirkjun, ásamt Dóru Gunnarsdóttur og Þorsteini Hjaltasyni frá Landsbankanum.Íslenski ferðaklasinn Reyndar er það svo að við ákváðum að bíða ekki samþykkis eða fleiri stuðningsmanna við verkefnið heldur keyrðum það fullum fetum af stað innan okkar raða. Við gáfum út þrjár upptökur af samtölum við sérfræðinga út um allan heim um stöðuna, settum af stað vinnustofur og héldum stafræna ráðstefnu um tækni í ferðaþjónustu sem náði til yfir 1.000 þátttakenda frá yfir 10.löndum. Endurræsum ferðaþjónustu 2.0 / Restart Toursim er því komið á fullt skrið og munum við nota þetta verkefnaheiti sem regnhlíf fyrir verkefni Ferðaklasans sem tengjast sjálfbærni, nýsköpun og tækni. Við vilum vinna fyrir og með ferðaþjónustu um allt land sem hefur metnað til að stunda ábyrga ferðaþjónustu en við viljum líka koma að því að styðja fyrirtækin uppúr þeim erfiðu hjólförum sem þau eru eðli málsins samkvæmt sum föst í. Til þess þurfum við umboð og samstarfsvilja breiðs hóps. Aðalfundur Íslenska ferðaklasans fór fram þann 4.júní þar gerðu klasaaðilar upp síðastliðið starfsár sem var það allra viðamesta frá stofnun klasans árið 2015. Verkefnin eru ærin framundan og aldrei verið eins mikilvægt að ólíkir aðilar innan virðiskeðju ferðaþjónustunnar komi saman og efli hvort annað á alla vegu. Stórar ákvarðanir voru teknar og sumar erfiðar, m.a sú að segja okkur frá leigusamningi um Hús ferðaklasans að Fiskislóð 10, það verkefni var sett af stað með Íslenska sjávarklasanum í upphafi árs 2018 en Íslenski ferðaklasinn tók alfarið við rekstri árið 2019. Nú er svo komið að viðskiptamódel hússins stendur ekki undir sér og betra að setja punktinn hér en að halda áfram inní óvissuna. Húsið hefur ekki aðeins verið vettvangur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem nýtt hafa sér sameiginlega vinnuaðstöðu heldur einnig miðstöð fræðslu, viðburða og tengsla milli aðila í greininni. Tímamótum fylgja vissulega ný tækifæri og er Íslenski ferðaklasinn hvergi banginn við að grípa þau, nú sem fyrr. Nýtum sumarið til að upplifa ferðaþjónustu sem á sér enga líka, njótið náttúrunnar og þeirrar yfirburða þjónustu og upplifunar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru rómaðir fyrir um allan heim. Komdu með - hittumst á ferðinni! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar